Maðurinn

Sótthreinsiefni í líkamann: Svona illa færi það

Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, olli miklu fjaðrafoki með tillögu sinni um að sprauta sótthreinsivökva beint inn í líkamann í baráttunni við kórónuveiruna. En hvað myndi í raun og veru gerast ef líffæri líkamans kæmust í tæri við slík vægðarlaus efni? Hér eru skýringar vísindanna.

BIRT: 05/05/2020

Kaldhæðinn brandari eða lífshættulegt ráð?

Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, vakti athygli um heim allan fyrir rúmri viku þegar hann viðraði hugmynd á blaðamannafundi um að sprauta sótthreinsivökva beint inn í líkamann í baráttunni við kórónuveiru.

Í kjölfarið stigu margir læknar fram og vöruðu menn við þessu en sjálfur kom Trump fram daginn eftir og útskýrði að þetta hefði nú bara verið kaldhæðni til þess að laða fram viðbrögð hjá blaðamönnum.

En hvað myndi í raun og veru gerast ef líffæri líkamans komast í tæri við sótthreinsivökva? Hér eru skýringar vísindanna. Og bara svo að það sé alveg á hreinu: Við vörum við því að gera nokkrar viðlíka tilraunir enda eru þær lífshættulegar.

Kæfa súrefnisflutninga líkamans

Af eðlilegum ástæðum eru afar fáar reynslusögur af því að sprauta sótthreinsivökva, eins og t.d. ísoprópýlalkóhóli og bleikiefnum, beint inn í líkamann – bæði hvað varðar tilraunir og skráð slys. En minni rannsóknir sýna að bleikiefni í æðunum geta valdið margvíslegum skaða; allt frá bráðum skaða á nýrum til æðatappa. Orsökin er m.a. sú að sótthreinsivökvar eyðileggja rauð blóðkorn líkamans sem bera ábyrgð á því að flytja súrefni frá lungum með blóðinu til annarra frumna líkamans. Þetta gera blóðkornin með aðstoð prótínsins hemóglóbín sem tengist súrefninu og losar það út í vefi líkamans.

Hemóglóbín dregur andann fyrir frumurnar

Eitt mikilvægasta verkefni blóðsins er að sjá frumum líkamans fyrir súrefni frá lungunum og flytja koltvísýring til baka. Þetta verkefni leysa rauðu blóðkornin sem eru full af járnríka prótíninu hemóglópíni eða blóðrauða. Það eru um 97% af þurrvigt rauðu blóðkornanna.

Hemóglóbín er stór sameind sem samanstendur af fjórum prótínkeðjum sem hafa hver sína járnfrumeind. Súrefni frá innöndun laðast að járnfrumeindum rauðu blóðkornanna í lungunum.

Hemóglóbín er svo hugvitsamlega innréttað að þegar súrefnissameind hefur tengst fyrstu járnfrumeindinni breytir prótínið um form, þannig að aðrar járnfrumeindir fái aukið rými og geti tekið til sín meira súrefni. Með þessum hætti soga rauðu blóðkornin súrefni til sín í lungunum meðan hið gagnstæða gerist í súrefnissoltnum frumum líkamans.

Þegar fyrsta súrefnissameindin hefur sleppt taki sínu breytir prótínið aftur formgerð sinni til þess að aðrar súrefnissameindir losni auðveldar til frumunnar. Í þessu ferli víkur súrefnið fyrir koltvísýringi sem er aukaafurð frá bruna frumnanna.

Koltvísýringurinn er fluttur með blóðinu til lungnanna þar sem það yfirgefur stað sinn fyrir nýjar súrefnissameindir sem geta enn á ný veitt líkamanum súrefni.

Þegar rauðu blóðkornin skemmast nær súrefnið ekki til allra líffæra líkamans – og það getur einfaldlega verið banvænt. Samhliða þessu getur sótthreinsivökvinn leitt til sýkinga og skaðað æðarnar að innanverðu sem veldur miklum verkjum og aukinni hættu á blóðtappa.

Skapað til að sundra frumum

Ekki er heldur hægt að mæla með sótthreinsivökvanum ísóprópýlalkóhóli. Hann mun rétt eins og bleikiefni valda miklum usla innan í æðunum, eyðileggja súrefnisflutninga rauðu blóðkornanna og mögulega skilja eftir sig æðatappa.

Á þessu sviði er einnig lítið um skrásett dæmi. En manneskjur sem hafa drukkið alkóhól þetta hafa bæði misst meðvitund, fengið blæðingar í magann, særindi í vélinda og blóðþrýstingsfall – margir hafa einnig hætt að draga andann.

Handspritt sprengir varnir veiranna

1/4

Alkóhól gatar frumurnar

Örsmáar alkóhólsameindir í handspritti þrengja sér í gegnum fituefnasameindirnar í frumuhimnu baktería.

