Alheimurinn

Stofufangelsi fyrir geimfara

Undirbúningurinn fyrir mannað far til rauðu reikistjörnunnar Mars er þegar í fullum gangi. Undirbúningur þessi felst í tveimur viðamiklum tilraunum, sem m.a. er ætlað að reyna eins mikið á andlegt atgervi mannsins og frekast er unnt. Fyrst voru sex manns hafðir í einangrun í 105 daga og brátt bíða þeirra 520 dagar án nokkurrar raunverulegrar snertingar við umheiminn. Tilraunirnar kallast Mars500, en um er að ræða samstarf milli Rússlands og Evrópulandanna, sem ætlað er að leiða í ljós hvort maðurinn er tilbúinn til að takast á hendur lengstu könnunarferð sem um getur.

BIRT: 04/11/2014

Cyrille Fournier var ekki í vafa, þegar hann steig út úr geimfarslíkaninu sem hann hafði varið 105 dögum í, ásamt fimm öðrum. Hann var meira en til í að endurtaka leikinn.

 

Þetta voru einmitt þau viðbrögð sem sálfræðingar höfðu vonast eftir, þegar tilrauninni var hrint af stað þann 31. mars. Það að allir þátttakendur skyldu ljúka við tilraunina og væru meira að segja tilbúnir til að endurtaka hana, sýndi að þessi fyrsta tilraun til að líkja eftir ferðalagi til Mars hafði heppnast mjög vel.

 

Þessi 105 daga dvöl í eftirlíkingu af geimfari var sú fyrri af tveimur fyrirhuguðum tilraunum sem unnar eru í samstarfi evrópsku geimvísindastofnunarinnar, ESA, og rússnesku stofnunarinnar IBMP (Institute for Biomedical Problems).

 

Tilraunin markaði upphafið að undirbúningi fyrir fyrstu ferðina til Mars, þó svo að ekki verði lagt upp í slíkan rannsóknarleiðangur, sem verður sá lengsti til þessa, fyrr en að minnst 20 árum liðnum.

 

Rússar hafa útbúið líkan af geimfari þar sem sérlega valdir þátttakendur geta dvalið, í algerri einangrun frá umhverfinu, í allt að 18 mánuði.

 

Öll samskipti við umheiminn munu fara fram gegnum talstöð og líkt og í raunverulegum leiðangri til Mars verður fyrst í stað unnt að eiga eðlilegt samtal án teljandi tímamismunar en þegar frá líður eykst smám saman tíminn milli spurningar og svars, upp í rúman hálftíma.

 

Þannig verður þessu nefnilega í rauninni háttað þegar raunverulega geimskipið nálgast Mars og verður fyrir vikið komið mjög langt frá Jörðu.

 

Fyrsta 105 daga tilraunin var í rauninni aðeins undirbúningur fyrir sjálfa aðaltilraunina, sem áætlað er að hefjist á þessu ári. Í þeirri tilraun eiga þátttakendurnir að dvelja minnst 520 daga í eftirlíkingu af geimfarinu, en sá dagafjöldi samsvarar hvorki meira né minna en hálfu öðru ári. Þetta er stysti tíminn sem hægt væri að verja í ferð til Mars, miðað við þá tækni sem nú er tiltæk.

 

Þessi hraðferð krefst þess meira að segja að farin sé nokkuð áhættusöm leið, því á heimleiðinni verður nauðsynlegt að fara framhjá Venusi og fyrir vikið talsvert nálægt sólu. Þá má geta þess að einungis gefst tími til að dvelja í einn mánuð á Mars, sem ekki er langur tími, miðað við ferðirnar fram og til baka, sem taka samanlagt 18 mánuði.

 

Líklegra þykir að ráðist verði í tveggja til þriggja ára ferðalag, þannig að unnt verði að dvelja á Mars í rúmlega eitt ár.

