Skógarhögg sést úr geimnum

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Loftslag

Það er stundað miklu meira skógarhögg á Amasónsvæðinu en nokkur maður hafði ímyndað sér. Þetta sýna upplýsingar frá gervihnöttum, sem vísindamenn við Carnegie-stofnunina og Stanford-háskóla í Bandaríkjunum hafa rannsakað. Ný tækni sem sendir vísindamönnum svo nákvæmar gervihnattamyndir að þar má greina einstök tré hefur leitt í ljós að ólögmætt niðurhögg einstakra trjáa hér og hvar – sérvalinna trjá eins og þetta er kallað – er miklu meira og eykur mun meira á gróðurhúsaáhrif en hingað til hefur verið talið. Þessi duldi skógarhöggsiðnaður leiðir um 100 milljónir tonna af kolefni út í andrúmsloftið árlega sem þýðir að losun kolefnis vegna skógarhöggs á svæðinu er 25% meiri en talið hefur verið.

 

Þegar stakt tré er fellt, dregur það með sér nágrannatré í fallinu eða eyðileggur þau og þetta á líka sinn þátt í þessari miklu losun. Í regnskóginum tengja vafningsjurtir trén sterklega saman og vísindamennirnir álíta að um 30 tré eyðileggist þegar eitt “sérvalið” tré er fellt.

 

 
 

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is