Náttúran

Skýstrókar: Þyrilvindar sem leggja allt í rústir

Fullþróaður skýstrókur er öflugasta og hættulegasta fyrirbrigði gufuhvolfsins. Þetta er gríðaröflug þyrilvindsúla, sem teygir sig niður úr þrumuskýi í átt til jarðar. Þar sem skýstrókurinn nær alla leið til jarðar eyðir hann öllu sem á vegi hans verður, enda eru þetta öflugstu vindar sem hér myndast.

BIRT: 27/10/2023

Skýstrókar geta myndast hvar sem er á hnettinum nema þar sem allra kaldast er. Til allrar hamingju er það þó ekki víða, sem allt sem til þarf er til staðar.

 

En þannig er ástatt í miðvesturríkjum Bandaríkjanna, Austur-Indíum og í Bangladess, en í þessum heimshlutum koma tímabil þegar aðstæður í gufuhvolfinu bjóða upp á tilurð kröftugra þrumuskýja, en það getur einmitt verið upphafið að myndun skýstróks.

 

Hvirfilhreyfingar

Skýstrókar flokkast undir hvirfilhreyfingar lofts – þar sem loft af einhverjum ástæðum tekur að hreyfast í hringi.

 

Slíkar hvirfilhreyfingar geta t.d. verið skaðlausir rykstrókar sem myndast vegna hitauppstreymis frá jörðu og ná í mesta lagi nokkurra metra hæð. En sem hvirfilhreyfingar flokkast líka lægðir og jafnvel stór lægðakerfi. 

 

Skýstrókar á Norðurlöndum

Á Norðurlöndum geta myndast litlir skýstrókar, sem ekki valda skaða. Alvöru skýstrókar eru hins vegar kröftugustu vindfyrirbrigði jarðar.

 

Tilurð skýstróka fylgir alltaf sama mynstri. Ókyrrð í gufuhvolfinu veldur öflugum þrumuskýjum.

 

Kringum skýin og inni í þeim skapast þyrilvindar vegna ýmissa samverkandi ástæðna, en vindstefnubreyting með aukinni hæð og uppstreymi lofts eru í aðalhlutverkum og veita skýstrókunum þetta feiknalega afl.

Skýstrókar eiga sér stað aðeins þar sem mikið þrumuveður hefur þegar myndast.

Þar sem skýstrókar eru tíðir, eins og t.d. í Bandaríkjunum, er vandlega fylgst með veðuraðstæðum, sem geta myndað skýstróka og menn reyna eftir bestu getu að spá fyrir um þá til að geta gefið út viðvörun nógu snemma.

 

Þetta er þó erfitt verk, en að vísu verða stöðugt framfarir með aukinni þekkingu og nýrri tækni.

 

Hvernig þrumuský þróast og hvenær það myndar skýstrók er ekki unnt að sjá fyrir.

 

Á svæðum þar sem skýstrókar eru tíðir er þess vegna nauðsynlegt að grípa til varúðarráðstafana og fjöldamargir sem búa á þessum svæðum hafa t.d. komið upp sérstöku neyðarbyrgi fyrir fjölskylduna.

 

Allra verstu skýstrókarnir

148 skýstrókar á tveimur dögum. Það gerðist í Bandaríkjunum árið 1974

3.-4. apríl 1974 voru skráðir ekki færri en 148 skýstrókar og af þeim voru 30 mjög kröftugir. Að samalögðu skildu þeir eftir sig meira en 4.000 km langa slóð sem náði yfir 13 fylki í Bandaríkjunum.

 

Mannskæðasti skýstrókurinn var „Daulaptur-Saturia“-fellibylurinn í Bangladess. Þessi ofboðslegi fellibylur myndaðist í Manikganj-héraði í Bangladess 26. apríl 1989. Talið er að 1.300 manns hafi látið lífið, en til viðbótar slösuðust um 12.000 og meira en 80.000 urðu heimilislaus. Um nákvæmni talnanna ríkir að vísu nokkur óvissa.

 

Mannskæðasti fellibylurinn í Bandaríkjunum „Þriggja fylkja-fellibylurinn“ þann 18. mars 1925. Hann skildi eftir sig 625 látna og 2.027 slasaða á 350 km langri leið sinni um Missouri, Illinois og Indiana.

 

Þjóðbraut skýstróka í BNA

Gresjan eða „The Great Plains“ eins og Bandaríkjamenn kalla svæðið er sá staður á hnettinum þar sem aðstæður til myndunar skýstróka eru bestar.

 

Á vormánuðum berst kalt og þurrt heimskautaloft úr norðri en úr suðri kemur rakt og hlýtt hitabeltisloft utan af Mexíkóflóa.

 

Þegar þessir tveir loftmassar mætast samtímis því sem sólin tekur að hita upp gresjuna myndast kjöraðstæður fyrir tilurð þrumuskýja og svo skýstróka í kjölfarið.

 

Miðvesturríkin eru það svæði á jörðinni þar sem flestir skýstrókar myndast og svæðið gengur undir nafninu „Tornado Alley“ eða Þjóðbraut skýstrókanna.

