Menning og saga

Sérkennilegasta bók heims

BIRT: 04/11/2014

Í Yale-háskóla í Bandaríkjunum er að finna eitthvert merkasta safn gamalla og fáséðra bóka og handrita sem til er í heiminum. Þar á meðal er hið dularfulla Voynich-handrit sem hefur áunnið sér heitið „sérkennilegasta bók heims“.

 

Enginn hefur náð að ráða í textann, þótt dulmálssérfræðingar, tölvusérfræðingar og málvísindamenn hafi unnið að því áratugum saman. Þetta mikla handrit er 240 síður og sjá má ummerki þess að síðurnar kunni upphaflega að hafa verið fleiri.

 

Síðurnar eru þéttskrifaðar og rittáknin alls meira en 170.000 talsins. Að auki er mikið af teikningum og skýringarmyndum. Ekkert hefur þó gengið að ráða þessa gátu. Rittáknin líkjast engu þekktu stafrófi og tungumálið er alveg jafn óþekkt.

 

Fyrst varð kunnugt um handritið þegar pólsk-bandaríski bóksalinn Wilfrid Voynich keypti það á Ítalíu 1912. Þá var ógerlegt að kveða upp úr um aldur þess, en síðari tíma rannsóknir benda til að það sé frá 15. eða 16. öld. Kolefnisgreining frá 2009 bendir fremur til 15. aldar.

 

Ekki hefur reynst gerlegt að rekja sögu handritsins í neinum smáatriðum, en þó er vitað um tilvist þess í Prag í byrjun 17. aldar og síðan hefur það alloft gengið kaupum og sölum. Alllengi eftir að Voynich uppgötvaði handritið, eignuðu margir það fransiskumunknum Roger Bacon sem uppi var á 13. öld. Hann hafði mikinn áhuga á dulkóðun og var um margt á undan samtímanum. Annar maður hefur oft verið nefndur til sögunnar, Edward Kelley, breskur dulspekingur á 16. öld. En æviskeið hvorugs passar við aldursgreininguna – 15. öld.

 

Stóri leyndardómurinn er auðvitað sú spurning hver hafi verið tilgangur þessarar bókar.

 

Við fyrstu sýn minnir hún á kennslubók, eða jafnvel alfræðirit, en þar eð engum hefur tekist að ráða í letrið, er tilgangurinn enn alveg óviss.

 

Fjölmörgum tilgátum um bókina má aðallega skipta í tvennt. Sumir telja þetta hreint bull eða jafnvel einhvers konar svindl. Aðrir eru þeirrar skoðunar að bókin hafi í fullri alvöru verið skrifuð í einhverjum tilgangi. Ef til vill er hér að finna áður óþekkta vitneskju og þeir eru til sem álíta að hinn óþekkti höfundur hljóti að hafa öðlast þessa vitneskju við guðlega opinberun eða gegnum samband við geimverur. Handritið virðist annað hvort skrifað á mjög þróuðu dulmáli eða alveg óþekktu tungumáli.

 

Á síðustu árum hefur verið reynt að ráða í letrið með tölvuforritum en niðurstöðurnar hafa reynst mjög misvísandi. Sumir vísindamenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að tíðni rittákna og orða sýni greinilega að ekki geti verið um neitt tungumál að ræða og röð rittáknanna sé fullkomlega tilviljunarkennd. Aðrir sérfræðingar túlka sömu tölvuniðurstöður þannig að þær sýni að hér hljóti að vera um tungumál að ræða – en það sé ritað eftir allt öðrum aðferðum en þeir dulmálskóðar sem menn þekkja nú. En kannski verður einfaldlega aldrei unnt að lesa Voynich-handritið.

 
 

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

Af hverju veldur ofnæmi kláða?

Náttúran

Milljarðar grameðlna hafa lifað á jörðinni

Heilsa

Vísindamenn finna sjálfsmorðshnapp krabbans

Alheimurinn

Ný gerð geimhylkis snýr lendingu alveg á haus

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is