Lifandi Saga

Skyggnst inn í líf námsmannanna í Oxford

Í augum flestra er háskólabærinn tákn um bóklega menntun og lifnaðarhætti góðborgaranna. Þess má þó geta að friður og spekt hafa ekki ávallt verið ríkjandi í Oxford.

BIRT: 28/06/2023

 

Námsmenn íklæddir skikkjum og ferhyrndum höttum skunda milli virðulegra kalksteinsbygginga.

 

Á ,,pöbbunum“ rökræða gestir um listir, bókmenntir og vísindi við borð sem bera þess merki að þar hefur öl löngum verið kneyfað.

 

Oxford einkennist af menntun, hefðum og áhyggjulausu stúdentalífi.

 

Borgin, sem er að finna í héraðinu Oxfordskíri í u.þ.b. 80 km fjarlægð frá London, hefur síðustu þúsund árin myndað rammann um hið fágaða andans líf, drykkjusiði menntamanna og svaðaleg hópslagsmál.

 

Ef marka má þjóðsagnir lagði Alfreð mikli grunninn að háskólanum árið 872. Sagt er að konungurinn hafi mætt nokkrum munkum á ferð sinni yfir vað eitt í ánni Thames, þar sem bændur voru vanir að fara yfir ána með uxa sína.

 

Munkarnir og Alfreð ræddu um menntamál dögum saman og í kjölfarið öðlaðist bærinn stöðu sem miðstöð menningar í landinu, ef marka má þjóðsögurnar.

 

Frásögnin er að öllum líkindum ekki sönn en þó er víst að háskólinn sem getið er um í heimildum allt frá árinu 1096, er einn þeirra elstu í Evrópu.

 

Skemmt vín leiddi af sér hópslagsmál

Námsmenn byrjuðu þó fyrst fyrir alvöru að streyma til menntasetursins þegar Henrik 2. bannaði ungum enskum karlmönnum að stunda nám í Frakklandi árið 1167 sem á þeim tíma var miðstöð menningar í Evrópu og erkióvinur Englands.

 

Næstu aldirnar skaut upp kollinum hver kalksteinsbyggingin á fætur annarri á grænum ökrunum í Oxfordskíri en kalksteinninn fékkst úr Headington-grjótnámunni þar í grenndinni.

 

Miðaldakirkjan ríkti yfir menntamálum og fyrir vikið fengu einungis kristnir ungir menn að nema í Oxford. Háskólakennararnir voru jafnframt tengdir kirkjunni sem bannaði þeim að ganga í hjónaband og var banni þessu ekki aflétt fyrr en árið 1871.

 

Í byrjun 17. aldar var Oxford aðeins smábær.

Námsmennirnir og kennararnir hegðuðu sér þó engan veginn sérlega kristilega. Ólæti og deilur við heimamenn voru daglegt brauð.

 

Rósturnar komust í hámæli hinn 10. febrúar 1355 þegar tveir námsmenn lömdu kráareiganda í höfuðið með vínbikar, öskuillir yfir að hafa fengið skemmt vín, að þeirra sögn.

 

Heimamenn og námsmenn tók þátt í slagsmálunum sem stóðu yfir í tvo daga og kostuðu 63 námsmenn og 30 heimamenn lífið.

 

Stjórn háskólans fékk sig að lokum fullsadda á róstunum og árið 1410 voru allir námsmenn skikkaðir til að búa á stúdentagörðum til að forðast að þeir „svæfu á daginn og eyddu nóttunum á krám og vændishúsum“.

 

Blómi heimsveldisins samankominn í Oxford

Háskólinn og stúdentagarðarnir urðu einkar eftirsóttir á 19. öld. Breska heimsveldið teygði sig yfir allan hnöttinn og ríkið hafði þörf fyrir vel menntaða stjórnendur.

 

Mjög margir námsmenn úr röðum yfirstéttar og frá efri lögum miðstéttarinnar sóttu um skólavist frá miðri 19. öld.

 

Mikil aðsókn námsmanna og þróunin á sviði náttúruvísinda gerðu það að verkum að fyrirlestrasalir, námsmannafélög og krár borgarinnar fylltust af forvitnum og fróðleiksfúsum stúdentum.

 

Meðal námsmanna á gullöld Oxford sem segja má að hafi náð fram á miðja 20. öld, voru rithöfundar á borð við Tolkien og C.S. Lewis, Robert Peel forsætisráðherra, svo og ævintýramaðurinn Arabíu-Lawrence.

 

Námsmenn frá útkjálkum breska heimsveldisins stunduðu enn fremur nám við Oxford. Segja má að háskólinn hafi verið samastaður gjörvallrar yfirstéttar stórveldisins frá miðri 19. öld.

 

Árið 1945 batt friðurinn sem fylgdi í kjölfarið á seinni heimsstyrjöld enda á heimsveldið og stöðu Englands sem stórveldis. Oxford er aftur á móti enn fremstur í flokki en háskólinn var kjörinn besti háskóli heims árið 2019.

Fimm staðir sem þú mátt ekki fara á mis við

Hægt að kynnast stúdentalífinu í Christ Church College

Fyrirmyndirnar að stúdentagörðunum í Oxford voru sóttar í miðaldahallir. Hver stúdentagarður eða „college“ eins og þeir nefnast var reistur með stórum matsal í miðjunni, líkt og þekkist frá glæsibyggingum fortíðarinnar.

