Tækni

Örloftskip leita falinna fjársjóða í pýramídum

Fíngert vitloftskip á að leita fólginna fornleifa án þess að valda neinum skaða.

BIRT: 19/01/2024

Fornleifafræðingar standa frammi fyrir torleystum vanda þegar þeir uppgötva dulin holrými í fornum mannvirkjum. Á að rjúfa gat á múrinn eða er eyðileggingaráhættan hreinlega of mikil?

 

Þessi spurning vaknaði þegar egypskir fornleifafræðingar fundu dulið holrými í Keopspýramídanum með mýeindaskanna.

 

Mýeindir eru skammlífar öreindir sem myndast þegar geimgeislun berst inn í gufuhvolfið. Klöpp stöðvar fleiri mýeindir en loft og þetta nýttu vísindamennirnir sér til að gera mælingar á pýramídanum.

 

Skönnunin leiddi í ljós að í þessu forna pýramída hljóta að leynast eitt eða fleiri óþekkt holrými.

 

Í mesta lagi 50 grömm

Franskir vitvélaverkfræðingar hjá stofnunum Inria og CNRS hyggjast nú auðvelda frekari rannsóknir. Þeir eru að þróa fjarstýrt flugtæki, sem getur rannsakað holrými án þess að valda öðrum skaða en þeim að skilja eftir sig 3,8 sm vítt gat í veggnum.

 

Tækinu er ýtt inn um gatið og þar beitir það ýmis konar rannsóknarbúnaði, svo sem skynjurum, ljósum og myndavélum. Tækið og búnaðurinn mega samanlagt ekki vega meira en 50 grömm samkvæmt útreikningum vísindamannanna.

 

Tækið að svífa í loftinu og tröppur eða steinar hindra því ekki för þess. Hægt verður að taka myndir frá mörgum sjónarhornum og rekist tækið utan í vegg sér helíumblaðra til þess að áreksturinn verði mjúkur, þannig að hvorki tækið né umhverfið bíði skaða af.

Helíumbelgur sér fyrir svifi

Með helíumbelg má rannsaka holrými pýramídans innan frá.

 

1. Vitvél rennt inn

Í framtíðinni dugar fornleifafræðingum að bora 3,8 sm gat í vegg pýramída. Pípa er sett í gatið og í henni er samanfelld vitvél með myndavélum, ljósum og uppblásanlegum belg

2. Blæs sig upp

Inni í holrýminu opnast pípan og vitvélin getur blásið helíumbelginn upp þannig að hann verður 80 sm í þvermál. Belgurinn verður annaðhvort blásinn upp gegnum slöngu eða helíumgeimir festur við vitvélina.

3. Holrúmið rannsakað

Vitvélin rannsakar rýmið og tekur myndir frá öllum sjónarhornum. Hún á ekki að rekast utan í, en GPS virkar ekki í lokuðu rými og því er verið að þróa skynjara, sem þurfa sáralitla lýsingu.

4. Lendir og fellir sig saman

Vitvélin losað gasið úr belgnum og brýtur sig saman til að passa aftur innan í pípuna.

 

Þótt henni sé fjarststýrt utan frá þarf hún til vonar og vara að rata sjálf heim á pípuna.

HÖFUNDUR: ANTJE GERD POULSEN

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Heilsa

Áhugaverð kenning: Vísindamenn hugsanlega búnir að finna hvað veldur Alzheimer

Maðurinn

Nú geta læknar meðhöndlað svitalykt

Náttúran

Megalodon – stærsti hákarl allra tíma

Maðurinn

Er hægt að gleypa tunguna?

Lifandi Saga

Nú vitum við meira um hvers vegna víkingar hröktust skyndilega frá Grænlandi

Náttúran

Topp 5 – Hvert er minnsta spendýrið?

Náttúran

Hafa plöntur skilningarvit?

Lifandi Saga

Stærstu hneykslismál Óskarsins frá upphafi

Maðurinn

Er betra að klæðast blautum fatnaði en engu í vetrarkulda?

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Lifandi Saga

Ris og fall Zeppelin loftskipanna

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is