Rafrettur

Á síðustu 10 árum hafa svonefndar rafrettur slegið í gegn – ekki síst sem leið til að hætta eiginlegum reykingum. Vísindamenn eru ekki ennþá vissir um hve skaðlegar rafrettur eru heilsu manna og árið 2019 létust minnst 47 Bandaríkjamenn vegna rafrettna.

BIRT: 16/04/2020

LESTÍMI:

2 mínútur

Staðreyndir og baráttan við falsfréttir.

Á síðustu 10 árum hafa svonefndar rafrettur slegið í gegn – ekki síst sem leið til að hætta eiginlegum reykingum. Vísindamenn eru ekki ennþá vissir um hve skaðlegar rafrettur eru heilsu manna og árið 2019 létust minnst 47 Bandaríkjamenn vegna rafrettna.

Rafrettur eru hollari en venjulegar sígarettur

Reykingar eru banvænasti lífstílsvandinn og í ljósi þess er notkun rafretta hollari valkostur. En rafrettur eru ekki alveg skaðlausar.

Flestir læknar eru sammála um að venjulegar reykingar valdi meiri skaða en rafretturnar. Rafrettur eru samt alls ekki hollar en reykingar á venjulegum sígarettum valda 8 milljón ótímabærum andlátum á ári og eru á toppi listans yfir lífstílssjúkdóma. Bresk heilbrigðisyfirvöld meta það svo að rafrettur séu 95% skaðminni en venjulegar sígarettur. Þessi ályktun byggir hins vegar á takmörkuðu gagnamagni. Rafrettur hafa einungis verið á markaði frá árinu 2006 og það skortir rannsóknir á mögulegum langtímaáhrifum þeirra. Í ljósi þess mæla t.d. dönsk heilbrigðisyfirvöld ekki með rafrettum til að hætta reykingum rétt eins og þau vara börn, unglinga, óléttar konur og mjólkandi við notkun þeirra.

 Undir loks ársins 2019 jukust áhyggjur manna af rafrettureykingum enn frekar – ekki síst í BNA. Ástæðan var að 2.200 manns voru lagðir inn á sjúkrahús og minnst 47 létu lífið eftir að hafa notað rafrettur á fáeinum mánuðum. Bandarískir læknar rannsökuðu lungnavökva úr 29 sjúklingum og fundu efnið Alpha-tocopheryl-acetat, ein gerð e-vítamíns í 82% sýnanna. Alpha-tocopheryl-acetat, er nýtt sem þykkingarefni í rafrettuvökva – einkum í þeim sem innihalda kannabisolíu. Efni þetta er ennþá talið helsta orsök dauðsfallanna.

Að hætta reykingum ber strax ávöxt

Rafrettur hjálpa mörgum við að segja skilið við tóbakið og þrátt fyrir að óljóst sé hve óhollar þær eru til lengri tíma litið gagnast skiptin heilsu manna strax og líklega það sem eftir er ævinnar. Á YouTube má finna margvíslegt efni um gildi þess að hætta að reykja með því að setja inn t.d. leitarorðin „Benefits of stopping smoking“.

Rafrettur eru skaðlausar öðrum

Ár hvert deyja 1,2 milljónir manneskja á heimsvísu vegna óbeinna reykinga. Tóbaksreykur inniheldur meira en 7.000 mismunandi efni og vísindamenn hafa til þessa sýnt fram á að minnst 70 þeirra eru krabbameinsvaldandi – bæði fyrir þann sem reykir sem og þann sem andar reyknum að sér án þess að reykja sjálfur. Til samanburðar er megnið af „reyknum“ frá rafrettum alls ekki reykur heldur vatnsgufa og glýseról í úðaformi. Glýseról er sætt, litlaust, lyktarlaust og skaðlaust kemískt efni í ætt við alkóhól. Vísindamenn hafa ekki ennþá sýnt fram á skaðsemi óbeinna reykinga frá rafrettum. Á hinn bóginn bíða þeir ennþá eftir fyrstu rannsóknum á langtímaáhrifum rafreykinga.

Rafrettur hjálpa við að hætta að reykja

Reykingar eru ákaflega ávanabindandi og erfitt að hætta þeim. Bresk tölfræði sýnir að einungis tíunda hluta þeirra sem reyna að hætta reykingum tekst það. Ítölsk-frönsk-bresk rannsókn sýnir hins vegar að talan eykst upp í 40% þegar reykingamenn skipta sígarettum út fyrir rafrettur sem einnig innihalda ávanabindandi efnið níkótín. Önnur 25% minnkuðu tóbaksnotkun verulega. Í Stóra-Bretlandi mæla heilbrigðisyfirvöld með því að nota rafrettur sem verkfæri til að hætta reykingum. Samkvæmt alþjóðaheilrigðisstofnuninni WHO er fjöldi fólks sem reykir á heimsvísu: 1,1 milljarður

BIRT: 16/04/2020

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is