Bílstjórar sem annað slagið vilja finna hárið flaxa fyrir vindinum, geta nú skipt út varadekkinu og sett í staðinn rafknúið reiðhjól sem unnt er að fella saman og tekur þá ekki meira pláss en varadekk. Hér er engin keðja en hjólið hleður sig upp með rafmagni frá bílnum þegar það er á sínum stað í skottinu. Þessi vistvæna hugmynd kemur frá Volkswagen, ekki fylgir sögunni hvað menn eiga að gera þegar springur á bílnum og ekkert varadekk er með í för.