Sníkjulirfur tæla karlkyns býflugur

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Líffræði

Tveir líffræðingar við Kaliforníuháskóla í San Francisco í Bandaríkjunum hafa nú uppgötvað að lirfur bjöllunnar Meloe franciscanus hafa með sér samstarf til að draga karlkyns býflugur á tálar.

 

Atferlið hefst þannig að kvenbjallan verpir eggjum sínum við rót ákveðinnar plöntu. Um leið og lirfurnar hafa klakist þjappa þær sér saman og skríða því næst í einum klumpi upp eftir jurtinni.

 

Þegar þær hafa náð þangað upp á jurtinni þar sem býflugur hafa mök, tekur klumpurinn á sig nýja mynd og líkist nú kvenbýi. Jafnframt gefa lirfurnar frá sér samskonar ilmefni og kvenbý.

 

En um leið og karlbý kemur á vettvang og hyggst athafna sig, leysist klumpurinn upp og lirfurnar skríða upp á afturbúk flugunnar. Síðar, þegar karlinn kemst í tæri við kvenflugu, flytja lirfurnar sig yfir á hana og fá nú far heim í býflugnabúið þar sem þær svelgja í sig blómasafa þar til þær hafa vaxið úr grasi og geta sjálfar farið að huga að næstu kynslóð.

 

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is