Sótthreinsiefni í líkamann: Svona illa færi það

Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, olli miklu fjaðrafoki með tillögu sinni um að sprauta sótthreinsivökva beint inn í líkamann í baráttunni við kórónuveiruna. En hvað myndi í raun og veru gerast ef líffæri líkamans kæmust í tæri við slík vægðarlaus efni? Hér eru skýringar vísindanna.

BIRT: 05/05/2020

LESTÍMI:

3 mínútur

Kaldhæðinn brandari eða lífshættulegt ráð?

Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, vakti athygli um heim allan fyrir rúmri viku þegar hann viðraði hugmynd á blaðamannafundi um að sprauta sótthreinsivökva beint inn í líkamann í baráttunni við kórónuveiru.

Í kjölfarið stigu margir læknar fram og vöruðu menn við þessu en sjálfur kom Trump fram daginn eftir og útskýrði að þetta hefði nú bara verið kaldhæðni til þess að laða fram viðbrögð hjá blaðamönnum.

En hvað myndi í raun og veru gerast ef líffæri líkamans komast í tæri við sótthreinsivökva? Hér eru skýringar vísindanna. Og bara svo að það sé alveg á hreinu: Við vörum við því að gera nokkrar viðlíka tilraunir enda eru þær lífshættulegar.

Kæfa súrefnisflutninga líkamans

Af eðlilegum ástæðum eru afar fáar reynslusögur af því að sprauta sótthreinsivökva, eins og t.d. ísoprópýlalkóhóli og bleikiefnum, beint inn í líkamann – bæði hvað varðar tilraunir og skráð slys. En minni rannsóknir sýna að bleikiefni í æðunum geta valdið margvíslegum skaða; allt frá bráðum skaða á nýrum til æðatappa. Orsökin er m.a. sú að sótthreinsivökvar eyðileggja rauð blóðkorn líkamans sem bera ábyrgð á því að flytja súrefni frá lungum með blóðinu til annarra frumna líkamans. Þetta gera blóðkornin með aðstoð prótínsins hemóglóbín sem tengist súrefninu og losar það út í vefi líkamans.

Hemóglóbín dregur andann fyrir frumurnar

Eitt mikilvægasta verkefni blóðsins er að sjá frumum líkamans fyrir súrefni frá lungunum og flytja koltvísýring til baka. Þetta verkefni leysa rauðu blóðkornin sem eru full af járnríka prótíninu hemóglópíni eða blóðrauða. Það eru um 97% af þurrvigt rauðu blóðkornanna.

Hemóglóbín er stór sameind sem samanstendur af fjórum prótínkeðjum sem hafa hver sína járnfrumeind. Súrefni frá innöndun laðast að járnfrumeindum rauðu blóðkornanna í lungunum.

Hemóglóbín er svo hugvitsamlega innréttað að þegar súrefnissameind hefur tengst fyrstu járnfrumeindinni breytir prótínið um form, þannig að aðrar járnfrumeindir fái aukið rými og geti tekið til sín meira súrefni. Með þessum hætti soga rauðu blóðkornin súrefni til sín í lungunum meðan hið gagnstæða gerist í súrefnissoltnum frumum líkamans.

Þegar fyrsta súrefnissameindin hefur sleppt taki sínu breytir prótínið aftur formgerð sinni til þess að aðrar súrefnissameindir losni auðveldar til frumunnar. Í þessu ferli víkur súrefnið fyrir koltvísýringi sem er aukaafurð frá bruna frumnanna.

Koltvísýringurinn er fluttur með blóðinu til lungnanna þar sem það yfirgefur stað sinn fyrir nýjar súrefnissameindir sem geta enn á ný veitt líkamanum súrefni.

Þegar rauðu blóðkornin skemmast nær súrefnið ekki til allra líffæra líkamans – og það getur einfaldlega verið banvænt. Samhliða þessu getur sótthreinsivökvinn leitt til sýkinga og skaðað æðarnar að innanverðu sem veldur miklum verkjum og aukinni hættu á blóðtappa.

Skapað til að sundra frumum

Ekki er heldur hægt að mæla með sótthreinsivökvanum ísóprópýlalkóhóli. Hann mun rétt eins og bleikiefni valda miklum usla innan í æðunum, eyðileggja súrefnisflutninga rauðu blóðkornanna og mögulega skilja eftir sig æðatappa.

Á þessu sviði er einnig lítið um skrásett dæmi. En manneskjur sem hafa drukkið alkóhól þetta hafa bæði misst meðvitund, fengið blæðingar í magann, særindi í vélinda og blóðþrýstingsfall – margir hafa einnig hætt að draga andann.

Handspritt sprengir varnir veiranna

1/4

Alkóhól gatar frumurnar

Örsmáar alkóhólsameindir í handspritti þrengja sér í gegnum fituefnasameindirnar í frumuhimnu baktería.

2/4

Göt í himnunni drepa frumuna

Alkóhólið veldur götum sem ná í gegnum himnuna sem getur þá ekki varið iður frumunnar. Bakterían er þannig gerð skaðlaus.

3/4

Spritt eyðileggur prótínfellingar

Langar prótínkeðjur snúast inn og út úr himnu bakteríufrumunnar.

Alkóhólsameindir setjast að í þessum snúnu fellingum prótínanna.

4/4

Fellingin réttir úr sér

Alkóhól sléttir út fellingarnar. Þar með missir prótínið eðliseiginleika sína og virkni bakteríunnar eyðileggst.

Handspritt er einnig þekktur sótthreinsunarvökvi sem með alkóhólhlutfalli sem er minnst 60%, eyðileggur frumuhimnuna á bakteríum og veirum með ótrúlega skilvirkum hætti.

Ísóprópýlalkóhól tilheyrir fjölskyldu svonefndra eitraðra alkóhóla sem inniheldur einnig tréspíra, metanól og frostlög.

Efnin hafa þau óheppilegu áhrif á líkamann að þau brotna niður í súrari efnasamband sem breyta eðlilegu Ph-gildi líkamans sem getur á endanum reynst banvænt. Þetta útskýrir Niels Ebbehøj sem er yfirlæknir á eitrunardeild við Bisbebjerg Hospital.

Það má einu gilda hvaða sótthreinsivökvi á í hlut – þeir eiga EKKERT erindi í líkamann þar sem þetta eru virk efni sköpuð til þess að eyðileggja frumur

Niels Ebbehøj – yfirlæknir við eitrunardeildina við Bisbebjerg Hospital.

Hann leggur áherslu á að slík efni geti með engum hætti hindrað eða virkað á kórónuveirusýkingu – þrátt fyrir að þau kæmust í tæri við veiruna inni í líkamanum.

Etanól sem er m.a. að finna í handspritti er sem dæmi þegar orðið banvænt við skammt sem er aðeins sjö prómil í líkamanum – til þess að ná fram sótthreinsandi áhrifum í handspritti þarf styrkleikinn að vera upp undir 70%.

„Frumur viðkomandi manneskju myndu eyðileggjast á undan veirunni, því frumur okkar eru mun flóknari og því móttækilegri fyrir þessum efnum,“

útskýrir Niels Ebbehøj.

BIRT: 05/05/2020

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is