Náttúran

Óhugguleg andlit í myrkrinu

Segja má að sum dýr séu ávallt í hrekkjavökubúningum og séu með þess konar andlit sem aðeins móðir getur látið sér þykja vænt um en í raun réttri gegnir hrollvekjandi ásjóna þeirra mikilvægum tilgangi í myrkrinu.

BIRT: 23/01/2023

Draugalegt augnaráð

Öll birta er nýtt, hversu lítilfjörleg sem hún er

Silfurfiskar heyra undir ætt afar sérkennilegra fiska sem lifa mestmegnis í rökkrinu á 200 til 600 metra dýpi. Augun eru ljós og líkjast helst pípum sem standa út úr höfðinu. Lögunin og liturinn henta vel til að nýta þá takmörkuðu sólarglætu sem berst ofan í djúpið.

Helladrekinn

Blinda salamandran hefur glatað augunum

Hin svokallaða blinda salamandra lifir í hellum í Suður-Evrópu. Þar sem engin birta kemst inn í hellana hefur dýrið enga þörf fyrir augu og þau hafa fyrir vikið skroppið saman og líkjast nú einna helst tveimur litlum blettum. Þá hafa einnig myndast tálkn á blindu salamöndrunni til þess að hún geti varið allri ævinni í vatni.

Liggur í launsátri

Kyrkislangan skynjar líkamshita

Í rökkrinu leynist græna trjáslangan sem hefur vafið sig utan um trjágrein og bíður þess að nagdýr eigi leið hjá. Trjáslangan er með lengstu höggtennur allra kyrkislangna og skynjar bráðina með hitanæmum skynfærum á kjálkanum.

Krumpufés

Húðfellingar leiða ávaxtasafann inn í kjaftinn

Kvenleðurblaka af tegundinni Centurio senex veit ekkert betra en ólöguleg smetti. Leðurblakan lifir á ofþroskuðum ávöxtum og ávaxtasafinn rennur eftir fellingum trýnisins upp í kjaft dýrsins. Á fengitímanum dregur karldýrið hvíta feldfellingu yfir hökuna sem auðvelt er að koma auga á í rökkri.

Þreifaratrýnið

22 þreifarar þreifa sig áfram

Stjörnunefsmoldvarpan er sennilega með kostulegasta trýnið í öllu dýraríkinu en það samanstendur af 22 svonefndum nefþreifurum. Hver þreifari hefur yfir að ráða 25.000 ofurnæmum nemum sem moldvarpan notar til að finna á augabragði orma í jörðu niðri.

Næturklifurdýr 

Guleygður prímati á ferli á nóttunni

Nagapinn er stærsta næturspendýrið og hann er einungis að finna á Madagaskar. Framtennur nagapanna vaxa alla ævi. Augun eru gul á lit sökum endurvarpandi lags sem eflir nætursjónina.

HÖFUNDUR: MORTEN KJERSIDE POULSEN

© Dante Fenolio/SPL, © Daniel Heuclin/NaturePL, © Pete Oxford/NaturePL, © Merlintuttle.org/SPL, © Stan Tekiela Author/Naturalist/Wildlife Photographer/Getty Images, © Thorsten Negro/Getty Images

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Læknisfræði

Nýtt lyf við getuleysi: Eitruð könguló getur bjargað kynlífi þínu 

Alheimurinn

Ofurleiðaraefni að finna í loftsteinum

Lifandi Saga

Krossferðaherinn sigraður með timburvögnum

Lifandi Saga

Kína verður aldrei aftur auðmýkt

Tækni

Hvers vegna sofum við?

Heilsa

Létt þjálfun er áhrifaríkari

Maðurinn

Fimm hollráð vísindamanna: Þannig má breyta leiða í styrk

Tækni

Sólarsellur flytja út í geim 

Heilsa

Algengt meðferðarúrræði fyrir konur á breytingaskeiði er talið hafa í för með sér alvarlegar aukaverkanir

Maðurinn

Er skaðlegt að halda sér vakandi alla nóttina?

Heilsa

Yfirsýn: Svona bjargar blóðið þér

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is