Læknar komust að nokkru afar óvenjulegu þegar þeir rannsökuðu Bandaríkjamann sem þjáðist af mígreni.
Maðurinn hafði farið til læknis eftir að mígreniköst höfðu aukist bæði að styrk og tíðni. Þegar læknarnir rannsökuðu höfuðið hans með sneiðmyndatöku kom í ljós að það voru fjölmargar blöðrur á svæðinu á milli heilabarkar, sem er yfirborð heilans, og hins miðlægra hluta.
En þeir fundu líka annað og nokkuð óvenjulegt.
Þeir fundu fjölda orma í heila hans.
Svínaormur
Ormarnir reyndust vera tríkínur eða þráðormar – eða öllu heldur sníkjuþráðormurinn Taenia Solium einnig þekktur sem svínaormur.
Hægt er að smitast af þessari tegund þráðorms í löndum þar sem mikil hætta er á sýkingu af orminum en þessi tiltekni maður hafði ekki verið í ferðalögum.
Læknar töldu því að hinn 52 ára gamli maður hefði smitast af orminum með því að borða óeldað eða lítið eldað beikon.
Þetta skrifa þeir í rannsóknargrein sem birtist í American Journal of Case Reports.
Hann berst með saur katta og ræðst til atlögu við heila okkar. Til allrar hamingju gerir hann okkur jafnframt ákaflega falleg. Nýjustu rannsóknir hafa leitt í ljós jákvæð áhrif sníkilsins bogfrymils (toxoplasma) á okkur mennina.
Ástæðuna fyrir ormunum í heila mannsins gæti hafa verið vegna óeldaðs eða lítið eldaðs beikons eða þá skorts á hreinlæti eftir ferð á klósettið.
Þeir lýsa því enn fremur í greininni að heimili mannsins hafi almennt séð verið nokkuð hreint. Hann fékk meðferð eftir að ormarnir fundust.
