Maðurinn

Fjórir hafa fengið Covid-19 tvisvar: Þess vegna smitar kórónuveiran aftur

Fjórir hafa fengið Covid-19 tvisvar: Þess vegna smitar kórónuveiran aftur Fyrstu staðfestu tilvikin um endursmit eru komin fram. En vísindamenn segja enga ástæðu til örvæntingar.

BIRT: 07/09/2020

Lestími: 3 mínútur.

Einn í BNA, einn í Hong Kong, einn í Belgíu og einn í Hollandi. Fjórir sjúklingar hafa smitast aftur af Covid-19 svo staðfest sé.

Í öllum þessum tilvikum hefur veiran verið raðgreind og þannig staðfest að seinna afbrigðið sé örlítið frábrugðið hinu fyrra og því örugglega um sama smit að ræða.

Þar með laskast vonin um ónæmi lítils háttar – en það eru ekki endilega jafn slæmar fréttir og maður gæti haldið.

Þrír endursmitaðir voru einkennalausir

Í þremur af þessum fjórum tilvikum fékk sjúklingurinn alls engin einkenni í seinna skiptið. Sé það reglan fremur en undantekningin, merkir það að ónæmiskerfið bregst við veirunni í seinna skiptið.

Sumir farsóttarsérfræðingar lýstu því yfir að þetta væru góðar fréttir þegar í ljós kom að sjúklingurinn í Hong Kong var einkennalaus.

Fyrsti sjúklingurinn sem fékk staðfest annað smit var í Hong Kong.

En fjórði sjúklingurinn – 25 ára bandaríkjamaður – fékk verri einkenni í seinna skiptið. Sé það reglan, hefur ónæmið ákveðnar takmarkanir.

Vísindamenn sjá tvennt fyrir sér

Ónæmisviðbrögðin eru misjöfn og einstaklingsbundin. Á grundvelli þeirra tilvika sem komin eru fram, sjá vísindamenn fyrir sér tvær sviðsmyndir varðandi þá sjúklinga sem hafa fengið Covid-19:

1. Líkaminn myndar ónæmi

Eftir að hafa smitast af veirunni SARS-Cov-2 mynda sumir sjúklingar mikið af mótefnum. Að auki myndar líkaminn nýjar ónæmisfrumur, t.d. T-frumur sem hjálpa til við að vinna bug á Covid-19. Ónæmið útilokar ekki alveg þá áhættu að smitast aftur en vegna mótefnanna og nýrra T-frumna verða einkennin í annað skiptið yfirleitt væg.

2. Líkaminn myndar ekki ónæmi

Þar eð líkaminn hefur ekki myndað mikið af mótefnum – vegna þess að líkaminn hefur sigrast á sýkingunni án mótefna – eða vegna þess að veiran stökkbreytist hratt, verður líkaminn ekki ónæmur fyrir veirunni. Í versta falli gæti þá annað smit valdið verri sjúkdómseinkennum, eins og t.d. gildir um beinbrunasótt.

Þeir farsóttarsérfræðingar sem hafa rannsakað endursmituðu sjúklingana, telja líklegast að það gerist aðeins örsjaldan að fólk smitist öðru sinni. Til dæmis var ónæmiskerfi hollenska sjúklingsins veikburða.

Bóluefni munu samt hafa áhrif

Möguleikinn á endursmitun skiptir miklu varðandi hvort þau 140 bóluefni sem nú eru í þróun, geti skapað hjarðónæmi en virkni þeirra er þó ekki í neinni stórhættu vegna þessara fjögurra tilvika.

Yfirleitt skapa bóluefni nefnilega miklu traustari ónæmisviðbrögð en sjúkdómurinn gerir sjálfur.

Til viðbótar mun þurfa að endurbæta góð bóluefni jafnharðan og veiran stökkbreytist. Sumir sérfræðingar telja að þau bóluefni sem nú er unnið að muni í mesta lagi virka í fimm ár.

Þannig virkar hjarðónæmi

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

6 atriði sem þú ættir að vita um skeggskottu: Gráðugur ættingi silfurskottunnar gæti brátt hertekið heimili þitt

Tækni

Lúxus eftir dómsdag: Lítum á skýli milljarðamæringanna

Menning og saga

Indiana Jones raunveruleikans leitaði að sáttmálsörkinni

Náttúran

Átvögl sjávarins geta kælt loftslagið

Lifandi Saga

Í bók frá miðöldum leyndist óþekkt portrett af Michelangelo

Tækni

Edison gegn Tesla: Meistarar rafmagnsins hötuðust

Maðurinn

7 magnaðar staðreyndir um augu þín

Tækni

Minnislisti nördanna: Búnaður

Tækni

Nú fá róbótar siðferðilegan áttavita

Heilsa

Ný tækni vekur latar sáðfrumur

Jörðin

Glóandi sprengingar skapa hljóðhöggbylgjur

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is