Maðurinn

Þegar allt getur farið úrskeiðis!

Sjúkrahúsið getur reynst dauðagildra. Í Þýskalandi einu saman er talið að allt að 17.000 manns láti líf sitt ár hvert vegna mistaka hjá björgunarliði, læknum og hjúkrunarfólki. Lifandi vísindi hafa heimsótt þróaða miðstöð í München þar sem starfslið sjúkrahúss æfir skyndihjálp á hátæknivæddum sjúklingadúkkum sem tölvur gera sérlega erfiðar að meðhöndla.

BIRT: 04/11/2014

Læknirinn Benedikt Sandmeyer stekkur í gegnum stjórnstöðina – 10 metra langt og þröngt herbergi. Þar sitja 10 aðrir læknar þétt saman framan við 20 skjái þar sem rauðar og grænar kúrvur bylgjast í sífellu frá vinstri til hægri. Hér er allt í hers höndum; eftir tvær mínútur hefst æfingin. „EKG-ið er ekki inni,“ segir Sandmeyer pirraður sem skömmu síðar stendur í björgunarþyrlunni sem er að finna í herberginu við hliðina.

Sandmeyer kannar sjúklinginn, nánar tiltekið eina af tengingum hans. Því „HAL“ er dúkka, afar háþróuð sem slík, sem má forrita þannig að jafnvel reyndustu björgunarliðar þurfa að taka á sínum stóra við að meðhöndla sjúklinginn. „Allt er þetta ótrúlega raunverulegt; nánast eins og hér hafi orðið alvöru slys,“ segir þyrlulæknirinn Constanze Mühlbauer þátttakandi í æfingu dagsins.

Við erum stödd á Human Simulation Center (HSC) við Institute Für Notfall Medicine (INM) við háskólann í München og í dag er meiriháttar æfing þar sem mörg forrit eru keyrð á saman tíma. HAL og hans tíu dúkkufélagar, þ.á.m. tvær barnadúkkur, bregðast við sérhverri læknisfræðilegri meðferð með bæði andardrætti, púlsi, hjartslætti, hljóði og augnsteina-viðbrögðum. Og HAL getur breytt um einkenni og persónuleika, allt eftir því sem HSC-starfsmenn kjósa.

HAL á sér kvenkynsfélaga að nafni NOELLE. Nokkrum dögum áður hafa ljósmæður og hjúkrunarkonur hjálpað henni við erfiða fæðingu. Drengur hennar – náttúrulega enn ein dúkkan – kom vissulega í heiminn án vandkvæða. En legkakan í NOELLE festist og þurfti hún sprautu til að ráða bug á því. Þegar drengurinn var skoðaður tók hann að blána í framan – með aðstoð tveggja lítilla lampa undir kinnunum – og þurfti að fá súrefni. Þrátt fyrir að sjálf fæðingin hafi gengið að óskum veinaði NOELLE og stundi á meðan henni stóð. Kona nokkur í stjórnstöðinni sá til þess að hljóðin kæmust til skila til að gera aðstæður sem raunverulegastar.

Í dag er NOELLE þó í fríi. Og það eru bara karlkynsdúkkur sem þarf að sinna. Ein þeirra heitir næsta hálftímann Joseph Drevert og hefur fallið af mótorhjóli sínu á mikilli ferð og er því illa lemstraður. Sjúkraliðarnir hafa komið honum varfærnislega upp í björgunarþyrluna. Þar liggur HAL nú reiðubúinn fyrir næstu uppákomu með súrefnisslöngu í hálsinum og tengdur margvíslegum mælitækjum. Einangrunarteppi hefur verið lagt yfir hann til þess að hindra varmatap.

Sandmeyer er í óða önn við að finna orsökina á bilun EKG-kúrvunnar sem er ætlað að sýna hjartslátt dúkkunnar. Sökudólgurinn reynist vera losaraleg tenging í brjóstkassanum. Hann skiptir kapli út og hendist aftur í stjórnstöðina, rétt áður en tveir þátttakendur í æfingunni, þyrlulæknir og aðstoðarmaður hans, mæta á staðinn og setjast í þyrluna. Loftið er heitt og kæfandi. Brátt mun koma í ljós hvort læknarnir bregðist rétt við þeim einkennum sem koma fram, hvort þeir taki skjótt réttar ákvarðanir og fyrst og fremst hvort samvinna og samskipti milli þeirra tveggja séu að óskum.

