Nú kemur flottasta strákaleikfang allra tíma frá bandaríska fyrirtækinu WaterCar. Í Python sjóbílnum virðist hafa verið blandað saman Dodge-pallbíl og Corvette-sportbíl með öflugri hraðbátsvél á afturendanum.
Corvette-vélin kemur bílnum á 100 km hraða á 4,5 sekúndum og á sjó skilur hann flesta hraðbáta eftir í kjölfari sínu. Ofan á allt saman kostar hann svo „ekki nema“ um 180 þúsund dollara í Bandaríkjunum.