Umhverfisvænn mótorbátur og kraftmikill hraðbátur í senn?
Svissnenskt fyrirtæki hefur kynnt til sögunnar nýjan bát sem samþættar umhverfisvæna sólarorku og bensínvél. Ráðgert er að útbúa Code-X með tveimur sólarknúnum rafmótorum og tveimur Formúlu 1-mótorum, hvorn þeirra með 710 hestöflum.
Samkvæmt framleiðanda mun báturinn geta siglt með 80 hnúta hraða með bensínmótorunum en nær níu hnútum með rafmótorum. Níu hnútar eru harla lítið miðað við 80, en mikilvægara er þó að sólaraflið gerir eigandanum kleift að hampa umhverfisvænleika sínum.
Code-X kom á markað upp úr aldamótunum.