Lifandi Saga

Skrímslið í Loch Ness neitar að deyja.

Stór háfur, styrja eða forn risaeðla? Ótal vitni segjast hafa séð skrímslið sem leynist í skoska vatninu Loch Ness. En í hvert sinn sem vísindamenn dúkka upp hverfur sæskrímslið niður í vatnið.

BIRT: 11/07/2023

Þegar ekið er meðfram vatninu Loch Ness í skosku hálöndunum á einum af fágætum sólskinsdögum þar er erfitt að ímynda sér að þetta kyrra vatn sem fjöllin og gul blómin spegla sig í, eigi jafnframt að geyma forynju.

 

En þegar öllu algengari regnský hrannast upp milli grösugra grænna bakka og fjalla sem umkringja vatnið og vatnið virðist vera myrkt og kalt, getur maður vel velt því fyrir sér hvaða leyndarmál kunni að leynast í djúpi þess.

 

Sögusagnir herma að það hafi ævinlega búið skrímsli í þessu mikla vatni. Miðað við alla minjagripina sem hægt er að kaupa í kringum vatnið þá er Nessie, eins og skrímslið nefnist, einhvers konar blendingur dreka og risaeðlu.

 

Allir þeir fjölmörgu ferðamenn – sem skilja eftir tæpa fimm milljarða króna í hagkerfi svæðisins – koma fyrst og fremst vegna þessa víðfræga vatnaskrímslis en í sjálfu sér er náttúran þar nægilega glæsileg og heimsóknarinnar virði – jafnvel án goðsögulegra skepna.

Fra árinu 1968 hefur fyrirtækið Royal Scot siglt með ferðamenn um Loch Ness í leit að skrímslinu - án árangurs.

Þetta stóra skoska vatn er um 37 kílómetra langt og liggur í gegnum fagran grænan dal sem kom í ljós eftir að ísöld lauk. Þrátt fyrir alla þessa mörgu ferðamenn er vatnið ennþá umkringt bæði eyðilegum svæðum og ósnortinni náttúru.

 

En standi maður aleinn þarna við vatnið og lítur yfir kyrrlátt svæðið og veit að botn vatnsins liggur 200 metra undir gruggugu yfirborðinu, þá getur vel verið hugsanlegt að þetta djúpa vatn geymi ennþá leyndarmál.

Frægasta myndin af Loch Ness skrímslinu er frá árinu 1934. Síðan hafa ferðamenn streymt á staðinn til að reyna að berja það augum.

Nessie er yngri en 100 ára

Sögusagnir um skrímsli í Loch Ness komu fyrst fram fyrir tæpri öld. Árið 1933 prentaði dagblaðið Inverness Courier sem kemur út í opinberri höfuðborg hálandanna, Inverness, rétt norðan við vatnið, lesendabréf frá manni sem hét George Spicer. Í bréfinu lýsti Spicer því hvernig hann og kona hans hefðu séð „það næsta sem má kenna við dreka eða eitthvað forsögulegt dýr sem ég hef aldrei á ævi minni séð“.

 

Spicer greindi frá því hvernig dýrið sem hann hafði séð í Loch Ness hafi verið um átta metra langt og án sýnilegra útlima en með afar langan háls.

 

Spicer til mikillar furðu hafði kynjavera þessi yfirgefið vatnið og farið fyrir veginn fyrir framan hann með fisk eða einhverja aðra bráð í kjaftinum.

 

Dagblaðið færði engar sannanir fram fyrir þessu stefnumóti Spicer við hina dularfullu skepnu en ekki leið á löngu þar til ótal bréf tóku að berast til dagblaðsins.

 

Skotarnir í Inverness ræddu nú bæði um mögulegan risafisk, dreka eða sæslöngu, þar til þeir sammæltust um að nefna veruna Loch Ness-skrímslið.

„Komdu ekki lengra. Snertu ekki manninn og láttu þig hverfa nú þegar.“
Munkurinn Kólumkilli sendi árið 565 að sögn skrímslið á flótta.

Sama ár dúkkaði upp fyrsta myndin af skepnunni sem varð til að ferðamenn þustu til Inverness.

 

Myndin var nú ekki mjög skýr og var tekin af manni sem hét Hugh Grey. En ári síðar kom fram líklega ein þekktasta mynd af meintu skrímsli þar sem má greina eitthvað sem líkist löngum hálsi sem stendur upp úr vatninu.

