Search

Stjarna deyr í miklu og stóru rykskýi

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínúta

Stjörnufræði

Geimsjónaukinn Spitzer hefur nú sent alveg einstæða mynd heim til jarðar. Þar má sjá útbrunna stjörnu í formi hvíts dvergs, sem hefur þeytt utan af sér ysta laginu á nákvæmlega sama hátt og sólin okkar mun gera eftir svo sem sex milljarða ára.

 

Þessi hvíti dvergur er í Helix-þokunni í stjörnumerkinu Vatnsberanum, í um 700 ljósára fjarlægð héðan.

 

Í miðju þokunnar má sjá hvíta dverginn sem lítinn, lýsandi depil. Fyrir aðeins fáeinum milljónum ára var þetta stjarna sem um snerust halastjörnur og kannski jafnvel reikistjörnur.

 

Þegar stjarnan dó varð ekkert eftir annað en heitur kjarninn.

 

Umhverfis hann er rautt rykský sem á ætt að rekja til þeirra halastjarna sem á sínum tíma snerust umhverfis þessa stjörnu. Þau efnislög sem stjarnan þeytti frá sér jók hraða halastjarnanna svo mjög að þær tóku að rekast hver á aðra og þessir árekstrar skildu að lokum ekki annað eftir af þeim en eintómt ryk.

 

Ennþá gefur kjarninn frá sér nægan hita til að lýsa upp rykið í kring. En eftir 10.000 ár verður öllu lokið.

 
 

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is