Fornleifafræðingar standa frammi fyrir torleystum vanda þegar þeir uppgötva dulin holrými í fornum mannvirkjum. Á að rjúfa gat á múrinn eða er eyðileggingaráhættan hreinlega of mikil?
Þessi spurning vaknaði þegar egypskir fornleifafræðingar fundu dulið holrými í Keopspýramídanum með mýeindaskanna.
Mýeindir eru skammlífar öreindir sem myndast þegar geimgeislun berst inn í gufuhvolfið. Klöpp stöðvar fleiri mýeindir en loft og þetta nýttu vísindamennirnir sér til að gera mælingar á pýramídanum.
Skönnunin leiddi í ljós að í þessu forna pýramída hljóta að leynast eitt eða fleiri óþekkt holrými.
Í mesta lagi 50 grömm
Franskir vitvélaverkfræðingar hjá stofnunum Inria og CNRS hyggjast nú auðvelda frekari rannsóknir. Þeir eru að þróa fjarstýrt flugtæki, sem getur rannsakað holrými án þess að valda öðrum skaða en þeim að skilja eftir sig 3,8 sm vítt gat í veggnum.
Tækinu er ýtt inn um gatið og þar beitir það ýmis konar rannsóknarbúnaði, svo sem skynjurum, ljósum og myndavélum. Tækið og búnaðurinn mega samanlagt ekki vega meira en 50 grömm samkvæmt útreikningum vísindamannanna.
Tækið að svífa í loftinu og tröppur eða steinar hindra því ekki för þess. Hægt verður að taka myndir frá mörgum sjónarhornum og rekist tækið utan í vegg sér helíumblaðra til þess að áreksturinn verði mjúkur, þannig að hvorki tækið né umhverfið bíði skaða af.
Helíumbelgur sér fyrir svifi
Með helíumbelg má rannsaka holrými pýramídans innan frá.
1. Vitvél rennt inn
Í framtíðinni dugar fornleifafræðingum að bora 3,8 sm gat í vegg pýramída. Pípa er sett í gatið og í henni er samanfelld vitvél með myndavélum, ljósum og uppblásanlegum belg

2. Blæs sig upp
Inni í holrýminu opnast pípan og vitvélin getur blásið helíumbelginn upp þannig að hann verður 80 sm í þvermál. Belgurinn verður annaðhvort blásinn upp gegnum slöngu eða helíumgeimir festur við vitvélina.


3. Holrúmið rannsakað
Vitvélin rannsakar rýmið og tekur myndir frá öllum sjónarhornum. Hún á ekki að rekast utan í, en GPS virkar ekki í lokuðu rými og því er verið að þróa skynjara, sem þurfa sáralitla lýsingu.

4. Lendir og fellir sig saman
Vitvélin losað gasið úr belgnum og brýtur sig saman til að passa aftur innan í pípuna.
Þótt henni sé fjarststýrt utan frá þarf hún til vonar og vara að rata sjálf heim á pípuna.

