Reykfíknin er innan við eyrun

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínúta

Læknisfræði

 

Stórreykingamenn sem fengið hafa blóðtappa á ákveðnu svæði í heila, virðast eiga mun auðveldara með að hætta en aðrir.

 

Þetta sýna nú niðurstöður nýrrar rannsóknar læknisins Nasirs H. Naqvi, við Iowa og Suður-Kaliforníuháskóla í Bandaríkjunum.

 

Hugmyndin kviknaði vegna þess að 28 ára gamall sjúklingur, sem hafði verið stórreykingamaður frá 14 ára aldri allt fram til þess dags þegar hann fékk blóðtappa í heila, hafði ekki minnstu löngun til að reykja þegar hann komst til meðvitundar. Það var síður en svo meðvituð ákvörðun hans að hætta , en nú fann hann beinlínis til ógeðs þegar hann fann reykingalykt.

 

Yfirleitt getur löngun í nikótín hins vegar komið upp í mörg ár eftir að fólk hættir að reykja.

 

Þessi uppgötvun varð til þess að Naqvi og samstarfsfólk hans hóf reglubundna rannsókn á sjúkraskrám reykingafólks sem hafði orðið fyrir heilaskaða. Af 32 slíkum sjúklingum reyndust 16 hafa hætt að reykja strax eftir heilasköddunina.

 

Heilaskannanir bentu á ákveðin heilasvæði sem nefnast “insula” eða “eyja” og að sköddun þessara heilastöðva virtist gera fólki 100-falt léttara að reykja. Þetta opnar möguleika á nýjum aðferðum til að hætta að reykja, t.d. með því að örva þessar heilastöðvar með rafmagni.

 
 

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is