 

Myndin fékk gælunafnið „surgeons photograph“ eða mynd skurðlæknisins, því að sögn var hún tekin af kvensjúkdómalækni frá London sem hét Robert Kenneth Wilson.

 

Wilson vildi þó vera nafnlaus en gælunafnið festist við myndina, enda þótti það auka trúverðugleika hennar að læknir hafi náð að festa Loch Ness-skrímslið á mynd.

 

Nú hófst eins konar Loch Ness-æði fyrir alvöru og einn Skoti þar um slóðir sem hét MacKenzie, gat nú allt í einu greint frá því að hann hefði þegar árið 1871 eða 1872 – hann var ekki alveg viss – séð eitthvað sem líktist trjáboli eða hálfsokknum bát en liðaðist þó um í vatninu og fór hægt yfir áður en það hvarf í dúpið á miklum hraða.

 

Ekki leið á löngu þar til fram komu mörg hundruð frásagnir um þetta skoska skrímsli.

 

Sú elsta er upprunnin frá árinu 565 e.Kr. og lagði grunninn að þeirri hugmynd að skrímslið hafi ævinlega verið hluti af sögu vatnsins, þrátt fyrir að allar þessar gömlu frásagnir hafi fyrst komið fram í dagsins ljós eftir að mikill áhugi manna vaknaði eftir 1933.

Munkur varaði við „skrímsli“

Í bókinni The Life of St. Columba sem var skrifuð seint á sjöundu öld lýsti ábótinn Adomnán af Iona atburði sem að sagður var hafa átt sér stað um 100 árum áður: Þá gekk írski munkurinn Columba eða Kólumkilli, fram á nokkra Skota sem voru að jarða mann við fljótið Ness.

 

Þeir greindu frá því að maðurinn hefði verið að synda þvert yfir fljótið þegar að ráðist var á hann, hann bitinn og dreginn undir vatnið af einhverju skrímsli.

 

Kólumkilli skipaði þeim strax að fylgja sér út að fljótinu og þegar skrímslið dúkkaði upp á ný gerði Kólumkilli krossmark yfir því og skipaði víst:

 

„Komdu ekki lengra. Snertu ekki manninn og láttu þig hverfa nú þegar.“

 

Forynjan stoppaði undir eins, „eins og hún hafi verið dregin afturábak með reipi og flúði síðan“, má lesa í þessari 1.400 ára gömlu sögu.

 

Fólk sem trúir á tilvist Loch Ness-skrímslisins vísar til slíkra sögusagna varðandi fljótið Ness – en það rennur frá vatninu í gegnum Inverness til hafs norðan við vatnið – sem sönnun þess að um aldaraðir hafi lifað þar skrímsli í eða í kringum vatnið.

 

Efasemdamenn benda hins vegar á að sagan um fljótaskrímsli sem einn maður heldur í skefjum, sé algengt þema í hetjusögum frá þessum tíma – svonefndum dýrlingasögum.

Munkurinn Kólumkilli er sagður hafa séð Loch Ness skrímslið á 5. öld

Frá árinu 1933 hafa fjölmargir greint frá því að hafa séð Loch Ness-skrímslið og vongóðir ljósmyndarar hafa tekið ótal myndir og jafnvel kvikmyndir af þessu fræga kynjadýri.

 

Allar þessar myndatökur eiga þó sameiginlegt að viðfangsefnið er jafnan afar óskýrt og þannig ákaflega opið fyrir margvíslegum túlkunum – ef ekki er bara beinlínis um að ræða falsanir.

 

Sem dæmi ferðaðist veiðimaðurinn Marmaduke Wertherell til vatnsins á fjórða áratugnum til að veiða þessa frægu skepnu og fann – að eigin sögn – greinileg spor eftir Nessie.

 

Hann lét gera nokkrar afsteypur af fótsporunum en þegar Wetherell fékk niðurstöður greininganna reyndust þetta vera spor flóðhests – einhver gárunginn hafði notað fót flóðhests til að marka sporin en slíkir fætur voru vinsælir regnhlífastandar á þessum tíma.

 

 

40 árum síðar, árið 1972, fundu fræðimenn stórt hræ af dularfullu dýri sem vóg um eitt og hálft tonn. Hræið var illa rotið og hafði samkvæmt dramatískum lýsingum mannanna „bjarnarhöfuð á brúnum skrokki með hreistri og uggum en á endum þeirra voru klær“.

 

Dýrið reyndist þó vera dauður fílaselur sem einhver starfsmaður í dýragarði hafði rakað veiðihárin af og átt frekar við til þess að atast í samstarfsmönnum sínum.