 

ESA og Rússar hafa sameinast um að velja þátttakendur í tilraunina og enginn hörgull hefur verið á sjálfboðaliðum. Rúmlega 5.600 manns frá 40 ólíkum þjóðlöndum sóttu um að fá að taka þátt en alls voru valdir sex í fyrstu tilraunina, fjórir Rússar, einn Frakki og einn Þjóðverji.

 

Franski þátttakandinn er flugmaður að nafni Cyrille Fournier, en dags daglega starfar hann sem flugstjóri í Airbusþotu hjá Air France. Oliver Knickel frá Þýskalandi er hins vegar verkfræðingur hjá þýska hernum.

 

Hvorugur þeirra er sem sé úr geimfarahópi ESA en geimvísindastofnunin vandaði valið hins vegar engu minna en þótt um raunverulega geimfara hefði verið að ræða.

 

 

Rússarnir vönduðu val sitt að sama skapi. Um er að ræða tvo geimfara, þ.e. fyrirliða hópsins, Sergei Ryazansky, svo og Oleg Artemyev.

Hinir rússnesku þátttakendurnir tveir eru Alexei Baranov, læknir, og Alexei Shpakov, sem er sjúkraþjálfari að mennt, með íþróttir sem sérgrein. Athygli vekur að engar konur urðu fyrir valinu.

 

Einn umsækjendanna, sem uppfyllti allar kröfur að öðru leyti, var ekki valin fyrir þær sakir einar að hún er kona. Stjórnendur verkefnisins þorðu ekki að taka þá áhættu að kynferðisleg spenna myndaðist milli karlanna fimm og einnar konu meðan á þessari langvarandi einangrun stæði.

 

Aðeins útsýni út í dimman geiminn

 

Alþjóðlega geimstöðin, ISS, minnir einna helst á kafbát að innan en er þó útbúin útsýnisgluggum og út um þá þekur blái hnötturinn okkar ætíð hálfan himininn. Geimfarar eru á einu máli um að ekkert sé jafn streitulosandi og að sjá frumskóga og höf, fjöll og eyðimerkur, líða framhjá gluggunum. Þessarar ánægju er þó ekki hægt að verða aðnjótandi á leiðinni til Mars, því meðan á ferðalaginu stendur sést ekkert nema kolbikasvart tómið, þar sem Jörðin og Mars birtast einungis sem ljósir blettir og ekkert aðgreinir þessi tvö himintungl frá öðrum björtum stjörnum himinsins.

 

 

Ógerningur er að skynja hvort geimskipið hreyfist eða ekki. Útsýnið er hið sama viku eftir viku og fer ekki að breytast fyrr en geimskipið er komið svo nálægt Mars að reikistjarnan fer að líkjast rauðri skífu.

 

Meðan á tilrauninni stendur verða þátttakendur hennar að láta sér nægja það sem kæmist fyrir í geimfarinu og það er ekki mikið, þegar tekið er tillit til þess að úthaldið nemur ríflega 500 dögum. Geimfarið samanstendur af nokkrum fremur smáum hólkum með örlitlum einkaklefum.

 

Flatarmál gólfsins í klefunum er á bilinu 2,8 til 3,2 m2 og jafnvel þótt stærðin sé talsvert minni en gengur og gerist í hefðbundnu barnaherbergi, þá kemst samt sem áður fyrir rúm, lítið skrifborð ásamt stól, svo og hillur fyrir persónulega muni. Hver þátttakandi fær að hafa meðferðis það sem kemst fyrir í lítilli ferðatösku, svo sem bækur og myndbönd.

 

Enga sturtu er að finna í rýminu, heldur er um að ræða lítið gufubað þar sem hægt er að svitna rækilega og þurrka síðan svita og óhreinindi af með blautþurrkum. Maturinn svarar til þess sem snætt er um borð í ISS, þ.e. dósamatur og þurrkuð fæða, sem bæta þarf vatni saman við. Líkt og í alvöru geimfarinu eru reykingar og áfengisneysla bönnuð.

