Rafhjól sem skilar manni hratt og vistvænt um stórborgina. Þetta er hugsunin bak við YikeBike frá Nýja-Sjálandi. Hjólið er knúið af litlum rafmótor og á 15 sekúndum má fella það saman og setja í tösku. Það vegur aðeins 10 kg og því auðvelt að taka það með sér inn á vinnustaðinn og þá þarf ekki að óttast hjólaþjófa.