Ráðgátan um bláu Majamálninguna leyst

Vísindamenn hafa fundið uppskriftina að þessum leyndardómsfulla lit

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Fornleifafræði

Fornleifafræðingum hefur lengi verið það mikil ráðgáta hvernig Majar framleiddu þá bláu málningu sem er svo einkennandi fyrir menningu þeirra.

 

Nú hefur hópur vísindamanna undir forystu Deans E. Arnold við Field-safnið í Bandaríkjunum uppgötvað aðferðina.

 

Majablátt, eins og þetta litarefni kallast, þolir sýrur, veðrun, öldrun og jafnvel hreinsiefni nútímans.

 

Af þessum sökum er litarefnið talið einhver merkasta uppfinning í listasögu menningarsamfélaganna um miðbik Ameríku. Lengi hafa vísindamennirnir vitað að litarefnið, sem uppgötvaðist 1931, er gert með myndun sérstæðra efnasambanda við samsetningu indígóblás þéttnis úr jurtum og leirefnisins palýgorskíts. Nú sýna nýjar rannsóknir aðferðina.

 

Efnasambandið myndast þegar indígóblöð og palýgorskít eru brædd saman með kópalreykelsi, en það er gert úr eins konar viðarkvoðu sem Majar notuðu bæði til lækninga og við trúarathafnir.

 

Þetta sérkennilega, bláa litarefni var notað við fórnir fyrir regnguðinn Chaak, en þeim guði voru bæði færðar mannfórnir og ýmsir munir. Þessi guð gegndi stóru hlutverki í lífi Maja á norðanverðum Yucatan-skaga, þar sem yfirleitt rignir ekki mikið á vorin.

 

Með þessari nýju þekkingu hafa vísindamennirnir einnig öðlast vitneskju um ástæðu þess að svo mikið er af litarefninu í fórnarbrunni í hinni helgu borg Maja, Chichen Itsá. Liturinn hefur skolast af þeim fórnargjöfum sem kastað var niður í brunninn.

 
 

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is