Alheimurinn

Sjónauki notaður í leit að hinni dularfullu orku

5.000 smátæki beina athyglinni að 30 milljón stjörnuþokum til að rannsaka áhrif hinnar myrku orku alheimsins.

BIRT: 01/12/2023

45 ára gamall stjörnusjónauki í Arizona í BNA er með það það hlutverk að leysa eina dularfyllstu ráðgátu alheimsins en verkefnið hófst árið 2019. Við sjónaukann bættust 5.000 smátæki, sem hvert um sig er á stærð við blýant.

 

Tækin eru forrituð til að beina hvert sínum ljósleiðarastreng að jafnmörgum, fjarlægum stjörnuþokum og safna litasýnum frá þeim. Ljósið verður sent áfram í litrófsgreininn DESI, sem ákvarðar bylgjulendir ljóssins.

 

Breytingar á bylgjulengdum sýna hversu hratt stjörnuþokurnar fjarlægjast okkur og á grundvelli þeirra upplýsinga geta stjörnufræðingarnir reiknað út hversu hratt alheimurinn þenst út.

Það hefur lengi verið ljóst að ekki aðeins þenst alheimurinn út, heldur þenst hann út á vaxandi hraða. Þetta þýðir að til hlýtur að vera óþekkt afl, sem vinnur gegn þyngdaraflinu og hefur betur þegar fjarlægðin er nógu mikil.

 

Þetta afl hefur verið nefnt myrk orka vegna þess að um hana er í raun ekkert vitað. Útreikningar sýna þó að hún sé allt að 70% af öllu efni og orku alheimsins samanlagt.

 

Þar eð sjónaukinn er fær um að fylgjast með ljósinu frá 5.000 fjarlægum stjörnuþokum í einu, verður unnt að mæla hraðann á alls um 30 milljón stjörnuþokum á næstu fimm árum.

 

Sjónaukinn verður fær um að greina ljós frá stjörnuþokum í allt að 11 milljarða ljósára fjarlægð.

 

DESI-verkefnið hófst vorið 2019 og með því er ætlunin að skapa nákvæmasta kort sem gert hefur verið af alheiminum hingað til.

HÖFUNDUR: Ritstjórn

© VOLKER SPRINGEL, MAX PLANCK INSTITUTE FOR ASTROPHYSICS, ET AL

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

Maðurinn

Hve mikið gagnamagn rúmast í heilanum?

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Maðurinn

Fimm ráð vísindamanna til að lífið verði hamingjuríkara

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

Maðurinn

Með skönnun má spá fyrir um þunglyndi

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Maðurinn

Þráhyggja tekur heilann í gíslingu

Alheimurinn

Stjörnufræðingar leita langt eftir svörum: Er líf í alheiminum?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is