Á heimssýningunni í París árið 1900 voru kynntar til sögunnar tvær merkilegar nýjungar á sviði umferðartækni. Önnur var neðanjarðarlestin „Metro“, sem flutti farþega hratt og örugglega milli borgarhluta. Hitt var langt færiband sem flutti sýningargesti um hin stóru sýningarsvæði, alls um 3 km leið og fór á 8 km hraða.