 

Andstætt því sem gerist í ISS geimstöðinni, þar sem ferskar birgðir eru sóttar reglulega frá Jörðu, þá verður öllum matvælum í Mars-tilrauninni komið fyrir um borð áður en tilraunin hefst og þau geymd í sérstökum birgðahólki. Hins vegar munu þátttakendurnir hafa yfir að ráða litlum garði sem reynt verður að rækta radísur og kál í, svo og kryddjurtir. Þá verður einnig útbúin sérstök lyfjaeining, þar sem unnt verður að meðhöndla veika þátttakendur og einangra þá.

 

Verða fyrir geislun allan sólarhringinn

 

Ýmsum mikilvægum þáttum er þó ógerlegt að líkja eftir á jörðu niðri: fjarlægðinni frá Jörðu, þyngdarleysinu og geisluninni.

 

Fjarlægðin frá Jörðu kann að verða alvarlegasta vandamálið hvað andlega líðan snertir.

 

Ferð til Mars er allt annað en dvöl í geimstöð ellegar einangrunartilraun á jörðu niðri. Ef eitthvað fer úrskeiðis er engin hjálp í næsta nágrenni. Vísindamennirnir geta ekki opnað dyrnar og beðið eftir geimferju sem kemur og sækir þá. Eftir einnar viku ferðalag líkist Jörðin aðeins bláum bletti og engin leið er að snúa við. Þegar svo Jörðin hverfur á bak við sólu rofnar allt talstöðvarsamband við hana.

 

Þyngdarleysið er annað vandamál, því vöðvar og bein rýrna. Nauðsynlegt er að beita þónokkrum aga og leggja stund á æfingar en ætlunin er að þátttakendurnir æfi á hlaupabretti í nokkrar klukkustundir á dag.

 

Þá hafa vísindamenn enn fremur áhyggjur af því hvernig geimförunum takist að lenda á Mars eftir langtíma þyngdarleysi. Þegar snúið verður aftur til Jarðar mun hópur lækna taka á móti geimförunum og aðstoða þá, en slíku er ekki til að dreifa á Mars. Þyngdaraflið á Mars nemur aðeins þriðjungi af þyngdarafli Jarðar.

 

Þriðja vandamálið er að á svo langri ferð um geiminn verða þátttakendurnir fyrir geimgeislun sem eykur hættuna á krabbameini og þess má einnig geta að geimfararnir eru minntir á geislunina allan sólarhringinn, því hún gerir vart við sig sem örlítil ljósglæta í auga.

 

Þó er hætt við að enn meira vandamál sé fólgið í ófyrirsjáanlegum sólstormum sem skyndilega geta fyllt rýmið af lífshættulegri agnageislun. Agnirnar eru svo varasamar að geimfararnir gætu þurft að leita skjóls dögum saman í geislatryggu rými, sem gengur undir heitinu stormklefi.

 

Þessum mikilvægu þáttum verður ekki hægt að líkja eftir í eftirlíkingunni af geimskipinu í Mars500-tilraununum. Þrátt fyrir þessa annmarka á tilraununum sem fram munu fara á jörðu niðri vonast sálfræðingarnir engu að síður til að læra ýmislegt um hvernig áhöfnin bregst gegn langvarandi streitu, þegar þátttakendurnir hafa einungis hver annan, og enga aðra, til að leita til.

 

Til þess að Mars500-tilraunin líkist jafn mikið veruleikanum og frekast er unnt verða þátttakendurnir að fylgja dagsáætlun, sem felst bæði í líkamsrækt og vísindalegum tilraunum.

 

30 daga rannsóknir á tilbúnum Mars

 

Skipting á milli vinnutíma og frístunda verður sú sama og hjá geimförunum sem fara í sjálfan leiðangurinn til Mars síðar meir. Meira að segja verður líkt eftir lendingunni á Mars.

