Sjávarormur kastar ljóssprengjum

Bandarískir líffræðingar uppgötva þróaða varnartækni.

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Bandarískir vísindamenn hafa uppgötvað áður óþekktar ormategundir í hafdjúpunum. Þessir ormar kasta hluta líkamans sem sprengju í átt að rándýrum. Hinir einstæðu swima-ormar fundust á meira 1.900 metra dýpi, en þar ríkir algert myrkur. Hinar örsmáu sprengjur sem ormurinn kastar, gefa skyndilega frá sér grænt ljós þegar þeim er sleppt. Vísindamennirnir álíta þetta þróað gabb og rándýrinu ætlað að elta þennan lausa líkamshluta, á svipaðan hátt og sandeðlur eiga til að fórna halanum til að gabba óvininn.

 

Karen J. Osborne hjá Scripps-hafrannsóknastofnuninni í Kaliforníu í BNA, sem stjórnaði rannsókninni, segir ormana hafa fundist fyrir tilverknað ómannaðra, fjarstýrðra kafbáta. Alls hafa vísindamennirnir fundið og fangað 7 óþekktar tegundir út af ströndum Kaliforníu, Oregon, Mexíkó og Filippseyja og 5 þessara tegunda hafa sést kasta „ljóssprengjum“. Ormarnir eru flestir 3-5 sm langir, en sumir hafa mælst allt að 10 sm. Formið er sérstakt að því leiti að eins konar „burstahár“ ganga út frá hliðunum, en þess hár nýta ormarnir til að synda og komast því hratt yfir. Hinar sjálflýsandi „sprengjur“ eru 1-4 mm í þvermál og ormurinn þeytir þeim frá sér, oft fleiri en einni í senn, þegar hann verður fyrir truflun. Ljósið sem þær gefa frá sér kemur frá bakteríum sem lifa samlífi við orminn.

 

Erfðafræðilega eru swima-ormarnir skyldastir ormum sem hafast við á hafsbotni og nánari rannsóknir á þeim benda til að „sprengjurnar“ hafi þróast út frá tálknum sem auðveldlega falli af. Vísindamennirnir segja þessa sérkennilegu varnaraðferð bera því vitni hve mikið við eigum enn ólært um djúpsjávardýr og að reikna megi með mörgum merkum uppgötvunum í kjölfar frekari rannsókna.

 
 

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is