Maðurinn

Þess vegna óttast sérfræðingar suðurafríska afbrigði kórónuveirunnar

Nýtt kórónuafbrigði frá S-Afríku skelfir veirufræðinga, einkum af tveimur ástæðum. En sem betur fer geta bóluefnaframleiðendur verið einu skrefi á undan hörmungunum.

BIRT: 29/01/2021

LYF – SJÚKDÓMAR

LESTÍMI 6 MÍNÚTUR

Stökkbreytt afbrigði kórónuveirunnar frá m.a. Englandi, S-Afríku og Brasilíu hafa verið áberandi í fjölmiðlum síðustu vikur. En núna beina sérfræðingar sjónum sínum að afbrigði sem er talið vera upprunnið í S-Afríku en það hefur borist til fjölmargra landa í Evrópu.

 

Óttinn við þetta suðurafríska veiruafbrigði, 501Y.V2, stafar af stökkbreytingu í henni sem kann að draga úr skilvirkni bóluefna gegn veirunni.

Hlustið hér á af hverju vísindamaður í fremstu röð  hefur áhyggjur:

Sérfræðingar eru á varðbergi – af tveimur ástæðum:

 

1. Stökkbreytingar geta dregið heimsfaraldurinn á langinn

Stökkbreytingarnar í 501Y.V2 virðast geta …

 

–     Aukið smitnæmni um 50 prósent

 

–      Dregið úr virkni bólusetninga

 

–      Aukið hættu á að smitaðir geti smitast á ný

 

Smitnæmið er í sjálfu sér verulegt vandamál, því þá þarf að bólusetja langtum fleiri til að ná hjarðónæmi.

 

Það er einkum ein uggvænleg stökkbreyting – E484K – í svonefndu gaddaprótíni sem virðist valda því að veiran getur forðast sum mótefnin sem bólusetning eða fyrri smit mynda. Þannig getur stökkbreytt afbrigðið mögulega dregið úr skilvirkni bólusetningarinnar sem hefur verið talin virka í 98% tilvika.

 

Enginn af ofangreindum þáttum virðist þó vera fær um að valda nýjum faraldri, líkt og menn óttuðust þegar smit fundust í minkabúum í Danmörku.

 

Samanlagt geta þó þessir þættir dregið úr vægi bólusetninga, þannig að faraldurinn varir lengur.

2. Sérstakar aðstæður geta hraðað stökkbreytingum

 

Eftir að hafa valdið gríðarlegum hörmungum í fyrstu, dró úr smitnæmi inflúensuveirunnar sem olli Spænsku veikinni.

 

Sérfræðingar áttu von á að sú yrði einnig raunin með SARS-CoV-2 en um þessar mundir virðast stökkbreytingar auka smitnæmi veirunnar sem og getu hennar til að forðast ónæmiskerfið.

 

SARS-CoV-2 stökkbreytist hægt miðað við t.d. inflúensuveiruna og því telja sérfræðingar að það muni líða mörg ár áður en veiran hefur stökkbreyst svo mikið að núverandi bóluefni virki ekki lengur gegn henni.

 

Þess vegna hefur mikill fjöldi stökkbreytinga í m.a. suðurafríska afbrigðinu – átta stökkbreytingar í gaddaprótíninu einu saman – komið sérfræðingum í opna skjöldu.

 

Miklar stökkbreytingar geta komið fram við sérstakar aðstæður, t.d. á minkabúum þar sem þéttleiki dýra er mikill eða jafnvel í einum sjúklingi með veiklað ónæmiskerfi, eins og er talin hafa verið raunin í enska afbrigðinu.

Svona stökkbreytist veira:

Stökkbreytingargerð #1 – Erfðafræðilegt skrið

 

Litlar stökkbreytingar verða í veirunni

Veira stökkbreytist lítillega í sífellu.

 

Stökkbreytingarnar skapa nýtt afbrigði

Með tíð og tíma verða fleiri og fleiri stökkbreytingar og á endanum skapast nýtt afbrigði af upprunalega vírusnum.

 

 

Stökkbreytingargerð #2 – Erfðafræðileg skipti

 

Erfðafræðileg skipti verða þegar tvær eða fleiri veirur samþættast og mynda nýja gerð veiru. Erfðabreytingin orsakar oft nýja sjúkdóma sem ónæmiskerfi okkar kann engin skil á og getur því ekki ráðið niðurlögum sjúkdómsins. Svínainflúensufaraldurinn H1N1 árið 2009 kom fram eftir erfðafræðileg skipti með veirum úr svínum, mönnum og fuglum.

 

Veirur ráðast á frumu

Tvær eða fleiri veirur ráðast á frumu.

 

RNA veiranna fjölfaldast

Inni í frumunni fjölfaldar frumukjarninn RNA veiranna.

 

Ný veira myndast

Þetta skapar nýja veiru sem ber suma eiginleika upprunalegu veiranna.

Besta vörnin gegn frekari stökkbreytingum felst í að bólusetja sem flesta á sem skemmstum tíma. Þess vegna erum við í kapphlaupi við tímann – og þess vegna sjáum við áhyggjufulla veiru- og faraldsfræðinga í fjölmiðlum um þessar mundir.

Góðu fréttirnar: Bóluefni virkar nokkuð gegn suðurafríska afbrigðinu

 

Bandaríska sóttvarnarstofnunin og lyfjaframleiðendur telja að bóluefnin virki ennþá á suðurafríska afbrigðið þrátt fyrir stökkbreytingarnar.

 

Komi annað í ljós er heill herskari sérfræðinga tilbúinn að kafa til botns í erfðaefni veirunnar.

 

Fram til þessa hafa tilraunir sýnt að bóluefnið frá Pfizer verkar á sumar stökkbreytingar en þó er eftir að skoða E484K nánar.

LIFANDI VÍSINDI HALDA FRAM

 

Efasemdir eru góðar! Allar rannsóknir byggja á efa, staðreyndum og sönnunargögnum. Þannig ætti umræðan um hin nýju COVID-19 bóluefni einnig að vera.

 

Því miður heyrist stundum ekki jafn mikið í staðreyndum og skynsemi eins og ótta og tilfinningum og svo virðist sem lífshættulegar lygar og samsæriskenningar um bóluefnin eigi auðvelt með að dreifa sér.

 

Á næstunni reynum við að gera allt sem við getum til að veita svör við öllum þeim spurningum og áhyggjum sem þið – lesendur okkar – hafið um hin nýju bóluefni.

 

Orðið er laust. Sem betur fer. Við ráðleggjum þér að þú leyfir vísindunum (líka) að komast að.

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

NÝJASTA NÝTT

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Vinsælast

1

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

2

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

3

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

4

Jörðin

Jörðin eftir manninn

5

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

6

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

1

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

2

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

3

Jörðin

Jörðin eftir manninn

4

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

5

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

6

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Læknisfræði

Hvers vegna fáum við ofnæmi?

Maðurinn

Lamaður maður gengur fyrir eigin hugarafli

Lifandi Saga

Dans indíána orsakaði blóðbaðið við Wounded Knee

Heilsa

Rannsókn: Tæp skeiðfylli af þessari fitutegund daglega dregur úr hættu á heilabilun

Maðurinn

Er hollt að gefa blóð?

Tækni

Vandamál sem gat orðið aðkallandi

Maðurinn

Efnaskiptin eru stöðug frá 20 til 60 ára aldurs

Maðurinn

Er siðblindingi á vinnustaðnum þínum?

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Er sólarvörn yfirhöfuð nauðsynleg ef dvalið er í skugga mestallan daginn?

Maðurinn

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.