Tækni

Skólastofa framtíðarinnar

Nýr tæknibúnaður á eftir að valda byltingu í kennslu barna og unglinga. Sá tími er nánast liðinn þegar kennarar töluðu og nemendur sátu og hlustuðu. Þessi nýi útbúnaður sér til þess að virkja allan bekkinn og breyta börnunum í sína eigin leiðbeinendur, með þeim afleiðingum að þau verða langtum sneggri að læra en áður.

BIRT: 04/11/2014

Myndir af vélmennum að kenna börnum í Suður-Kóreu fóru eins og eldur um sinu um allan heim fyrir skemmstu. Enn sem komið er eru vélkennararnir aðeins færir um að leggja fyrir einfaldar æfingar, og eru í raun enn á tilraunastigi, en þeir eru engu að síður til marks um þær tækninýjungar sem búast má við að eigi eftir að einkenna skólastofur víðs vegar um heim á komandi árum.

 

Sérfræðingar á sviði kennslufræði við Menntatæknideildina í Vestur-Virginíu Technologies (CET), þar sem tilraunamiðstöðin „Kennslustofa framtíðarinnar“ er til húsa, eru þeirrar skoðunar að löngu sé orðið tímabært að hleypa tækninni alla leið inn í kennslustofurnar.

 


Þeir halda því fram að kennsluaðferðir hafi nánast ekkert breyst í nokkur hundruð ár, þó svo að aðrir þættir samfélagsins hafi tekið örum breytingum. Kennarinn sé enn að tala uppi við töfluna og nemendur sitji við borðin sín og hlusti, auk þess að glósa.

 

„Eftir ríflega tuttugu ára undirbúning er raunveruleikinn á góðri leið með að fara fram úr umræðunni um hvaða gagn sé fólgið í nýja tæknibúnaðinum,“ segir varaframkvæmdastjóri CET, dr. Laurie Ruberg. Með þessum nýja raunveruleika er átt við svokallaða virkjandi kennslu, þar sem nemendur svo að segja kenna hver öðrum og nota kennarann sem aðstoðarmann.

 

Aðferðin kallast jafningjakennsla og kennarar þurfa í rauninni alls engan búnað til þess að hrinda henni í framkvæmd.

 

Kennarinn getur t.d. beðið nemendur um að vinna að tiltekinni tilraun í eðlisfræðitíma ellegar beðið þá um að ræða saman um hvaða álit þau hafi á viðfangsefni dagsins í samfélagsfræði. Þegar svo nemendurnir hafa gert tilraunir og rökrætt, og þar með upplýst hver annan, lýkur kennarinn starfinu með útskýringum í grófum dráttum.

 

Heill urmull af tækniverkfærum gagnast til að virkja nemendur í að læra sjálfir. Börnin líkja eftir aðstæðum í tölvuleikjum, safna vitneskju sinni saman í svokölluðum wiki-greinum (sbr. Wikipedia), velja bestu skólaverkefni dagsins, með svipuðum aðferðum og tíðkast í „Viltu vinna milljón“, og gera ótalmargt annað.

 

Nemendunum finnst þetta allt ofur eðlilegt. Þau börn sem hefja skólagöngu sína á þessum árum eru nefnilega vön því að nota tölvur, snjallsíma og alfræðibúnaðinn Wikipedia á netinu. Þetta er stafræna kynslóðin með stafrænu skólatöskurnar.

 

Óhætt að teikna á borðin í tíma.

 

„Microsoft Surface“ og „SNJALL-borð“ eru dæmi um framtíðartöflu og skólaborð á einu bretti. Skólaborðið felur í sér tölvu, þar sem borðplatan er einn stór snertiskjár. Þarna fá nemendur verkefni dagsins, sækja heimaverkefnin, teikna myndir, reikna stærðfræðidæmi eða glósa, auk þess sem þeir geta spilað fræðandi spil við bekkjarfélagana.

 

Láréttir skjáirnir búa yfir öllum þeim eiginleikum sem gera töflur og pappír að óþörfum hlutum í kennslustofunni. Skjáirnir gera einnig kleift að læra með því að spila eða leika við aðra nemendur við sama borð, í því sem kallað hefur verið jafningjakennsla. Eitt þeirra forrita sem þróuð hafa verið fyrir Surface er svonefnt námsspil, þar sem nemendur eiga að vinna saman að því að flokka orð, reikna stærðfræðidæmi og bera kennsl á myndir.

