Fjórar axir, hver um sig meira en 30 sm að lengd, eru stærstu steinverkfæri sem fundist hafa. Axirnar fundust á síðasta áratug 20. aldar í uppþurrkuðu stöðuvatni í núverand Kalahari-eyðimörk, en hafa ekki verið rannsakaðar fyrr en nú, þegar vísindamenn við Oxford-háskóla komust á snoðir um tilvist þeirra. Aldursgreiningar hafa ekki verið gerðar, en axirnar gætu verið allt frá 10 til 150 þúsund ára gamlar.