Search

Sólfangarar í vegum framleiða raforku

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínúta

Til að leysa orkuþörf framtíðarinnar hugsa menn sér nú að nýta vegi jafnframt sem sólfangara.

 

Bandaríska fyrirtækið „Solar Roadways“ hefur sett fram þessa framtíðarsýn og þar hefur verið þróuð frumgerð alveg nýs yfirborðsefnis sem bæði á að geta komið í staðinn fyrir malbik og steypu.

 

Efst er gegnsætt lag sem er nógu sterkt til að þola þrýstinginn frá jafnvel þungum farartækjum, en hleypir sólargeislunum í gegn. Undir þessu lagi eru sólfangarar sem umbreyta sólarljósinu í raforku á hefðbundinn hátt.

 

Hluta orkunnar á að nýta til að lýsa upp veglínur, svo sem miðlínur og aðrar merkingar. Hita verður jafnframt haldið í efsta laginu, þannig að á veginum festi aldrei snjó. Umframrafmagni verður svo veitt út í dreifikerfið.

 
 

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is