 

Þátttakendurnir þrír sem eiga að „lenda“ á Mars fara fyrst inn í sérstakt lendingarhólf. Þeir verða klæddir sérlegum geimbúningum og ganga út á eftirlíkingu af landslaginu á Mars, sem verður á stærð við lítinn matjurtagarð.

 

Þar er svo ætlunin að þeir safni saman steinum og ryki, sem komið hefur verið fyrir þar, og rannsaki þetta. Þessa 30 daga bíða hinir þátttakendurnir svo og láta sem þeir séu á sporbaug um Mars, þar til lendingarteymið snýr aftur.

 

Mars500 verður engan veginn síðasta tilraunin sem gerð verður áður en lagt verður upp í sjálfa ferðina til Mars.

 

Þó svo að enn sé margt ólært um áhafnarsálfræði, þá hefur tekist að útbúa ýmsar góðar reglur gegnum árin sem beitt er í vali á geimförum og þessar reglur virðast koma að góðu gagni. Brýnt er að velja fólk sem hægt er að sjá fyrir sér sem ferðafélaga á margra ára ferðalagi.

 

Menn hafa komist að raun um að forðast beri þrjár manngerðir og ber þar fyrst að nefna tilraunaflugmenn, en NASA hafði einmitt valið tilraunaflugmenn sem fyrstu geimfarana. Þeir reyndust hins vegar vera of miklir einstaklingshyggjumenn, auk þess sem þeir voru gæddir of miklum keppnisanda og fífldirfsku.

 

Þá ber einnig að forðast að velja of lokaða persónuleika og einnig of opna. Það krefst hárfíns jafnvægis að geta skynjað hvenær aðrir hafa þörf fyrir að vera út af fyrir sig og hvenær þeir hafa löngun til að spjalla.

 

Geimfarar verða að hafa gott skopskyn og mega ekki taka sjálfa sig of hátíðlega. Á ferðalagi til Mars er mjög brýnt að hver og einn kunni það sem honum er ætlað að gera. Því er brýnt að velja laghent fólk, sem getur gert við salerni og tölvur og allt þar á milli. Í því felst mjög mikill andlegur styrkur að vera umvafinn dugmiklu fólki.

 

Fjórar manngerðir eru mikilvægar í ferðinni

 

Manngerðirnar þarf að skilgreina nánar. Sálfræðingar hafa nefnt fjórar manngerðir sem þeir segja að þurfi að taka þátt í ferðinni: einn framkvæmdamann, annan sem hefur hæfileika til greiningar, einn sem getur orðið hinum félögunum hvatning, og að lokum, mann sem getur stuðlað að góðu samstarfi.

 

Ekki er um að ræða eiginleg hlutverk, heldur nokkuð sem þróast getur meðan á dvölinni stendur. Þá getur einnig verið vandasamt að ákveða hver fari með völdin:

 

Geimfarið hefur þörf fyrir yfirmann, en það getur orðið snúið að komast að raun um á hvern hátt vænlegast sé að hann stjórni hópi vel gefinna og mjög sjálfstæðra geimfara.

 

Þá er einnig brýnt að ákveða hvernig stjórninni á jörðu niðri skuli háttað. Vitað er að geimfarar sem haldnir eru streitu þurfa að fá útrás.

 

Geimfarar sem lifa og hrærast í litlu rými geta ekki leyft sér að fá útrás hver á öðrum, líkt og venjulegt fólk getur gert, og skammast því frekar við stjórnendur á jörðu niðri. Þeir geta farið að upplifa starfsfólkið á jörðu niðri sem andstæðinga í stað þess að líta á þá sem samverkafólk. Þekkt dæmi um þetta er þriðja áhöfnin í bandarísku geimstöðinni Skylab, sem gerði uppreisn gegn því sem þeir túlkuðu sem óraunhæfar kröfur neðan frá Jörðu.

