Maðurinn

Þarmabakteríurnar  lækka líkamshitann

Meðallíkamshiti okkar er ekki lengur 37 gráður. Vísindamenn kynnu nú að hafa uppgötvað skýringu á því – vegna 100 sjúklinga með blóðeitrun.

BIRT: 02/02/2024

Um miðja 19. öld varði þýski læknirinn Carl Reinhold August Wunderlich mörgum árum til að safna upplýsingum um líkamshita mörg þúsund manns.

 

Tilgangur hans var að skilgreina nákvæmlega hvert væri eðlilegt hitastig líkamans og það var þá ákvarðað 37 gráður að meðaltali.

 

Fyrir nokkrum árum uppgötvaði hópur vísindamanna hjá Stanfordháskóla í BNA að líkamshitinn virðist hafa lækkað jafnt og stöðugt síðustu 150 árin og er nú 36,4 gráður að meðaltali.

 

Mannslíkaminn virðist sem sagt fara lítils háttar kólnandi án þess að vísindamenn hafi getað útskýrt nákvæmlega hvers vegna. En nú hafa læknar hjá Michiganháskóla í BNA fundið mögulega ástæðu – í tilteknu líffæri.

 

Lífshættuleg sýking réð ferðinni

Til að finna ástæðu lækkandi líkamshita rannsökuðu læknarnir meira en 100 sjúklinga sem lagðir höfðu verið inn á sjúkrahús vegna blóðeitrunar. Blóðeitrun er alvarlegt ástand sem skapast af því að bakteríur komast í blóðrásina og geta mögulega komist inn í líffærin.

 

Þetta lífshættulega ástand getur leitt af sér mjög háan hita en fyrri rannsóknir hafa sýnt að líkamshiti sjúklinga með blóðeitrun er mjög misjafn. Vísindamennirnir athuguðu nú hvort bakteríur í meltingarvegi, svonefnd þarmaflóra sjúklinganna, gætu haft áhrif.

 

Bakteríur ráða hitanum

Eftir á prófuðu þeir niðurstöður sínar á músum og komust að því að genabreyttar mýs án þarmaflóru sýndu ekki jafn afgerandi stórar hitasveiflur við blóðeitrun og mýs með hefðbundna þarmaflóru. Hitasveiflur í eðlilegum músum virtust að auki tengjast sömu bakteríutegundum og í mönnum.

 

Jafnvel heilbrigðar, genabreyttar mýs án þarmaflóru höfðu yfirleitt lægri líkamshita en venjulegar mýs og meðferð með sýklalyfjum lækkaði líkamshitann enn frekar.

Undirstúkan stýrir líkamshitanum

Eðlilegur hiti líkamans er ákvarðaður í undirstúkunni í miðheilanum.

 

Þessari heilastöð berast taugaboð um hitabreytingar alls staðar í líkamanum.

 

Hækki hitinn t.d. um eina gráðu sendir undirstúkan boð til háræða í húðinni um að víkka sig.

 

Húðin verður þá rauðleitari og svitaframleiðsla eykst. Þegar svitinn nær ytra borði húðarinnar, gufar hann upp og veldur þannig varmatapi.

Sýklalyf höfðu áhrif

Vísindamennirnir segja að þarmaflóran virðist geta gegnt hálfgerðu lykilhlutverki varðandi líkamshitann og að breytingar á þarmaflóru síðustu 150 árin geti mögulega skýrt lækkandi líkamshita á þessum tíma.

 

„Erfðaefni okkar hefur ekki breyst að neinu ráði síðustu 150 árin en breytingar á mataræði og notkun sýklalyfja hafa mikil áhrif á þarmaflóruna,“ segir Kale Bongers sem er meðal þeirra sem stóðu að rannsókninni.

 

En hann leggur líka áherslu á að fleiri rannsóknir þurfi til að staðfesta þessi tengsl endanlega.

HÖFUNDUR: NANNA VIUM

© Shutterstock. © Shutterstock/Sebastian Kaulitzki.

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Alheimurinn

Tvíburi Vetrarbrautarinnar finnst í útjaðri alheimsins

Alheimurinn

Tvíburi Vetrarbrautarinnar finnst í útjaðri alheimsins

Lifandi Saga

Hvers vegna klæddust fangar röndóttum búningum í gamla daga?

Lifandi Saga

Hvers vegna klæddust fangar röndóttum búningum í gamla daga?

Náttúran

Topp 5: Hvaða dýr stunda lengsta mökun?

Lifandi Saga

Sósíaldarwinistarnir lýstu yfir stríði gegn fátækum

Lifandi Saga

BNA á barmi borgarastyrjaldar: Nasista-prestur vildi bylta lýðræðinu

NÝJASTA NÝTT

Náttúran

Af hverju eru lauf trjáa með mismunandi lögun?

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Náttúran

Jörðin eftir manninn: Svona munu leifar siðmenningar okkar hverfa

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Náttúran

Af hverju eru lauf trjáa með mismunandi lögun?

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Náttúran

Jörðin eftir manninn: Svona munu leifar siðmenningar okkar hverfa

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Lifandi Saga

Nasistaveiðar meðal óvina 

Lifandi Saga

Nasistaveiðar meðal óvina 

Lifandi Saga

Nasistar leituðu arísks menningarheims í Tíbet

Lifandi Saga

Nasistar leituðu arísks menningarheims í Tíbet

Glæpir

Newton upprætti peningafölsun í Englandi

Lifandi Saga

5 ástæður þess að BNA er einungis með tvo flokka 

Lifandi Saga

Hvers vegna hættu karlar að ganga með hatt?

Lifandi Saga

Versti óvinur skógareldanna

Vinsælast

1

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

2

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

3

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

4

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

5

Náttúran

Jörðin eftir manninn: Svona munu leifar siðmenningar okkar hverfa

6

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

1

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

2

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

3

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

4

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

5

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

6

Náttúran

Af hverju eru lauf trjáa með mismunandi lögun?

Maðurinn

Göngutúr heldur heilanum heilbrigðum

Menning og saga

5 fornleifafundir sem raskað hafa sögu mannsins

Tækni

Allir vildu eiga pýramída

Maðurinn

Svo hættuleg er loftmengun fyrir lungun

Lifandi Saga

Af hvaða kynstofni var Kleópatra?

Lifandi Saga

Kitty var Kim Kardashian 18. aldar

Heilsa

Bakteríurnar þrífast vel í handklæðinu þínu

Lifandi Saga

Voru víkingarnir húðflúraðir?

Menning

Þess vegna verða konur þreyttar á (sumum) körlum

Náttúran

Í frysti frá dánarstund

Heilsa

Hinn týndi hlekkur milli krabbameins og mataræðis ef til vill fundinn

Heilsa

Vísindamenn: Miklir kostir þess að nota stigann frekar en lyftuna.

Af hverju eru lauf trjáa með mismunandi lögun?

Þegar ég skoða laufblöð trjáa tek ég eftir því hversu ólík þau eru í raun og veru. Er það tilviljun eða hefur lögun blaðsins hlutverk?

Náttúran

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is