2/4

Göt í himnunni drepa frumuna

Alkóhólið veldur götum sem ná í gegnum himnuna sem getur þá ekki varið iður frumunnar. Bakterían er þannig gerð skaðlaus.

3/4

Spritt eyðileggur prótínfellingar

Langar prótínkeðjur snúast inn og út úr himnu bakteríufrumunnar.

Alkóhólsameindir setjast að í þessum snúnu fellingum prótínanna.

4/4

Fellingin réttir úr sér

Alkóhól sléttir út fellingarnar. Þar með missir prótínið eðliseiginleika sína og virkni bakteríunnar eyðileggst.

Handspritt er einnig þekktur sótthreinsunarvökvi sem með alkóhólhlutfalli sem er minnst 60%, eyðileggur frumuhimnuna á bakteríum og veirum með ótrúlega skilvirkum hætti.

Ísóprópýlalkóhól tilheyrir fjölskyldu svonefndra eitraðra alkóhóla sem inniheldur einnig tréspíra, metanól og frostlög.

Efnin hafa þau óheppilegu áhrif á líkamann að þau brotna niður í súrari efnasamband sem breyta eðlilegu Ph-gildi líkamans sem getur á endanum reynst banvænt. Þetta útskýrir Niels Ebbehøj sem er yfirlæknir á eitrunardeild við Bisbebjerg Hospital.

Það má einu gilda hvaða sótthreinsivökvi á í hlut – þeir eiga EKKERT erindi í líkamann þar sem þetta eru virk efni sköpuð til þess að eyðileggja frumur

Niels Ebbehøj – yfirlæknir við eitrunardeildina við Bisbebjerg Hospital.

Hann leggur áherslu á að slík efni geti með engum hætti hindrað eða virkað á kórónuveirusýkingu – þrátt fyrir að þau kæmust í tæri við veiruna inni í líkamanum.

Etanól sem er m.a. að finna í handspritti er sem dæmi þegar orðið banvænt við skammt sem er aðeins sjö prómil í líkamanum – til þess að ná fram sótthreinsandi áhrifum í handspritti þarf styrkleikinn að vera upp undir 70%.

„Frumur viðkomandi manneskju myndu eyðileggjast á undan veirunni, því frumur okkar eru mun flóknari og því móttækilegri fyrir þessum efnum,“

útskýrir Niels Ebbehøj.

Saga

Af hverju ráða Bandaríkin yfir Guantanamo?

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

NÝJASTA NÝTT

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

Lifandi Saga

Mömmustrákur tryggði bandarískum konum kosningaréttinn

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Alheimurinn

Eitilhörð samkeppni um að leysa ráðgátur sólkerfisins

Læknisfræði

Soðnir kettir læknuðu nánast allt á miðöldum

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

Alheimurinn

Mistök geta verið banvæn fyrir geimfara 

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

Lifandi Saga

Mömmustrákur tryggði bandarískum konum kosningaréttinn

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Alheimurinn

Eitilhörð samkeppni um að leysa ráðgátur sólkerfisins

Læknisfræði

Soðnir kettir læknuðu nánast allt á miðöldum

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

Alheimurinn

Mistök geta verið banvæn fyrir geimfara 

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

Maðurinn

Sársauki – Hvað er sársauki?

Maðurinn

Sársauki – Hvað er sársauki?

Alheimurinn

Hvað er andefni?

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Er það skaðlegt að plokka nefhárin?

Vinsælast

1

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

2

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

3

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

4

Maðurinn

Með skönnun má spá fyrir um þunglyndi

5

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

6

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

1

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

2

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

3

Maðurinn

Þráhyggja tekur heilann í gíslingu

4

Saga

Af hverju ráða Bandaríkin yfir Guantanamo?

5

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

6

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

Jörðin

Vísindamenn greina vaxtarverki: Fæðuhringur eldfjallsins

Maðurinn

Ást er eintóm efnafræði

Náttúran

Hjarta steypireyðar slær bara tvisvar á mínútu

Menning

Hvers vegna varð kvikmyndin „Casablanca“ svona vinsæl?

Náttúran

Tuttugu arma sædýr fannst við suðurskautið

Maðurinn

Styrktu alla þrjá þætti greindarinnar

Jörðin

Evrópsk ofureldstöð virðist undirbúa gos

Maðurinn

10 óvanalegar tegundir af fælni

Náttúran

Loftslagsfyrirbrigði gæti aukið bráðnun í norðri

Maðurinn

Mjúki maðurinn gengur í arf

Maðurinn

Nátthrafnar deyja fyrr en morgunhanar. En ástæðan kemur á óvart.

Alheimurinn

NASA: 50 metra stór loftsteinn getur skollið á jörðina árið 2046

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

Jarðkúlunni er skipt í 25 tímabelti sem hvert hefur sinn staðartíma. Hvenær var farið að skipta í tímabelti og hver átti hugmyndina að því?

Jörðin

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is