Til að leysa orkuþörf framtíðarinnar hugsa menn sér nú að nýta vegi jafnframt sem sólfangara.
Bandaríska fyrirtækið „Solar Roadways“ hefur sett fram þessa framtíðarsýn og þar hefur verið þróuð frumgerð alveg nýs yfirborðsefnis sem bæði á að geta komið í staðinn fyrir malbik og steypu.
Efst er gegnsætt lag sem er nógu sterkt til að þola þrýstinginn frá jafnvel þungum farartækjum, en hleypir sólargeislunum í gegn. Undir þessu lagi eru sólfangarar sem umbreyta sólarljósinu í raforku á hefðbundinn hátt.
Hluta orkunnar á að nýta til að lýsa upp veglínur, svo sem miðlínur og aðrar merkingar. Hita verður jafnframt haldið í efsta laginu, þannig að á veginum festi aldrei snjó. Umframrafmagni verður svo veitt út í dreifikerfið.