 

Svarið spurningum með því að smella á þær

 

Eitt af því sem nýtur síaukinna vinsælda í skólastofum er hinn svokallaði smellir. Með smellinum gefst nemendunum kostur á að velja svar við spurningum og að því loknu er gert ráð fyrir að þeir færi rök fyrir því við sessunautinn hvers vegna þeir völdu tiltekið svar. Aðferðin kallast jafningakennsla og er talin vera mjög árangursrík. Rannsóknir hafa leitt í ljós að notkun smella þrefaldar líkurnar á að nemendur skilji kennsluefnið.

 

Safnaðu kunnáttunni í eigin alfræðiorðabók á netinu

 

Flestallir þekkja stóra alfræðiverkið Wikipedia á netinu, sem notendur sjálfir hafa útbúið.

 

Greinarnar, sem á ensku eru kallaðar „wiki“, eru afar hentugar til nota í kennslustund. Yfir veturinn eru nemendahópar látnir skiptast á að útbúa upplýsingar um hin ýmsu viðfangsefni, sem þeir síðan halda utan um í eigin þekkingargagnasafni. Þessar wiki-greinar geta þeir svo notað til að leita í á fljótlegan hátt og eru snöggir að finna það sem þá vantar.

 

Þekking fæst úr tölvuleikjum

 

Tölvur hafa verið notaðar í kennslu um árabil. Nú er hins vegar farið að nota flókna hlutverkaleiki í kennslu og þeir reynast afar gagnlegir, séu þeir rétt úr garði gerðir. Vitað er að fólk lærir mjög mikið af því að líkja eftir.

 

Í framhaldsskólum og grunnskólum eru tölvuleikir skemmtileg, hentug og áhrifarík aðferð til að viðhalda áhuga nemenda. Ástæðan er ekki hvað síst sú að þeir hafa vanist tækninni í gegnum not þeirra af farsímum og lófatölvum auk þess sem þeir tengja hana við eitthvað skemmtilegt. Fyrirtæki eins og Serious Games leggja áherslu á þróun kennsluleikja.

 

 

Fyrirtækið hefur meðal annars þróað leikjaröðina „Playing History“ (Söguspil), þar sem nemendur geta til dæmis lært um þrælahald eða Svarta dauða með því að leika hlutverk söguþekktra manna og kvenna í tölvuleikjum.

 

Serious Games spáir því að tölvuleikir verði orðinn stór þáttur í allri kennslu eftir áratug og þeir benda sérstaklega á þá möguleika sem hægt er að nýta í netleikjum í því skyni að fylgjast grannt með námi hvers og eins.

 

„Nemendur geta lesið tíu síður í bók án þess að skilja nokkurn skapaðan hlut, en þeir komast ekki frá fyrsta borði upp á fimmta borð án þess að hafa skilið hvað um er að vera,“ segir Mikkel Overby, sölustjóri hjá Serious Games.

 

Sleppum bókinni – notum iPad

 

Í kennslustofum framtíðarinnar verða ekki töskur og bækur á rúi og stúi. Þess í stað verður þar að finna litlar „lófatölvur“, í líkingu við iPad frá Apple, eða þá nýju snjallsímana.

 

 

Hægt er að lesa af lófatölvunum og skrifa í þá glósur og svo eru einnig fáanleg ýmiss konar kennsluforrit í t.d. iPad.

 

Læknanemar geta sem dæmi fengið skýringarmyndir í líffærafræði, grunnskólanemar geta gert stærðfræðina lifandi og skemmtilega með reikningsdæmaleikjum og fyrir tungumálakennslu fást ýmis æfingaforrit sem þjálfa notkun tungumála. Þess má geta að Bandaríkjamenn hafa gert tilraunir með notkun á iPhone í grunnskólum, framhaldsskólum og háskólum.

 

Nemendur í Blaðamannaháskólanum í Missouri fá allar upplýsingar og allt kennsluefnið sent á iPhone eða iPod með notkun forritsins Apples iTunes University og áður en langt um líður mun þeim einnig gert kleift að skoða upptökur af öllum eldri fyrirlestrum á sama hátt.

 

Aðstoðarskólameistarinn Brian Books segir að það sé vitað mál að háskólastúdentar læri þrefalt meira af fyrirlestri þegar þeir sjá hann í annað sinn.

