Því ekki sólarorkuver í Sahara?

Er ekki hægt að nýta sólskinið og landrýmið í Sahara-eyðimörkinni til að byggja risastór sólarorkuver sem gætu framleitt mikið af mengunarlausri orku?

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Vissulega væri afar heppilegt að koma sólarorkuverum fyrir í eyðimörkum. Með því að þekja aðeins 4% af öllum eyðimerkursvæðum heims með sólföngurum mætti fræðilega séð fullnægja allri orkuþörf heimsins. Það er fyrst og fremst kostnaðurinn sem veldur því að enn skuli ekki risin stór sólarorkuver t.d. í Sahara-eyðimörkinni. Slík orkuver eru mjög dýr og að auki þarf að leiða orkuna langa leið til notenda. Það er afar kostnaðarsamt að leggja jarðkapla eða háspennulínur. Pólitískur óstöðugleiki í Afríku á einnig sinn þátt í þessu, en tæpast leikur nokkur vafi á að þar verði einhvern tíma reist stór sólarorkuver.

Alþjóða orkumálastofnunin, IEA, hefur skipað starfshóp til að rannsaka möguleika þess að reisa orkuver í Sahara. Fyrsta tilraunin til að reka stórt orkuver á eyðimerkursvæði er reyndar þegar í gangi. Í Nevada-eyðimörkinni í Bandaríkjunum var 64 megawatta sólarorkuver tekið í notkun í júní 2007. Í Sameinuðu arabísku furstadæmunum á að reisa orkuver til að framleiða rafmagn fyrir 10.000 heimili.

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is