Draugalegt augnaráð
Öll birta er nýtt, hversu lítilfjörleg sem hún er
Silfurfiskar heyra undir ætt afar sérkennilegra fiska sem lifa mestmegnis í rökkrinu á 200 til 600 metra dýpi. Augun eru ljós og líkjast helst pípum sem standa út úr höfðinu. Lögunin og liturinn henta vel til að nýta þá takmörkuðu sólarglætu sem berst ofan í djúpið.
Helladrekinn
Blinda salamandran hefur glatað augunum
Hin svokallaða blinda salamandra lifir í hellum í Suður-Evrópu. Þar sem engin birta kemst inn í hellana hefur dýrið enga þörf fyrir augu og þau hafa fyrir vikið skroppið saman og líkjast nú einna helst tveimur litlum blettum. Þá hafa einnig myndast tálkn á blindu salamöndrunni til þess að hún geti varið allri ævinni í vatni.
Liggur í launsátri
Kyrkislangan skynjar líkamshita
Í rökkrinu leynist græna trjáslangan sem hefur vafið sig utan um trjágrein og bíður þess að nagdýr eigi leið hjá. Trjáslangan er með lengstu höggtennur allra kyrkislangna og skynjar bráðina með hitanæmum skynfærum á kjálkanum.
Krumpufés
Húðfellingar leiða ávaxtasafann inn í kjaftinn
Kvenleðurblaka af tegundinni Centurio senex veit ekkert betra en ólöguleg smetti. Leðurblakan lifir á ofþroskuðum ávöxtum og ávaxtasafinn rennur eftir fellingum trýnisins upp í kjaft dýrsins. Á fengitímanum dregur karldýrið hvíta feldfellingu yfir hökuna sem auðvelt er að koma auga á í rökkri.
Þreifaratrýnið
22 þreifarar þreifa sig áfram
Stjörnunefsmoldvarpan er sennilega með kostulegasta trýnið í öllu dýraríkinu en það samanstendur af 22 svonefndum nefþreifurum. Hver þreifari hefur yfir að ráða 25.000 ofurnæmum nemum sem moldvarpan notar til að finna á augabragði orma í jörðu niðri.
Næturklifurdýr
Guleygður prímati á ferli á nóttunni
Nagapinn er stærsta næturspendýrið og hann er einungis að finna á Madagaskar. Framtennur nagapanna vaxa alla ævi. Augun eru gul á lit sökum endurvarpandi lags sem eflir nætursjónina.