 

Vélmenni taka þátt í kennslunni

 

Ríkisstjórn Suður-Kóreu hefur nýverið samþykkt að gera tilraunir með vélmenni sem leiðbeinendur í tilteknum grunnskólum. „Jenibo“, sem minnir einna helst á hund, aðstoðar nemendur með leikfimisæfingarnar.

 

Hinn vinsæli „IrobiQ“, sem er í rauninni í mannsmynd, fylgist með mætingu nemenda og spyr þá út í líðanina. Ef einhver nemandi er leiður, lætur vélmennið kennarann vita.

 

Stjórnvöld í Suður-Kóreu hafa varið upphæð sem svarar til eins milljarðs íslenskra króna í að dreifa vélmennaforritinu RLearning í 500 fyrstu bekki í grunnskóla og árið 2013 er gert ráð fyrir að forritið verði notað í 8.000 fyrstu bekkjum og leikskólum.

 

Ef tilraunin ber árangur er ætlunin að nota RLearning forrit í öllum grunnskólum í Suður-Kóreu. Í annarri tilraun þar í landi er notað vélmenni í enskukennslu, sem endurtekur orð og setningar sem nemendurnir segja og metur hvort þeir hafi borið þau fram á réttan hátt.

 

Þá má einnig geta þess að bandaríska fyrirtækið AnthroTronix hefur þróað vélmennið „Cosmobot“, sem notað er í endurhæfingu heilaskaddaðra barna og sem enn fremur má nota í fyrstu bekkjum grunnskóla

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

NÝJASTA NÝTT

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

Heilsa

Líkamleg snerting er mikilvæg milli föðurs og ungabarns

Maðurinn

Vísindamenn vara við langvarandi notkun á snuði

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

Náttúran

Af hverju eru lauf trjáa með mismunandi lögun?

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

Heilsa

Líkamleg snerting er mikilvæg milli föðurs og ungabarns

Maðurinn

Vísindamenn vara við langvarandi notkun á snuði

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

Náttúran

Af hverju eru lauf trjáa með mismunandi lögun?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Alheimurinn

Tvíburi Vetrarbrautarinnar finnst í útjaðri alheimsins

Alheimurinn

Tvíburi Vetrarbrautarinnar finnst í útjaðri alheimsins

Lifandi Saga

Hvers vegna klæddust fangar röndóttum búningum í gamla daga?

Lifandi Saga

Hvers vegna klæddust fangar röndóttum búningum í gamla daga?

Lifandi Saga

Af hverju er rússneskur bær í Noregi?

Jörðin

Leiða loftslagsbreytingar til fleiri jarðskjálfta?

Maðurinn

Heilsa okkar ræðst af blóðinu

Náttúran

Topp 5: Hvaða dýr stunda lengsta mökun?

Vinsælast

1

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

2

Maðurinn

Vísindamenn vara við langvarandi notkun á snuði

3

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

4

Heilsa

Líkamleg snerting er mikilvæg milli föðurs og ungabarns

5

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

6

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

1

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

2

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

3

Heilsa

Líkamleg snerting er mikilvæg milli föðurs og ungabarns

4

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

5

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Lifandi Saga

BNA á barmi borgarastyrjaldar: Nasista-prestur vildi bylta lýðræðinu

Lifandi Saga

Bretar knúðu fram frjálsa verslun með fallbyssum

Lifandi Saga

Nasistaveiðar meðal óvina 

Lifandi Saga

Nasistar leituðu arísks menningarheims í Tíbet

Læknisfræði

Hversu gamalt er Viagra?

Maðurinn

Ný rannsókn: Áhrif framhjálds á konur koma á óvart

Maðurinn

Hve lengi hefur krabbamein hrjáð mannkynið?

Maðurinn

Við getum lifað án heilastofns

Náttúran

Vísindamenn kortleggja nú heimshöfin

Heilsa

41 næringarríkustu fæðutegundir jarðar

Menning og saga

Leynirými í 4.400 ára gömlum egypskum pýramída

Heilsa

Vísindamenn hafa fundið mikilvægan eiginleika sem er sameiginlegur öllum sem náð hafa 100 ára aldri.

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Krabbinn er sannkallaður brautryðjandi þegar kemur að því að leggja undir sig ný landsvæði.

Náttúran

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is