 

Þeir lýstu því yfir að starfsfólkið á jörðu niðri hefði enga hugmynd um hve langan tíma það tæki að vinna einföldustu verk úti í geimnum. Geimfararnir tilkynntu þeim þá að þeir ætluðu að taka sér frídag, með eða án leyfis. Það gerðu þeir svo og eftir þetta sýndu starfsmenn á jörðu niðri vandamálum geimfaranna öllu meiri skilning.

 

Mars500 er aðeins örlítið skref en hugsanlega ræðst ýmislegt um framtíð geimferða þó af þessari tilraun. Rannsóknir á sólkerfinu munu krefjast þess að sífellt verði lagt upp í lengri og lengri ferðir til fjarlægra reikistjarna.

 

Gerðar verða auknar kröfur til áhafnanna og ef ekki tekst að leysa ýmis vandamál í tengslum við sjúkdóma og andlega líðan, sem óhjákvæmilega orsakast af löngum ferðalögum, er hætt við að rannsóknir á sólkerfinu verði framkvæmdar af vélmennum.

 

Sennilega geta þau sýnt okkur nánast fullkomna mynd af því hvernig umhorfs er á öðrum plánetum en það jafnast nú ekkert á við að sjá hlutina með eigin augum.

 
 

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Jörðin

Leiða loftslagsbreytingar til fleiri jarðskjálfta?

Maðurinn

Heilsa okkar ræðst af blóðinu

Náttúran

Topp 5: Hvaða dýr stunda lengsta mökun?

NÝJASTA NÝTT

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

Náttúran

Af hverju eru lauf trjáa með mismunandi lögun?

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Náttúran

Jörðin eftir manninn: Svona munu leifar siðmenningar okkar hverfa

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

Náttúran

Af hverju eru lauf trjáa með mismunandi lögun?

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Náttúran

Jörðin eftir manninn: Svona munu leifar siðmenningar okkar hverfa

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Lifandi Saga

BNA á barmi borgarastyrjaldar: Nasista-prestur vildi bylta lýðræðinu

Lifandi Saga

BNA á barmi borgarastyrjaldar: Nasista-prestur vildi bylta lýðræðinu

Lifandi Saga

Bretar knúðu fram frjálsa verslun með fallbyssum

Lifandi Saga

Bretar knúðu fram frjálsa verslun með fallbyssum

Lifandi Saga

Nasistaveiðar meðal óvina 

Lifandi Saga

Nasistar leituðu arísks menningarheims í Tíbet

Glæpir

Newton upprætti peningafölsun í Englandi

Lifandi Saga

5 ástæður þess að BNA er einungis með tvo flokka 

Vinsælast

1

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

2

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

3

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

4

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

5

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

6

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

1

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

2

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

3

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

4

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

5

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

6

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Lifandi Saga

Versti óvinur skógareldanna

Lifandi Saga

Í fallhlíf til helvítis: Slökkviliðsmenn stukku beint niður í eldhafið

Maðurinn

Göngutúr heldur heilanum heilbrigðum

Menning og saga

5 fornleifafundir sem raskað hafa sögu mannsins

Heilsa

Vísindamenn hafa fundið mikilvægan eiginleika sem er sameiginlegur öllum sem náð hafa 100 ára aldri.

Lifandi Saga

Belgía biður Kongó afsökunar – með tönn

Lifandi Saga

Af hvaða kynstofni var Kleópatra?

Lifandi Saga

Kitty var Kim Kardashian 18. aldar

Heilsa

Bakteríurnar þrífast vel í handklæðinu þínu

Lifandi Saga

Voru víkingarnir húðflúraðir?

Menning

Þess vegna verða konur þreyttar á (sumum) körlum

Náttúran

Í frysti frá dánarstund

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Sagt er að franska drottningin María Antonía, betur þekkt sem Marie-Antoinette, hafi orðið hvíthærð kvöldið áður en hún var hálshöggin árið 1793. Er þetta yfirleitt hægt?

Maðurinn

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is