 

Að meðaltali myndast 800 skýstrókar hinu árlega skýstrókatímabili í Bandaríkjunum, frá mars til ágúst. Flestir eru þeir í apríl, maí og júní, þegar um 55% skýstrókanna myndast, en skýstrókur getur þó skotið upp kollinum á hvaða árstíma sem er.

Þróun skýstróka

Skýstrókar myndast alltaf út frá kröftugum þrumuskýjum, sem t.d. á víðlendum sléttum Bandaríkjanna geta þróast upp í óvenjulega magnþrungin óveður með kraft til að viðhalda sjálfum sér.

 

Slík ofurský geta lifa í marga klukkutíma, vegna þess að uppstreymi lofts stöðvast ekki af völdum regnsins sem yfirleitt steypist niður úr þrumuskýjum.

 

Slík ský geta vaxið hátt upp í gufuhvolfið og oft náð í 15 km hæða eða meira. Það getur jafnvel komið fyrir að þau nái að teygja sig aðeins upp í sjálft heiðhvolfið, en í slíkum tilvikum getur verið 70 stiga frost efst í skýinu.

 

Mjög stór og langlíf þrumuský einkennast af uppstreymi lofts á miklum snúningi og þessar einstöku aðstæður geta, þegar svo ber undir, myndað skýstrók og veitt honum afl.

⇑ Skýstrókur myndast

Snúningur og kröftugt uppstreymi í öflugu þrumuskýi gegna lykilhlutverkum við myndun skýstróka.

1
Kalt loft mætir heitu, röku lofti. Ókyrrð verður í gufuhvolfinu og til verða öflug regn- og þrumuský við uppstreymi lofts.
2
Vindurinn breytir um stefnu og hraða með aukinni hæð. Það veldur öflugu uppstreymi á miklum snúningi.
3
Öflugt uppstreymi  teygir snúninginn hærra upp. Vindsnúningurinn verður bæði hraðari og sterkari.
4
Lofthvirflar undir skýinu geta sogast inn í uppstreymið. Þannig myndast eins konar trekt neðaní skýinu.
5
Trektin teygir sig til jarðar. Þegar hún nær þangað er skýstrókurinn fullburða.
6
Eftir að skýstrókurinn hefur náð hámarksstyrk, tekur hann að mjókka, halla og hlykkjast og deyr að lokum út.

HÖFUNDUR: Ritstjórn

Náttúran

Hvernig veit fræ að það eigi að spíra? 

Maðurinn

Með skönnun má spá fyrir um þunglyndi

Maðurinn

Með skönnun má spá fyrir um þunglyndi

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

Maðurinn

Sársauki – Hvað er sársauki?

Alheimurinn

Hvað er andefni?

NÝJASTA NÝTT

Læknisfræði

Soðnir kettir læknuðu nánast allt á miðöldum

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

Alheimurinn

Mistök geta verið banvæn fyrir geimfara 

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Maðurinn

Þráhyggja tekur heilann í gíslingu

Saga

Af hverju ráða Bandaríkin yfir Guantanamo?

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

Læknisfræði

Soðnir kettir læknuðu nánast allt á miðöldum

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

Alheimurinn

Mistök geta verið banvæn fyrir geimfara 

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Maðurinn

Þráhyggja tekur heilann í gíslingu

Saga

Af hverju ráða Bandaríkin yfir Guantanamo?

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Er það skaðlegt að plokka nefhárin?

Maðurinn

Er það skaðlegt að plokka nefhárin?

Lifandi Saga

Hve lengi höfum við fengið sumarfrí?

Jörðin

Vísindamenn greina vaxtarverki: Fæðuhringur eldfjallsins

Maðurinn

Ást er eintóm efnafræði

Náttúran

Hjarta steypireyðar slær bara tvisvar á mínútu

Vinsælast

1

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

2

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

3

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

4

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

5

Maðurinn

Sársauki – Hvað er sársauki?

6

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

1

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

2

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

3

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

4

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

5

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

6

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

Maðurinn

Einvígið: Er rafmagnstannbursti betri en venjulegur?

Maðurinn

Getur dáleiðslan komið í stað fyrir lyf? 

Maðurinn

Hvaða blóðflokkur er sjaldgæfastur?

Lifandi Saga

Gestapo: Leynilögregla Hitlers olli skelfingu í Evrópu

Náttúran

Loftslagsfyrirbrigði gæti aukið bráðnun í norðri

Maðurinn

Mjúki maðurinn gengur í arf

Maðurinn

Nátthrafnar deyja fyrr en morgunhanar. En ástæðan kemur á óvart.

Alheimurinn

NASA: 50 metra stór loftsteinn getur skollið á jörðina árið 2046

Heilsa

Kynin bregðast ekki eins við yfirvofandi áfalli

Maðurinn

Í fyrsta sinn: Vísindamenn leiða í ljós hvað gerist í heilanum þegar við deyjum

Lifandi Saga

Erfingi Napóleóns myrtur af Súlúmönnum

Menning og saga

Svona myndi kjarnorkustríð hafa áhrif á heiminn

Soðnir kettir læknuðu nánast allt á miðöldum

John frá Gaddesden gaf út viðamikið læknisfræðirit á 14. öld sem læknar í Englandi gátu stuðst við. Í lækningaskyni mælti hann m.a. með soðnum innyflum katta.

Læknisfræði

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is