Dularfullar verur sjást um heim allan

Rannsóknir á goðsögulegum verum og þjóðsagnaskrímslum sem eiga ennþá að vera meðal okkar nefnist duldýrafræði (e. cryptozoology). Áhangendur slíkra fræða telja sig hafa fundið sannanir fyrir mörgum dularfullum verum um heim allan.

Sasquatch er einnig þekktur undir gælunafninu Stórifótur. Þessi stóra skepna sem líkist mannapa á að hafa sést á afskekktum stöðum í norðurhluta BNA og Kanada.

Jersey-djöfullinn líkist kengúru eða hundi með vængi. Nafnið er leitt af djöfullegu útliti skrímslisins og þeirri hugmynd að það er sagt halda til á eyðieyjunni Pine Barrens í New Jersey, BNA.

Chupacapra, þýðir „geitasuga“ á spænsku. Nafnið stafar af því að kvikindið ræðst að sögn á geitur og önnur húsdýr og drekkur blóð þeirra. Sagt er að sést hafi einnig til þessarar skepnu í Mið-Ameríku.

Bodmin-óvætturinn og Exmure-óargadýrið eru nöfnin á nokkrum stórum köttum sem hafa sést á Englandi og eru taldir drepa húsdýr. Upp úr 1970 var reynt að leggja þessa urðarketti að velli.

Jetinn er svar Tíbets við Big Foot. Þessi loðna skepna heldur til í hæstu og eyðilegustu svæðum Himalayafjalla. Nafnið er komið úr tíbetsku, yeh-teh sem þýðir dýr sem líkist mönnum.

Ahool má best lýsa sem vængjaðri skepnu sem líkist risastórri leðurblöku. Fyrst sást til hennar árið 1925 en síðan hefur þessi furðuskepna einnig látið á sér kræla í Indónesíu, Víetnam og á Filippseyjum.

The Hogsbury Rivermonster er svar Ástrala við Loch Ness-skrímslinu. Sagnir um þessa skepnu ná allt að 4.000 ár aftur í tímann en fyrstu hvítu mennirnir sögðust hafa séð skrímslið á 19. öld.

Mokele-mbembe þýðir „sá sem stöðvar fljótið“ sem segir kannski nokkuð um stærð skrímslisins. Þessi skelfilega fjórfætta skepna er talin, rétt eins og Nessie, vera risaeðla sem hefur lifað af í óratíma og heldur til við Kongófljótið.

Dularfullar verur sjást um heim allan

Rannsóknir á goðsögulegum verum og þjóðsagnaskrímslum sem eiga ennþá að vera meðal okkar nefnist duldýrafræði (e. cryptozoology). Áhangendur slíkra fræða telja sig hafa fundið sannanir fyrir mörgum dularfullum verum um heim allan.

Sasquatch er einnig þekktur undir gælunafninu Stórifótur. Þessi stóra skepna sem líkist mannapa á að hafa sést á afskekktum stöðum í norðurhluta BNA og Kanada.

Jersey-djöfullinn líkist kengúru eða hundi með vængi. Nafnið er leitt af djöfullegu útliti skrímslisins og þeirri hugmynd að það er sagt halda til á eyðieyjunni Pine Barrens í New Jersey, BNA.

Chupacapra, þýðir „geitasuga“ á spænsku. Nafnið stafar af því að kvikindið ræðst að sögn á geitur og önnur húsdýr og drekkur blóð þeirra. Sagt er að sést hafi einnig til þessarar skepnu í Mið-Ameríku.

Bodmin-óvætturinn og Exmure-óargadýrið eru nöfnin á nokkrum stórum köttum sem hafa sést á Englandi og eru taldir drepa húsdýr. Upp úr 1970 var reynt að leggja þessa urðarketti að velli.

Jetinn er svar Tíbets við Big Foot. Þessi loðna skepna heldur til í hæstu og eyðilegustu svæðum Himalayafjalla. Nafnið er komið úr tíbetsku, yeh-teh sem þýðir dýr sem líkist mönnum.

Ahool má best lýsa sem vængjaðri skepnu sem líkist risastórri leðurblöku. Fyrst sást til hennar árið 1925 en síðan hefur þessi furðuskepna einnig látið á sér kræla í Indónesíu, Víetnam og á Filippseyjum.

The Hawkesbury Rivermonster er svar Ástrala við Loch Ness-skrímslinu. Sagnir um þessa skepnu ná allt að 4.000 ár aftur í tímann en fyrstu hvítu mennirnir sögðust hafa séð skrímslið á 19. öld.

