Vísindamenn hafa nú stigið stórt skref nær lyfjum sem gætu lengt ævina og jafnframt tryggt okkur aukna lífsorku og dregið úr öldrunarsjúkdómum.
Hópur vísindamanna undir forystu Colins Selman, hjá Aberdeenháskóla í Skotlandi, hefur einangrað genið S6K1 sem gegnir mikilvægu hlutverki varðandi öldrun – alla vega í tilraunamúsum. Með því að ala upp genabreyttar mýs, án þessa gens, geta vísindamennirnir sýnt fram á að þær lifa lengur og sýna færri ummerki öldrunar. Í hárri elli – 600 daga gamlar – hafa genabreyttu mýsnar þannig sterkari bein, færri vísbendingar um áunna sykursýki, betra jafnvægisskyn, betri samhæfingu og traustara ónæmiskerfi en jafngamlar mýs í samanburðarhóp.
Svo virðist sem áhrifin af því að skorta þetta gen virðist tengjast því sem áður hefur verið sýnt fram á, nefnilega að tilraunadýr á borð við mýs, rottur og orma lifi lengur á stranglega takmörkuðu fæði.