Tækni

Öldugjálfur skapar rafmagn í landi

Nýtt skoskt bylgjuver framleiðir mikla græna orku.

BIRT: 04/11/2014

Nýjasta hugmyndin um aðferð til að vinna orku úr sjávarbylgjum, líkist helst blendingi af ljósabekk og brauðrist. En fyrstu tilraunirnar undan strönd Orkneyja benda til að Oyster Wave Power-orkuverið eigi bjarta framtíð. Tilraunaverið hefur nefnilega skilað umtalsverðri raforku.

 

Eitt af lykilorðunum við þessa hönnun er einfaldleiki. Til að skapa búnað sem bæði stenst illviðri og getur endurtekið sömu hreyfingar í sífellu, hafa menn hjá Aquamarine Power, sem stendur að verkefninu, haldið flækjustiginu í algeru lágmarki. Búnaðurinn er ekki annað en undirstaða sem fest er í sjávarbotninn og fljótandi efri hluti sem þrýstist niður þegar öldu skolar yfir hann.

 

Þetta einfalda orkuvinnslutæki dælir vatni í gegnum hefðbundna vatnstúrbínu uppi á landi og hún snýr rafalnum. Af ýmsum ástæðum er heppileg fjarlægð frá landi um 500 metrar. Að hluta til verða leiðslurnar sem flytja sjóinn því viðkvæmari sem þær eru lengri og að hluta verður viðhaldið til muna auðveldara svo skammt frá landi. Við þetta bætist að Oyster-bylgjuverið virkar best á um 10 metra dýpi. Ölduhæðin er minni skammt frá landi en lengra úti á sjó, en engu að síður næg til að unnt sé að nýta hana. Ætlunin er að setja upp mörg smá bylgjuver saman, sem alls framleiði a.m.k. 100 MW á ári.

 

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Alheimurinn

Ofurjörð fundin í lífbelti stjörnu

Náttúran

Af hverju er mínútunni skipt í 60 sekúndur?

Heilsa

Kírópraktík: Getur hnykkur í hrygginn linað verki þína? 

Maðurinn

Af hverju erum við myrkfælin?

Náttúran

Áhugamenn finna 470 milljón ára gamlan heim

Maðurinn

Er hægt að mæla sársauka?

Maðurinn

Þess vegna verða sumir frekar fyrir tannskemmdum

Alheimurinn

Hvernig fær geimstöðin súrefni og vatn?

Alheimurinn

Minnkun tunglsins veldur tunglskjálftum sem skapa hættu fyrir geimfara

Lifandi Saga

Hvers vegna er New York kölluð „Stóra eplið“?

Maðurinn

6 mýtur um litlu, bláu rispilluna

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is