Mokele-mbembe þýðir „sá sem stöðvar fljótið“ sem segir kannski nokkuð um stærð skrímslisins. Þessi skelfilega fjórfætta skepna er talin, rétt eins og Nessie, vera risaeðla sem hefur lifað af í óratíma og heldur til við Kongófljótið.

Apple Maps fangaði skrímslið

Meðan slík bellibrögð geta í besta falli verið kostulegt svindl, þá hafa ljósmyndarar einnig tekið myndir sem erfiðara er að túlka – t.d. myndir undir yfirborðinu sem geta verið líkar stórum ugga eða höfði.

 

Myndir af hnúðum og öðrum fyrirbærum sem erfitt er að bera kennsl á en standa upp úr vatninu hafa einnig komið fram og líkjast mögulega einhverju risastóru dýri en eru líklega fremur bylgjur í kjölfari skips en Apple Maps lét taka loftmyndir af vatninu árið 2014.

 

Þar á bæ þurrka menn út sjálf skipin þannig að kjölfar þeirra verður eitt eftir.

 

Einn skipstjórinn sem siglir með ferðamenn í leitinni að Nessie, George Edwards, náði loks árið 2011 mynd af þremur hnúðum, eftir að hann hafði að eigin sögn leitað uppi skrímslið í 60 tíma á viku í heil 26 ár.

 

Edwards hefur síðan leitað eftir Nessie með bergmálssjá og staðhæfir að hann hafi fundið gljúfur á botni Loch Ness þar sem vatnið er dýpra en áður var talið.

 

Gljúfrið gæti þannig útskýrt hvar Loch Ness-skrímslið leynist og hvers vegna er svo örðugt að finna það.

Gæði Nessie myndanna eru gríðarmisjöfn. Sumar myndirnar eru svo lélegar að þær eru nánast fyndnar.

Þessum skoska skipstjóra hefur þó ekki tekist að sannfæra aðra um tilvist þessa gljúfurs.

 

Í áranna rás hafa vongóðir lukkuriddarar, rétt eins og George Edwards, framkvæmt margar meira eða minna skipulagðar tilraunir til að finna Nessie með því að taka myndir af botni vatnsins og leita eftir sprungum, hellum og djúpum gljúfrum sem kunna að geta útskýrt hvers vegna svo torvelt reynist að finna kvikindið.

 

Fyrsta leitin hófst þegar árið 1934 og sú síðasta svo seint sem árið 2018.

 

Í síðastnefndu leitinni tók alþjóðlegt teymi líffræðinga sýni úr vatninu til að leita eftir erfðaefni þessa kynjadýrs.

 

DNA-greining getur afhjúpað leifar eftir eðlu og gætu verið frá Loch Ness-skrímslinu. Þannig mætti leysa eitt helsta vandamálið í leitinni að þessu kynjadýri.

 

Eitt vandamál varðandi köfun og töku mynda í vatninu er nefnilega það að vatnið inniheldur mikið magn af alls kyns ögnum, mó og torfi, þannig að stundum má vart sjá nema fáeina sentimetra fram fyrir sig.

Í nágrannabænum Inverness er ýmislegt gert til að þéna smá skilding á Loch Ness-skrímslinu.

Og Robert Riners sem hefur rannsakað vatnið með bergmálssjám og myndavélum og stórum ljóskösturum árin 1972, 1975, 2001 og 2008 hefur bæði fundið eitthvað sem gæti verið hali eða háls og einnig tók hann myndir árið 1972 af einhverju sem hann telur vera tígullaga bægsli. Eins má geta þess að árið 1975 syntu tvö óþekkt fyrirbæri í ógagnsæju vatninu.

 

Gagnrýnendur hafa þó hafnað þessum myndum sem einhverjum haldbærum sönnunargögnum, enda gæti einfaldlega verið um að ræða steina eða ugga af fiskum og þessi syndandi fyrirbæri gætu allt eins hafa verið otrar.

 

Eftir öll þessi vandræði við að finna naglfastar sannanir fyrir tilvist dýrsins kom Riners fram með þá tilgátu árið 2008 að dýrið væri nú útdautt.

Er Nessie hákarl eða forsöguleg eðla?

Í áranna rás hafa margar getgátur verið uppi um hvaða dýr Loch Ness-skrímslið gæti verið. Tvær algengustu eru risahákarl eða afkomandi risaeðlu.

