Search

Þess vegna verða símar rafmagnslausir í kulda

Kuldi getur hægt svo mikið á efnahvörfum í farsímarafhlöðum að síminn skynjar að dautt sé á rafhlöðunni.

BIRT: 06/01/2021

LESTÍMI:

2 mínútur

Tækni - farsímar

Lestími: 1 mínúta

 

Í rafhlöðum eiga sér stað efnahvörf sem verða tíðari því meira sem sameindirnar eru á hreyfingu, hver innan um aðra.

 

Líkurnar á að þær rekist hver á aðra og valdi efnahvörfum aukast því hærra sem hitastigið er, því þá hreyfast sameindirnar hraðar en ella. Í kulda dregur úr hraða efnahvarfa í rafhlöðum og virkni þeirra verður fyrir vikið slælegri.

Kuldi hægir á efnahvörfum í rafhlöðum

Þegar kveikt er á símanum verður spennumunur í rafhlöðunni. Í svonefndu afoxunarferli streyma líþíumjónir frá mínus rafhlöðunnar, forskautinu, yfir í plúsinn, bakskautið.

 

Rafeindirnar reyna að fylgja á eftir en komast ekki gegnum vökvann, raflausnina, í miðju rafhlöðunnar. Eina leiðin til bakskautsins er í gegnum þá straumrás sem rafhlaðan er tengd við, þ.e. símann, sem fær þar með rafstraum

Kuldi hægir á ferlinu

Í frosti hægir kuldinn á afoxunarferlunum og minna rafmagn streymir út í símann. Í sumum tilvikum berst svo lítill rafstraumur að síminn skynjar að rafhlaðan sé dauð. Hleðsla rafhlöðunnar í kulda gengur að sama skapi hægar fyrir sig.

 

Í rafhlöðum eiga sér stað efnaferli þar sem jónir og rafeindir streyma gegnum rafhlöðuna og mynda rafstraum. Í kulda hægir á ferlunum.

 

Eigi rafhlaðan til dæmis að knýja snjallsíma er hugsanlegt að kuldi hefti tíðni efnahvarfanna í svo miklum mæli að síminn telji rafhlöðuna vera tóma.

 

Rafstraumur berst í rauninni gegnum straumrásina en sameindirnar hreyfast það hægt og mynda svo fá efnahvörf að engu er líkara en að rafhlaðan „missi hleðslu“ í kuldanum.

Notið símann í hlýju en geymið hann í kulda

Þetta táknar þó ekki að ráðlegt sé að leggja símann á ofn.

 

Ef ætlunin er að láta rafhlöðuna endast sem lengst gefst í rauninni vel að varðveita hana í kulda. Fá ósjálfráð efnahvörf eiga sér stað í rafhlöðum og fyrir vikið tæmist uppsafnaður rafstraumur á löngum tíma en sé rafhlaðan geymd á svölum stað, t.d. yfir nóttina, gengur enn minna á hana.

BIRT: 06/01/2021

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is