Æfingin byrjar undir stjórn læknisins Andreas Buyer í stjórnstöðinni. Nokkur klikk með músinni nægja til að skyndilega koma fram furðulegar mælingar á sjúklingnum uppi á skjánum. Einbeitingin er mikil í stjórnstöðinni enda nægir eitt rangt klikk til að allt raunsæi í aðstæðum hverfi eins og dögg fyrir sólu. „Það er nokkuð sem að þátttakendurnir taka strax eftir. Þeir eru of reyndir til að líta framhjá svoleiðis nokkru,“ útskýrir Buyer.

Allt getur farið úrskeiðis

Um þessar mundir þykir HSC-stofnunin einstök í heiminum. Fyrir 1,2 milljón evrur hefur INM tekið risastökk í þróun á endurmenntun í skyndihjálp. Í þessu 300m2 stóra rými geta þátttakendur æft nánast allar gerðir af björgunum og neyðarhjálp við mismunandi erfiðar aðstæður. Öllu er þessu stjórnað með hátæknivæddum búnaði í stjórnstöðinni.

Fyrirkomulag staðarins tryggir að æfa má alla atburðarrásina, allt frá því að slys á sér stað við flutninginn og fram til móttöku og meðhöndlun á sjúkrahúsi. Í einu nærliggjandi herbergi stendur lítill bíll. Þarna er björgunarlið einmitt að veita barnadúkku neyðarhjálp en hún varð fyrir bílnum. Skjávarpar sjá til að götumyndin verði sem raunverulegust á veggjunum. Með sama hætti má varpa viðeigandi sýndarveruleika á veggina við aðrar æfingar. Herbergið er einnig búið trúverðugri lykt og hljóðum. Í öðrum herbergjum þar sem flutningurinn er æfður er að finna auk þyrlunnar fullbúinn sjúkrabíl.

Tvö meðferðarrými aftast í stofnuninni eru búin léttum veggjum svo innrétta megi stofuna í mismunandi sjúkrahúsrými, t.d. skurðstofu, bráðamóttöku eða fæðingarstofu. Í þessari æfingu er herbergið búið sem bráðamóttaka. Þarna liggur „Mr. Wilson“, Bandaríkjamaður í stuttri heimsókn í München. „Mr. Wilson, how are you?“ spyr einn björgunarmanna. „I feel fine.“ Já, dúkkan getur meira að segja talað! Samkvæmt áætlun Bert Urbams þjálfara hefur Mr. Wilson verið ekið inn á lítið sjúkrahús með minniháttar hjartsláttartruflanir.

Skyndilega versnar ástand Mr. Wilsons verulega og hann missir meðvitund. Súrefnisslöngu er strax komið fyrir í hálsi hans og starfsfólkið rannsakar hann hátt og lágt. M.a. eru viðbrögð augans við ljósgeisla könnuð og starfsfólkið getur seinna staðfest þá sjúkdómsgreiningu að Mr. Wilson þjáist af gáttaflökti og sé í bráðri lífshættu.

Læknirinn gleymir að hugsa upphátt

Á sama tíma hefur sjúklingnum í þyrlunni einnig versnað. Þyrlulæknirinn fylgist gaumgæfilega með ástandi hans á mælum sem hann einn getur séð í þessu þrönga rými. Blóðþrýstingur Dreverts fellur, hjarta hans slær hraðar og súrefnismettun í blóði hans fellur einnig. Annar helmingur brjóstkassa hans þenst lítillega út þegar hann dregur andann.

Nú skiptir sköpum að greina orsökina sem skjótast. Greinilegt er að aðstæður stressa lækni og aðstoðarmann. Til þess að leysa vandann ættu þau stöðugt að lýsa aðstæðum hvort fyrir öðru. En þessu gleymir læknirinn. „Þetta gæti verið gat á lunga,“ muldrar hún án þess að orðaskil greinist. Þannig verður greining hennar endaslepp, þrátt fyrir að síðar komi í ljós að hún hafi verið fyllilega rétt. Það verður til þess að félagarnir í þyrlunni ræða aldrei hvort sjúklingurinn sé kannski með brotið rifbein sem hefur síðan gatað annað lungað.

Engu að síður tekst þeim, m.a. með sprautugjöf, rétt svo að bjarga Drevert frá bráðum bana. Dúkkan lifir þó fyrst og fremst af vegna forritunar úr stjórnstöð. „Við erum hreint ekki að reyna að klekkja á fólki. Við erum að leita lausnanna en ekki að draga fram mistök,“ útskýrir Benedikt Sandmeyer.
Það er einmitt leitun eftir mannlegum mistökum sem er kjarninn í þessu starfi við HSC. Á síðustu árum hafa læknar nefnilega einblínt meira á „mistakamenninguna“ í heilbrigðiskerfinu og markmiðið er að auka öryggi sjúklinga umtalsvert.

