Ósnortin gröf opnuð eftir 2.600 ár

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Í Egyptalandi hafa nú 30 ósnortnar múmíur fundist í grafhýsi á 10 metra dýpi undir eyðimerkursandinum við dauðaborgina Saqqra sem var grafstæði Memphisborgar þar skammt frá.

 

Það heyrir til undantekninga að finna grafir sem grafarræningjar hafa ekki komist í á svo löngum tíma sem liðinn er frá því að þetta fólk var lagt hér til hinstu hvílu á dögum 26. konungsættarinnar, eða fyrir um 2.600 árum.

 

22 múmíur voru í trékistum sem komið var fyrir í útskotum í veggjum en 8 múmíur lágu í steinkistum, en af þeim hafa fornleifafræðingarnir þegar rannsakað eina.

 

Múmíurnar í steinkistunum eru vel varðveittar og þar gætu líka leynst verðmætir gullpeningar.

 

Þjóðminjavörður Egypta, Zahi Hawass, segir það hafa verið alsiða á þessu tímabili að koma peningum fyrir í vafningum og hann hefur séð dæmi þess að hundruð peninga hafi fylgt látnum í gröfina.

 

Múmíurnar í trékistunum hafa varðveist mun lakar og því erfiðara að greina þær. Ýmislegt þykir þó benda til að hér hafi stór fjölskylda verið grafin. Sumar múmíurnar eru af börnum og hér er líka að finna einn hund.

 

Líklegt er að valdameiri fjölskyldumeðlimir hvíli í steinkistunum en aðrir hafi orðið að láta sér nægja trékisturnar.

Fornleifafræðingar hafa nú verið að störfum Saqqra í 150 ár, en Hawass telur þó að enn hafi einungis fundist um þriðjungur fornleifa á svæðinu.

 
 

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is