Heilsa

Nýtt verkfæri finnur krabba á sekúndum

Nýtt verkfæri, iKnife, getur á fáeinum sekúndum greint krabbamein í legi með því að greina reyk frá vefsýni.

BIRT: 12/11/2023

Tækið er á stærð við tannbursta og lætur lítið yfir sér við fyrstu sýn.

 

En látum það ekki plata okkur, því þetta nýja áhald – iKnife – gæti gjörbylt aðferðum okkar við að greina krabbamein.

 

Hnífurinn greinir krabbafrumur á örfáum sekúndum með tækni sem sameinar rafskurðlækningar og massarófsmælingar.

Hnífurinn iKnife notar rafstraum til að hita vef og skera í hann. Við uppgufunina myndast reykur sem svo er greindur.

Hingað til hefur tækið verið notað til að finna krabbafrumur í sýnum úr brjóstum og heila en nýjar rannsóknir benda til að tæknin geti haft afgerandi þýðingu við að greina krabbamein í legi sem árlega greinist hjá fjölmörgum konum.

 

Þetta er niðurstaða vísindamanna sem birtu grein sína í vísindatímaritinu Cancer. Þar kemur fram að nákvæmni tækisins sé 89%.

 

Reykur afhjúpar krabbafrumur

Hnífurinn sendir lítil rafstuð í vefsýni sem tekið hefur verið og hitinn veldur uppgufun.

 

Reykurinn sem myndast er greindur í rófsjá sem sker úr um það hvort krabbafrumur sé að finna í sýninu.

Vísindamennirnir segja tækið gera kleift að greina krabbamein á örfáum sekúndum.

 

Sjáðu hvernig tæknin virkar:

Rannsóknin byggir á sýnum úr 150 konum þar sem grunur lék á legkrabbameini. Slíkur grunur getur vaknað við óreglubundnar blæðingar á breytingaskeiðinu.

 

Niðurstöðurnar voru bornar saman við niðurstöður hefðbundinna greiningaraðferða en þegar þeim er beitt þarf oft að bíða vikum saman eftir niðurstöðunum.

HÖFUNDUR: NANA FISCHER

Shutterstock, Imperial College London,

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Heilsa

Gæti dregið úr mesta sársauka legslímuflakks

Tækni

Blýböðullinn: uppfinningamaðurinn sem jók heimsku mannanna

Jörðin

Aðeins eitt af fimm trjám er heilbrigt

Lifandi Saga

Rómverjar hefndu sín grimmilega: Gyðingar hraktir frá landi sínu í heilögu stríði

Maðurinn

Eftir 4.500 blind stefnumót geta vísindamenn nú sýnt fram á: Þetta er það sem karlar og konur laðast að

Alheimurinn

Fjársjóðsleið í geimnum: 5 smástirni verða gullnámur framtíðar 

Náttúran

Skynja dýr yfirvofandi náttúruhamfarir?

Lifandi Saga

Api var tekinn fyrir Frakka og hengdur sem slíkur

Náttúran

Risasveppur er stærri en 100 fótboltavellir

Maðurinn

Augnlitur – hvað ræður augnlit barna?

Náttúran

Hvernig komu skordýr fram á Jörðu?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is