Stór sjáöldur gefa vísbendingar um háa greindarvísitölu

Ertu með stór sjáöldur - jafnvel þegar þú ert ekki að einbeita þér eða gera eitthvað flókið? Þá ertu líklega með greind yfir meðallagi.

BIRT: 07/04/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

„Augun eru spegill sálarinnar,“ segir gamalt spakmæli og nú sýna nýjar rannsóknir að augun geta líka beinlínis opinberað greind þína.

 

Í kjölfar þriggja rannsókna og tilrauna hafa bandarískir vísindamenn nú dregið þá ályktun að gáfað fólk hafi stærri sjáöldur en fólk sem býr yfir lakara gáfnafari.

 

Munurinn sést með berum augum

Niðurstöðurnar hafa verið birtar í tímaritinu Cognitive Psychology af heilasérfræðingum frá Georgia Institute of Technology.

Þetta gerðu rannsakendurnir

  • Sjáöldur meira en 500 einstaklinga voru mæld og greindarpróf framkvæmd

 

  • Þátttakendur horfðu fyrst í nokkrar mínútur inn á skjá þar sem augnmælir mældi meðalstærð sjáaldra þeirra.

 

  • Rannsóknarstofan var höfð í rökkri til að trufla ekki augu þátttakenda með ljósmengun.

 

  • Þátttakendur voru síðan prófaðir í að leysa verkefni hvað varðar skammtímaminni og einbeitingu

 

  • Í þeim síðastnefnda blikkaði stór litaður kassi á helmingi tölvuskjás á meðan þátttakendur þurftu að lesa stafi sem hurfu hratt af hinum helmingi skjásins.

Rannsakendur mældu sjáöldur og mældu greindarvísitölu yfir 500 manns frá  Atlanta -svæðinu í Bandaríkjunum.

 

Eftir að hafa gert ráð fyrir ólíkum aldursmun milli fólks, kom í ljós að eldra fólk hefur smærri sjáöldur og fundu vísindamenn skýra fylgni á milli frammistöðu prófa og meðalstærðar sjáaldranna.

 

Þeir þátttakendur sem stóðu sig best í greindarprófunum voru með stærri sjáöldur en þeir sem stóðu sig ekki eins vel.

 

Stigahæsta fólkið í greindarprófinu var í raun með svo miklu stærri sjáöldur en þeir sem verst stóðu sig að munurinn sást greinilega með berum augum.

 

Sama heilastöð stjórnar sjáöldrum og heilavinnslu

Rannsakendur á bak við tilraunina útskýra tengslin við þá staðreynd að samdráttur og stækkun sjáaldranna er stjórnað af heilastöð sem kallast locus coeruleus.

 

Sú smáa heilastöð, sem situr í efri heilastofni, hefur taugatengingar víða um allan heilann.

 

Locus coeruleus stjórnar hormóninu noradrenalín, sem virkar bæði sem taugaboðefni og gegnir mikilvægu hlutverki, sérstaklega fyrir nám, en einnig fyrir minni, einbeitingu og skynjun.

 

Samkvæmt bandarískum vísindamönnum er því fólk með stærri sjáöldur líklega með þróaðra locus coeruleus og því getur heilastöðin betur stjórnað bæði sjáöldrum og heilastarfsemi sem við tengjum oft við mikla greind.

BIRT: 07/04/2023

HÖFUNDUR: SØREN STEENSIG

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutteerstock,

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.