Skógar kannski rauðir á öðrum plánetum

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Stjörnufræði

Hinir grænu skógar jarðar gætu verið einsdæmi í alheiminum. Þetta sýnir nýtt rannsóknarverkefni á vegum Goddard-geimrannsóknastöðvarinnar sem rekin er af NASA. Á grundvelli rannsókna á plöntum og bakteríum hér á jörð hafa líffræðingar, efnafræðingar og stjörnufræðingar sett saman reiknilíkön til að sýna plöntulíf á framandi reikistjörnum. Það er ljós sólarinnar og samsetning gufuhvolfsins sem ákvarðar “lit lífsins” á jörðinni, þar sem plönturnar nýta sér hina bláu og rauðu hluta sólarljóssins til ljóstillífunar en endurspegla græna litnum frá sér. Á reikistjörnu við annars konar sól og með annars konar gufuhvolf, eru á hinn bóginn miklar líkur til að plöntur líti allt öðruvísi út.

Með þessu reiknilíkani hafa vísindamennirnir hugsað sér að reikna út hvernig plöntur gætu verið á litinn á einhverri tiltekinni reikistjörnu í öðru sólkerfi. Að því loknu mætti stilla sjónaukana sérstaklega til að svipast um eftir þessum litbrigðum og þannig fengjust bestu möguleikar til að greina hvort líf væri að finna á reikistjörnunni eða ekki.

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is