Um 1% fullorðins fólks stamar og nú eru vísindamenn að uppgötva ástæðuna.
Margar rannsóknir benda til að stamið stafi af truflunum á samstarfi tveggja heilastöðva, sem staðsettar eru hvor sínum megin við ennisblaðið.
Svæðið í vinstra heilahveli stýrir hreyfingum talfæranna, en svæðið hægra megin hamlar gegn tali.
Sýndi ofvirkni
Vísindamenn við þýsku Max Planck-stofnunina skönnuðu heila stamara meðan þeir ímynduðu sér að þeir væru að nefna mánaðaheiti.
Samanburðarhópur var látinn gera hið sama. Niðurstöðurnar sýndu mikla virkni í hægri heilastöðinni í stömurum og hún hamlaði gegn virkninni þeirri vinstri.
Hjá þeim sem ekki stömuðu ríkti mun meira jafnvægi.

Neðri ennisfelling.
Vandamálið hægra megin
Skýringar á stami ætti því að vera að leita í hægra heilahveli.
Skannamyndirnar sýndu líka búnt mjög virkra taugaþráða sem lá út frá hægri heilastöðinni í þeim sem stömuðu og því meira sem stamið var, því meiri var virknin í þessu taugabúnti.
Að öllum líkindum eru það einmitt þessir taugaþræðir sem flytja hamlandi boð frá hægra heilahveli yfir í það vinstra og þessar taugar eru þá um leið helsta ástæða þess að fólk stamar.