Skjálftamælingar afhjúpa púls jarðar

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Jörðin er með hjartslátt sem með 15 milljón ára millibili sendir afar öfluga kvikustrauma upp undir háhitasvæði í jarðskorpunni. Þetta sýnir ný umdeild jarðfræðirannsókn frá Noregi.

 

Rolf Mjelde við háskólann í Björgvin og Jan Inge Faleide við Oslóarháskóla hafa nýtt skjálftamælingar til að meta þykkt hafsbotnsins milli Íslands og Grænlands.

 

Ísland liggur á Mið-Atlantshafshryggnum, sem er eldvirkt sprungusvæði (Reykjaneshryggurinn).

 

Þarna vellur kvika upp úr iðrum jarðar og þrýstir hafsbotnsplötunum beggja vegna í sundur í takt við að þær storkna og mynda nýjan hafsbotn. Þvert í gegnum Ísland liggur háhitasvæði þar sem straumur óhemju heitrar kviku þrýstir sér í gegnum umliggjandi kápu.

 

Rannsóknir Norðmannanna sýna að kvikustreymið undir Íslandi er óvenju öflugt með 14 milljóna ára millibili. Á þeim tímaskeiðum myndast óvenju þykkur nýr hafsbotn og því má greina til skiptist svæði með þykkum og þunnum hafsbotni á vegalengdinni milli Íslands og Grænlands.

 

Uppgötvunin er einkar áhugaverð því bandarískir jarðfræðingar hafa sýnt fram á samsvarandi fyrirbæri við annað háhitasvæði, Hawaii í Kyrrahafinu, þar sem þykknun hafsbotnsins á sér stað á sama tíma og við Ísland. Þetta bendir til eins konar samhæfðs hjartsláttar sem virkar á gjörvalla jörðina.

 

Rolf Mjelde telur nefnilega að Ísland og Hawaii liggi of langt í burtu hvort frá öðru til að rekja megi orsakir púlsins í fljótandi kápunni, heldur hljóti hún að myndast inni við kjarna jarðar.

 

Hafi norskir og bandarískir jarðfræðingar rétt fyrir sér getur uppgötvun þeirra umbylt þekkingu okkar á innviðum jarðar. Engin hefðbundin líkön sem gera grein fyrir eðlisþáttum í iðrum hennar geta útskýrt þennan hæga hjartslátt.

 

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is