Slöngustjörnuþéttbýli á neðansjávartindi

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Líffræði

Hópur sjávarlíffræðinga frá Nýja-Sjálandi og Ástralíu hefur nú uppgötvað neðansjávarfjall á Macquarie-hryggnum suður af Nýja-Sjálandi.

Þarna er nánast eingöngu að finna svonefndar slöngustjörnur sem eru náskyldar krossfiskum.

 

Dýrin skipta milljónum á þessu litla svæði.

 

Það er óvenjulegt að finna svo mikið af slöngustjörnum á neðansjávarfjöllum þar sem kórallar eru yfirleitt meira áberandi.

 

Fjallið er flatt að ofan og niður á tindinn eru 90 metrar frá yfirborðinu. Hér hafa vísindamennirnir víða séð mörg hundruð slöngustjörnur á fáeinum fermetrum. Dýrin njóta góðs af hringstraumnum sem liggur umhverfis Suðurskautslandið.

 

Vísindamennirnir mældu straumhraðann hér um 4 km á klukkustund og dýrin ná sér í fæðu með því að grípa næringarefni úr straumnum með örmunum.

 

Slöngustjörnur hafa fimm arma á litlum, kringlóttum búk. Armarnir eru þéttsetnir slímugum göddum sem fæðan festist í.

 
 

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is