Nýtt verkfæri finnur krabba á sekúndum

Nýtt verkfæri, iKnife, getur á fáeinum sekúndum greint krabbamein í legi með því að greina reyk frá vefsýni.

BIRT: 12/11/2023

LESTÍMI:

< 1 mínúta

Tækið er á stærð við tannbursta og lætur lítið yfir sér við fyrstu sýn.

 

En látum það ekki plata okkur, því þetta nýja áhald – iKnife – gæti gjörbylt aðferðum okkar við að greina krabbamein.

 

Hnífurinn greinir krabbafrumur á örfáum sekúndum með tækni sem sameinar rafskurðlækningar og massarófsmælingar.

Hnífurinn iKnife notar rafstraum til að hita vef og skera í hann. Við uppgufunina myndast reykur sem svo er greindur.

Hingað til hefur tækið verið notað til að finna krabbafrumur í sýnum úr brjóstum og heila en nýjar rannsóknir benda til að tæknin geti haft afgerandi þýðingu við að greina krabbamein í legi sem árlega greinist hjá fjölmörgum konum.

 

Þetta er niðurstaða vísindamanna sem birtu grein sína í vísindatímaritinu Cancer. Þar kemur fram að nákvæmni tækisins sé 89%.

 

Reykur afhjúpar krabbafrumur

Hnífurinn sendir lítil rafstuð í vefsýni sem tekið hefur verið og hitinn veldur uppgufun.

 

Reykurinn sem myndast er greindur í rófsjá sem sker úr um það hvort krabbafrumur sé að finna í sýninu.

Vísindamennirnir segja tækið gera kleift að greina krabbamein á örfáum sekúndum.

 

Sjáðu hvernig tæknin virkar:

Rannsóknin byggir á sýnum úr 150 konum þar sem grunur lék á legkrabbameini. Slíkur grunur getur vaknað við óreglubundnar blæðingar á breytingaskeiðinu.

 

Niðurstöðurnar voru bornar saman við niðurstöður hefðbundinna greiningaraðferða en þegar þeim er beitt þarf oft að bíða vikum saman eftir niðurstöðunum.

BIRT: 12/11/2023

HÖFUNDUR: NANA FISCHER

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock, Imperial College London,

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is