Í Þýskalandi einu saman er áætlað að um 17.000 manns látist ár hvert vegna rangrar meðhöndlunar á sjúkrahúsum og það er engin ástæða til að ætla að þessu sé öðruvísi farið í öðrum löndum. „Mannlegi þátturinn“ er talinn mikilsverður þáttur í 80% tilvika þar sem óhöpp eiga sér stað við meðferð. Þyrlu- og sjúkrabílalæknar sem og starfsfólk á bráðamóttöku sjúkrahúsa er oft undir miklu álagi við mat á aðstæðum. Því er ekki að undra að mistök eigi sér stað, einkum þegar upplýsingaflæði er takmarkað. Þetta er nokkuð sem starfsfólkið þarf að vera meðvitað um – og ræða opinskátt.

Mikilvægar upplýsingar fara forgörðum

Þegar læknar og yfirvöld þurfa að greina mistök hjá starfsfólki er oftast einblínt á „hver“ í staðinn fyrir „hvers vegna”. En sjaldnast er uppbyggjandi að leita orsakanna hjá einstökum manneskjum. Mesta hættan á mistökum liggur í samskiptum milli þeirra – t.d. við vaktaskipti á gjörgæslu eða þegar ólík sjúkrahústeymi þurfa að vinna saman. Þá geta mikilvægar upplýsingar farið forgörðum ef samskiptin milli viðkomandi eru ófullnægjandi.

Það er einmitt á þessu sviði sem sérfræðingarnir frá München vilja betrumbætur. Þetta snýst ekki svo mikið um þjálfun einstakra manneskja heldur fremur um samvinnu innan teymis. „Einstaklingsbundin þjálfun fyrir teymi“ eins og forstöðumaður INM stofnunarinnar – Christian Lackner segir. Sérhvert orð, hreyfing og ákvörðun – hvaðeina sem þátttakendur gera eða segja – er tekið upp á myndband svo allir þátttakendur geti saman lagt mat á æfinguna að henni lokinni.

„Hvað gekk vel?“ spyr einn þjálfara dagsins, Peter Lackermeyer. En þátttakendurnir tveir í þyrluæfingunni eru miður sín og rekja þess í stað þau mistök sem hvort þeirra um sig að hafa gert. Lackermeyer snýr sér því beint að kjarna málsins og hvernig megi gera betur: læknirinn tjáði ekki nægilega skýrt ástand Joseph Dreverts til aðstoðarmannsins og orðaði ekki grunsemdir sínar um mögulegt gat á lunga. Hefði hún gert það gætu þau strax saman hafist handa við skilvirkari úrræði.

Og þetta er það sem skiptir megin máli. Æfingarnar með dúkkunum eru ekki fallnar til þess að gera þetta vel menntaða björgunar- og sjúkrahússtarfslið faglega betra. Miklu fremur er stefnt að því að bæta svonefnd „non-technical skills“ – einkum hæfni þeirra í samskiptum. Jafnvel reyndasta starfslið hugsar ekki ævinlega um, að það sem það segir og vill, er í mörgum tilvikum metið öðruvísi af samstarfsfólki. Einkum þegar álagið er mikið og hnitmiðuð orðaskipti geta skipt sköpum.

Ennfremur þarf að greina skýrt og skorinort frá öllum ákvörðunum og jafnframt tryggja að allir sem eiga hlut að máli hafi skilið þær. Taka ber í reikninginn bæði eigin þreytu og annarra, álag og aðra þætti sem geta takmarkað skilvirkni.

Þegar þátttakendurnir 30 yfirgefa þjálfunarstöðina í lok dagsins eru þeir sammála um að hafa öðlast mikilvæga reynslu. Flestir vonast til að þetta hafi ekki verið síðasta heimsókn þeirra í miðstöðina þar sem allt getur farið úrskeiðis.

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

6 atriði sem þú ættir að vita um skeggskottu: Gráðugur ættingi silfurskottunnar gæti brátt hertekið heimili þitt

Tækni

Lúxus eftir dómsdag: Lítum á skýli milljarðamæringanna

Menning og saga

Indiana Jones raunveruleikans leitaði að sáttmálsörkinni

Náttúran

Átvögl sjávarins geta kælt loftslagið

Lifandi Saga

Í bók frá miðöldum leyndist óþekkt portrett af Michelangelo

Tækni

Edison gegn Tesla: Meistarar rafmagnsins hötuðust

Maðurinn

7 magnaðar staðreyndir um augu þín

Tækni

Minnislisti nördanna: Búnaður

Tækni

Nú fá róbótar siðferðilegan áttavita

Heilsa

Ný tækni vekur latar sáðfrumur

Jörðin

Glóandi sprengingar skapa hljóðhöggbylgjur

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is