Risahákarl getur orðið meira en 500 ára gamall

Grænlandshákarlinn getur þrifist í ferskvatni og ein tillagan er að hugsanlega sé Loch Ness-skrímslið hákarl. Tegundin getur orðið meira en 500 ára og það skýrir, að sögn sumra, hvers vegna fólk hefur séð skrímslið í yfir 100 ár.

Sjávareðla huganlega átt afkomendur

Plesiosaur var uppi á krítartímabilinu fyrir 66 milljónum ára. Sumir telja að Loch Ness-skrímslið geti verið afkomandi risaeðlunnar sem varð allt að 15 m. löng. Sjávareðlan var rándýr sem lifði fyrst og fremst á fiski og kolkröbbum.

Er Nessie hákarl eða forsöguleg eðla?

Í áranna rás hafa margar getgátur verið uppi um hvaða dýr Loch Ness-skrímslið gæti verið. Tvær algengustu eru risahákarl eða afkomandi risaeðlu.

Risahákarl getur orðið meira en 500 ára gamall

Grænlandshákarlinn getur þrifist í ferskvatni og ein tillagan er að hugsanlega sé Loch Ness-skrímslið hákarl. Tegundin getur orðið meira en 500 ára og það skýrir, að sögn sumra, hvers vegna fólk hefur séð skrímslið í yfir 100 ár.

Sjávareðla huganlega átt afkomendur

Plesiosaur var uppi á krítartímabilinu fyrir 66 milljónum ára. Sumir telja að Loch Ness-skrímslið geti verið afkomandi risaeðlunnar sem varð allt að 15 m. löng. Sjávareðlan var rándýr sem lifði fyrst og fremst á fiski og kolkröbbum.

Sónar var von vísindamanna

Árið 1987 rannsakaði annar leiðangur, Operation Deepscan, vatnið með 24 bátum búnum bergmálstækjum og fann samkvæmt þeim sjálfum stórt fyrirbæri á 180 metra dýpi.

 

Einn sérfræðingur sem hafði gefið búnað til leiðangursins ályktaði sem svo að eitthvað óþekkt sem væri stærra en fiskur, lifði í vatninu en gat ekki komið með nánari skýringar.

 

Tilraunir þessar héldu áfram árið 2003 með 600 nýjum bergmálstækjum tengdum gervihnöttum en ekkert áhugavert kom í ljós.

 

Ein seiglífasta tilgátan er sú að Loch Ness-skrímslið sé plesiosaurus – risastór eðla með langan háls sem dó út undir lok Krítartímans fyrir 66 milljón árum.

Ferðaþjónusta á Inverness-svæðinu tók vaxtakipp eftir að sögusagnir um skrímsli í vatninu. Árið 1980 var Loch Ness sýningarsetur opnað í bænum.

Þetta vita sagnfræðingar með vissu

Engin risaeðla lifir í Loch Ness

 • Selir heimsækja stundum vatnið og geta útskýrt sögusagnir um skrímslið.

 

 • Lögun vatnsins leiðir af sér einstakar öldur sem að er auðvelt að rangtúlka.

 

 • Loch Ness er næst dýpsta vatn Skotlands og er dýpi þess mest 226,96 m.

 

 • Vatnið frýs aldrei og hitastig þess helst nokkuð stöðugt.

 

 • Níu þekktar fiskategundir lifa í vatninu.

 

 • Í Loch Ness er að finna manngerða eyju og er hún talin vera frá járnöld.

Vandamál þessarar tilgátu varðar jarðsögu Loch Ness. Vatnið er tiltölulega ungt og myndaðist vegna jökulfargs undir lok síðustu ísaldar fyrir um 10.000 árum eða svo, þannig að risaeðla þessi hefði þurft að lifa af á öðrum stað í milljónir ára til að komast á endanum í Loch Ness, þegar gríðarleg íshellan sem hafði hulið dalinn hvarf.

 

Vísindamenn hafa tekið sýni úr vatninu og geta því kortlagt sögu vatnsins í miklum smáatriðum – t.d. hafa þeir fundið geislavirkt lag frá því að Tjernobyl-slysið átti sér stað – og engin merki eru um að saltvatn hafi nokkru sinni þrengt sér inn í Loch Ness.

 

Það hlýtur að teljast afskaplega óljóst hvernig syndandi risaeðla gæti hafa náð þangað. Auk þess voru dýr af ættkvíslinni plesiosaurus með kalt blóð þannig að vatnið sem er jafnan einungis 5,5 gráðu heitt, myndi vera allt of kalt fyrir dýrið.

