Salamöndrugen gætu skaffað okkur útlimi

Hæfni salamöndrunnar til að endurmynda útlimi er í genunum sem hafa öll verið kortlögð.

BIRT: 26/10/2023

LESTÍMI:

< 1 mínúta

Mexíkóska salamandran býr yfir alveg einstæðum hæfileikum.

 

Frá sjónarhóli líffræðinnar lifir hún á lirfustigi alla ævi og verður því eiginlega aldrei „fullorðin“. En hún hefur líka ótrúlega hæfni til að endurskapa útlimi sína ef þeir skaddast.

 

Tilraunir sýna að hún getur líka endurmyndað heilavef og önnur líffæri, auk þess sem líffæraígræðslu milli einstaklinga fylgja engin vandkvæði.

 

Vantar gen

Vísindamenn hafa í áratugi reynt að komast að því hvernig þetta getur gerst og nú hefur þeim orðið nokkuð ágengt.

Hópur vísindamanna hjá Líffræðistofnun Vínarborgar í Austurríki hefur loksins kortlagt erfðamengi salamöndrunnar í heild.

 

Þetta var risavaxið verkefni því í erfðamenginu eru 32 milljarðar basapara og það er tífalt á við erfðamengi mannsins.

 

Komið hefur í ljós að margvísleg gen eru eins og í öðrum froskdýrum. Þessi gen eiga vafalaust þátt í hæfninni til að endurmynda útlimi.

 

Heilinn gerir við sig sjálfur

Í salamöndruna vantar hins vegar genið PAX3 sem gegnir hlutverki varðandi þróun tauga og vöðvavefja. Annað gen, PAX7, hefur tekið við þessu hlutverki.

 

Takist mönnum að finna nákvæmlega ástæðurnar fyrir sérstakri hæfni salamandranna, kynni að verða unnt að líkja eftir þeim og menn vonast þá til að m.a. yrði unnt að endurmynda heilavef í mönnum og auðvelda líffæraígræðslur.

BIRT: 26/10/2023

HÖFUNDUR: Ritstjórn

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © Getty,, © Giphy

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is