Search

Nýr snjallþumall hefur áhrif á handarskynjun heilans

Nú geturðu flysjað banana með annarri hendi. Nýr snjallþumall auðveldar tilveruna og veitir vísindamönnum innsýn í það hvernig heilinn skynjar líkamann.

BIRT: 19/08/2021

LESTÍMI:

< 1 mínúta

Tækni

Lestími: 2 mínútur

 

Það þarf ekki lengur að vera skammaryrði að hafa tíu þumalputta.

 

Hópur vísindamanna hefur nefnilega fundið upp snjallþumal sem gerir kleift að leysa með annarri hendi sum verkefni sem annars krefjast beggja handa.

 

Þessi vitvél er þrívíddarprentuð og sett á handarjaðarinn til hliðar við litla fingurinn. Þannig hefur notandinn heila tvo þumalfingur á hendinni og það gerir t.d. mögulegt að flysja banana með annari hendi.

 

 

Snjallþumlinum er stjórnað gegnum þráðlausa skynjara sem komið er fyrir undir stórutánum. Hvor skynjari stýrir ákveðinni hreyfingu. Með því að þrýsta á skynjarana er þannig unnt að stýra snjallþumlinum.

 

Þessi þrívíddarprentaði þumalfingur er þó ekki bara sniðugt áhald. Hann veitir okkur líka mikilvæga þekkingu á því hvernig heilinn getur aðlagað sig.

 

Tilraunin sýndi að eftir einungis fimm daga þjálfun hefur heilinn aðlagast þannig að þátttakendum var farið að finnast eins og þumallinn væri hluti af líkamanum.

 

Viku eftir að tilrauninni lauk hafði þó dregið verulega úr þessari tilfinningu. Það bendir til að áhrif snjallþumalsins á heilann endist ekki til langframa. Það eiga vísindamennirnir þó eftir að fá staðfest.

 

 

Birt 19.08.2021

 

 

MORTEN MØLLER BERTELSEN

 

 

BIRT: 19/08/2021

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is