 

Salurinn í Christ Church College þykir einstaklega fallegur en loftið í honum er gert af Humphrey Coke, hirðsmið Hinriks 8.

 

Í fríum og á helgidögum, þegar námsmennirnir eru ekki að nota herbergin sín, geta gestir fengið að gista á stúdentagörðunum í Oxford og snæða morgunmat í einum af glæsilegu sölunum.

Stytta til heiðurs sjóðsstofnanda

Suður-afrískir demantar færðu Cecil Rhodes (1853-1902) auðæfi. Auðlegð sinni varði hann m.a. í að stofna sjóð fyrir erlenda námsmenn við háskólann í Oxford. Sá sjóður nýttist m.a. Clinton, fyrrum Bandaríkjaforseta.

 

Cecil Rhodes var heiðraður með styttu fyrir framan Oriel College í Oxford.

Gengið um innan um gamlar bækur

Thomas Bodley sem var lektor í forngrísku við Merton College i Oxford varð að segja starfi sínu lausu þegar hann kvæntist efnaðri ekkju árið 1587.

 

Þess í stað fékk hann ráðrúm til að setja á laggirnar bókasafnið Bodleian sem er eitt það elsta í gjörvallri Evrópu.

 

Bókasafnið hefur m.a. að geyma fyrstu þekktu útgáfuna af leikritum Shakespeares, svo og biblíu sem prentuð var hjá Gutenberg á 15. öld. Boðið er upp á skoðunarferðir um safnið alla daga.

Farið á krá með J.R.R. Tolkien

Á kránni The Eagle and Child funduðu framámenn úr hópi rithöfunda, á borð við C.S. Lewis og J.R.R. Tolkien, í viku hverri um leið og þeir kneyfuðu öl og ræddu um verk sín.

 

Fundir þessir áttu sér stað á árunum frá 1939 til 1962 en á því tímabili ritaði Lewis bókaflokk sinn um ævintýralandið Narníu, á meðan Tolkien samdi „Hringadróttinssögu“.

Safn skondinna muna

Skorpin höfuð, afrískir stríðsskildir og 11 metra há tótemsúla eru meðal þeirra 500.000 muna sem gestir geta barið augum á Pitt Rivers-safninu.

 

Fornleifafræðingurinn Pitt Rivers (1827- 1900) innleiddi nýhugsun á vettvangi safna en hann hvatti til þess að ekki einungis skyldi varðveita sjaldséða muni heldur jafnframt þá hversdagslegu.

Gengið um innan um gamlar bækur

Thomas Bodley sem var lektor í forngrísku við Merton College i Oxford varð að segja starfi sínu lausu þegar hann kvæntist efnaðri ekkju árið 1587.

 

Þess í stað fékk hann ráðrúm til að setja á laggirnar bókasafnið Bodleian sem er eitt það elsta í gjörvallri Evrópu.

Bókasafnið hefur m.a. að geyma fyrstu þekktu útgáfuna af leikritum Shakespeares, svo og biblíu sem prentuð var hjá Gutenberg á 15. öld. Boðið er upp á skoðunarferðir um safnið alla daga.

Farið á krá með J.R.R. Tolkien

Á kránni The Eagle and Child funduðu framámenn úr hópi rithöfunda, á borð við C.S. Lewis og J.R.R. Tolkien, í viku hverri um leið og þeir kneyfuðu öl og ræddu um verk sín.

Fundir þessir áttu sér stað á árunum frá 1939 til 1962 en á því tímabili ritaði Lewis bókaflokk sinn um ævintýralandið Narníu, á meðan Tolkien samdi „Hringadróttinssögu“.

Safn skondinna muna

Skorpin höfuð, afrískir stríðsskildir og 11 metra há tótemsúla eru meðal þeirra 500.000 muna sem gestir geta barið augum á Pitt Rivers-safninu.

Fornleifafræðingurinn Pitt Rivers (1827- 1900) innleiddi nýhugsun á vettvangi safna en hann hvatti til þess að ekki einungis skyldi varðveita sjaldséða muni heldur jafnframt þá hversdagslegu.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: ELSE CHRISTENSEN

Shutterstock,© Wellcome Images,© Archive.org ,

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

Risasveppur er stærri en 100 fótboltavellir

Maðurinn

Augnlitur – hvað ræður augnlit barna?

Náttúran

Hvernig komu skordýr fram á Jörðu?

Náttúran

Kona fann stein í læk, sem reyndist vera 120 milljón króna virði

Heilsa

Viðamikil rannsókn: Tvennt getur tvöfaldað líkurnar á að lifa af krabbamein

Maðurinn

Er hægt að þreytast af fersku lofti?

Maðurinn

Læknar færa til mörkin milli lífs og dauða

Tækni

Óvinsæl flugsæti eru öruggust

Lifandi Saga

Hver var æpandi múmían?

Maðurinn

Nýleg uppgötvun: Vinsælar fæðutegundir geta hraðað öldrun

Náttúran

Gætu hafa haft rangt fyrir sér: Leyndarmál einnar hættulegustu köngulóar heims

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is