Þarf útþensla alheimsins orku?

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínúta

Samkvæmt lögmálum eðlisfræðinnar getur orka hvorki orðið til né horfið, heldur aðeins breyst í annað form. Hvernig stendur þá á því að alheimurinn skuli enn þenjast út? Til þess hlýtur að þurfa mikla orku.

 

Útþensla alheimsins krefst reyndar engrar orku. Allt efni hreyfist og fjarlægist vegna þess öfluga “sparks” sem það fékk í Miklahvelli og fylgir nú öðru grundvallarlögmáli eðlisfræðinnar, nefnilega fyrsta lögmáli Newtons sem segir að hlutur sem ekki verði fyrir utanaðkomandi áhrifum hreyfist áfram í beina línu.

 

Þetta þýðir að enga orku þarf til að þenja út alheiminn, þvert á móti þyrfti orku til að hægja á útþenslunni.

 

Eina aflið sem hefur áhrif á stjörnuþokur er aðdráttarafl frá öðrum stjörnuþokum og e.t.v. óþekkt náttúrulögmál sem kemur mjög fjarlægum stjörnuþokum til að ýta hver annarri frá sér.

 

Með því að skoða mjög fjarlægar sprengistjörnur hafa vísindamennirnir nefnilega komist að því að útþensla alheimsins verður æ hraðari og einhver slíkur kraftur gæti skýrt þá staðreynd. En jafnvel þótt þetta reynist rétt, þýðir það ekki að útþenslan krefjist utanaðkomandi orku.

 
 

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.