 

Aðrar útskýringar hafa verið t.d. risastórir karpar sem eiga heima í Skotlandi en hafa sést í mörgum breskum farvötnum. Fiskarnir geta orðið allt að tveggja metra langir. Styrja hefur einnig verið nefnd sem möguleg skýring.

Þetta vita vísindamenn þó ekki

Smelltu á mynd til að sjá hana stærri með lýsingu

En kannski þarf skýringin á atferli skrímslisins hreint ekki að varða stór dýr sem ólíklega kunna að leynast um aldaraðir.

 

Fyrirbærin á mörgum þessum óskýru myndum geta einfaldlega verið mun minni dýr eins og geddur eða t.d. trjábolir og annar rekaviður. Á mörgum þessum myndum sem sýna öldur eða kjölfar báta, má skýra með einstökum yfirborðsaðstæðum í þessu langa vatni.

 

Svo þar sem aldrei hafa fundist efnislegar sannanir eða skýrar myndir af Nessie og eins þar sem viðamiklar rannsóknir með bergmálstækjum gáfu engar haldbærar niðurstöður, er líklegasta skýringin sú á sögusögnum um Nessie, að hér sé á ferðinni samspil milli tilhneigingar mannsins að ýkja stórkostlega reynslu sína, auk þess að gabba samferðamenn.

 

Ekkert bendir til að það lifi eitt eða fleiri risadýr í þessu skoska vatni.

Lestu meira um Loch Ness-skrímslið


Malcolm Robinson: The Monsters of Loch Ness (History and and the Mystery), Lulu, 2016

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Hans Lauring , Bue Kindtler-Nielsen

© Shutterstock,© J. R. Skelton,© Granger/Imageselect,© Ad Meskens,© Immanuel Giel,

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Lifandi Saga

Af hverju er rússneskur bær í Noregi?

Jörðin

Leiða loftslagsbreytingar til fleiri jarðskjálfta?

Maðurinn

Heilsa okkar ræðst af blóðinu

NÝJASTA NÝTT

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

Náttúran

Af hverju eru lauf trjáa með mismunandi lögun?

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

Náttúran

Af hverju eru lauf trjáa með mismunandi lögun?

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Lifandi Saga

Sósíaldarwinistarnir lýstu yfir stríði gegn fátækum

Lifandi Saga

Sósíaldarwinistarnir lýstu yfir stríði gegn fátækum

Lifandi Saga

BNA á barmi borgarastyrjaldar: Nasista-prestur vildi bylta lýðræðinu

Lifandi Saga

BNA á barmi borgarastyrjaldar: Nasista-prestur vildi bylta lýðræðinu

Lifandi Saga

Bretar knúðu fram frjálsa verslun með fallbyssum

Lifandi Saga

Nasistaveiðar meðal óvina 

Lifandi Saga

Nasistar leituðu arísks menningarheims í Tíbet

Glæpir

Newton upprætti peningafölsun í Englandi

Vinsælast

1

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

2

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

3

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

4

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

5

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

6

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

1

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

2

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

3

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

4

Náttúran

Af hverju eru lauf trjáa með mismunandi lögun?

5

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Lifandi Saga

Hvers vegna hættu karlar að ganga með hatt?

Lifandi Saga

Versti óvinur skógareldanna

Lifandi Saga

Í fallhlíf til helvítis: Slökkviliðsmenn stukku beint niður í eldhafið

Maðurinn

Göngutúr heldur heilanum heilbrigðum

Menning og saga

Leynirými í 4.400 ára gömlum egypskum pýramída

Heilsa

Vísindamenn hafa fundið mikilvægan eiginleika sem er sameiginlegur öllum sem náð hafa 100 ára aldri.

Lifandi Saga

Belgía biður Kongó afsökunar – með tönn

Lifandi Saga

Af hvaða kynstofni var Kleópatra?

Lifandi Saga

Kitty var Kim Kardashian 18. aldar

Heilsa

Bakteríurnar þrífast vel í handklæðinu þínu

Lifandi Saga

Voru víkingarnir húðflúraðir?

Menning

Þess vegna verða konur þreyttar á (sumum) körlum

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Sérsveitarhermaðurinn Ehud Barak barðist með hnífum, hríðskotaskammbyssu og í kvenklæðum gegn fjandmönnum Ísraela um áratugaskeið en þrátt fyrir þessa fortíð reyndi hann að skapa varanlegan frið við Palestínumenn þegar hann varð forsætisráðherra.

Lifandi Saga

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is