Þvottavél sem þarf aðeins bolla af vatni

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Tækni

Ekki er víst að öllu lengur þurfi mikið af vatni og rafmagni til að þvo þvott.

 

Vísindamenn við Leeds-háskóla hafa nefnilega smíðað þvottvélina Xerox sem ekki notar nema einn bolla af vatni ásamt þvottaefni í hvern þvott.

 

Leyndardómurinn er fólginn í 20 kg af plastflögum sem settar eru í vélina áður en hún er sett í gang. Plastefnið er sérstakt og drekkur í sig þau óhreinindi sem blanda vatns og sápu leysir úr fötunum. Vísindamönnunum hefur tekist að fjarlægja hvers kyns venjuleg óhreinindi, svo sem t.d. kaffi og varalit. Það er svo líka stór kostur að vegna þess hve vatnið er lítið, mega fötin heita þurr þegar þau koma úr vélinni. Orkunotkunin er heldur ekki nema 2% af því sem venjuleg þvottavél þarf á að halda.

 

Nú vinna vísindamennirnir að því að bæta endingu plastflaganna. Þær duga nú í um 100 þvotta eða hálfs árs venjulega notkun, en síðan tekur að draga úr hæfni þeirra. Auk endingartímans beina menn einnig sjónum að umhverfisvænna efni en plasti. Þvottavélar svelgja nú um 13% af vatnsnoktun í venjulegu heimilishaldi.

 
 

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is