Náttúran

Þrenns konar tækni á að útrýma örplastinu

Náttúran er að drukkna í örplasti. Og ruslið endar svo í líffærum okkar. Nú eiga segulfjaðrir, bakteríur og nýjar plastgerðir að hjálpa okkur að leysa vandann.

BIRT: 14/02/2024

Örplast er allt í kringum okkur – og innra með okkur. Hinar örsmáu plastagnir koma úr mat, fötum, bílum og mörgu fleiru og við borðum bæði og öndum þeim að okkur á hverjum einasta degi.

 

Vísindamenn hafa ekki enn yfirsýn yfir heilsufarslegar afleiðingar, en þeir vita að plastið endar djúpt inni í líffærum okkar.

 

Auk þess hefur örplast alvarlegar afleiðingar fyrir gróður og dýralíf jarðar. Alls enda um átta til tíu milljónir tonna af plasti í heimshöfunum á ári hverju og mun tonnunum án efa fjölga á næstu árum.

 

Sem betur fer eru vísindamenn að vinna að fjölda snjallra leiða sem getur hjálpað okkur að leysa þetta víðtæka vandamál.

 

Bakteríur fanga örplast í slímnet

Bakterían Pseudomonas aeruginosa skapar slímugar himnur sem kallast líffilmur sem geta fangað plast.

Í Pólýtækniháskólanum í Hong Kong hafa vísindamenn þróað genabreyttar bakteríur sem geta fangað örplast í vatni. Bakteríurnar eru af tegundinni Pseudomonas aeruginosa og í sameiningu spinna þær fituhimnu kringum plastörðurnar þannig að þær safnast saman og sökkva til botns. Plastið má svo taka og endurvinna.

 

Enn sem komið er hefur aðferðin aðeins verið prófuð í rannsóknastofu en vísindamenn vonast til að bakteríurnar geti fjarlægt örplast úr skólpi.

 

Kostir: Fræðilega séð má nýta bakteríur sem þegar eru til í náttúrunni til að safna upp plasti. Þannig verða önnur umhverfisáhrif í lágmarki.

 

Gallar: Bakterían sem vísindamennirnir nota veldur smiti í fólki. Þess vegna þarf að þróa nýja gerð áður en henni er sleppt lausri.

Hittið nýju vinnufélagana: Bakteríur bretta upp ermarnar

 

Þær bæta holur í götunni, hreinsa sýkla úr líkamanum og taka til á jarðsprengjusvæðum. Vísindamenn hafa tamið heilan her baktería og kennt þessum þrautþjálfuðu örsmáu lífverum að taka að sér störf sem engin mannshönd gæti nokkru sinni gert.

 

 

 

Lestu meira –

Nanófjaðrir klippa örplast í búta

Vísindamenn hafa búið til smásæjar fjaðrir (efst til hægri) sem geta brotið niður plastagnir.

Hin endanlega lausn í baráttunni við örplast væri auðvitað sú að finna aðferð til að leysa örðurnar upp í náttúrunni. Vísindamenn, m.a. hjá Adelaideháskóla í Ástralíu, hafa þróað nanótækni sem eiginlega gæti einmitt gert það.

 

Aðferðin byggir á sindurefnum og lokaafurðin leysist upp í vatni. Þessi sindurefni eru þó skammlíf en vísindamennirnir hafa gert smásæjar kolefnisfjaðrir sem geta haldið framleiðslunni uppi. Fjaðrirnar eru þar að auki segulmagnaðar og því unnt að safna þeim saman og nota aftur.

Fjaðrir breyta plasti í vatn

Frá plasti til vatns og koltvísýrings – smágerðar segulmagnaðar fjaðrir gætu verið lykillinn að því að breyta örplasti í skaðlausari efni.

1. Eitraður málmur í fjöðrunum

Vísindamennirnir nota nanórör úr kolefni og málminn mangan í þessar fíngerðu fjaðrir. Kolefnið veitir stöðugleika og verndar gegn eitrun úr málminum. Lengd fjaðranna er nálægt helmingi höfuðhárs.

2. Sindurefni brjóta niður plastið

Manganið í fjöðrunum myndar svokölluð sindurefni sem brjóta niður plastörðurnar (rauðar) með oxun. Tæknin hefur verið reynd á hreinsikrem sem í eru litlar plastörður eins og mörgum öðrum snyrtivörum.

3. Segulstál safnar fjöðrunum saman

Vísindamennirnir segja plastörðurnar með tímanum brotna niður í koltvísýring og vatn. Manganið gerir fjaðrirnar segulvirkar og því má nota segul til að safna þeim upp, bæði til endurnýtingar og svo að þær mengi ekki út frá sér.

Kostir: Reynist tæknin virka gæti hún gert örplast í náttúrunni óskaðlegt – og vísindamennirnir telja kannski mögulegt að brjóta plastið niður í næringarefni.

 

Gallar: Efnin brjóta niður allt plast, ekki bara örplast og það gæti skapað vanda. Í fjöðrinni er líka mangan sem sjálft getur skapað vandræði.

 

Önnur efni koma í stað plasts

Vísindamenn hafa þegar búið til efni sem brotna auðveldlega niður í stað plasts, t.d. þetta efni, sem er búið til úr maíssterkju.

Mikilvægasta lausnin á örplastvandanum felst í því að nota minna af plasti. Það má m.a. gera með endurnýtingu. Enn er endurvinnsla plasts í mörgum tilvikum ómöguleg og í Evrópu eru aðeins um 30% plasts endurunnin. Vísindamenn vinna að tæknilausnum til að leysa upp gamalt plast og nota leifarnar í nýtt plast.

 

Önnur aðferð felst í því að finna ný efni sem komið geti í stað plasts. Þegar hafa verið framleidd efni með svipaða eiginleika úr maíssterkju. En við getum líka hjálpað til sjálf með því að velja fatnað úr náttúruefnum fremur en pólýester.

 

Kostir: Nú þegar er til tækni til að endurvinna meira af plasti en gert er og t.d. í fataiðnaði er unnt að nota ýmis náttúruefni í stað plasttrefja.

 

Gallar: Plast er notað í svo margvíslegar afurðir að frá efnahagslegu sjónarmiði er erfitt að skipta því út. Efni sem notuð eru í staðinn gætu sum valdið mengun.

HÖFUNDUR: SØREN BJØRN-HANSEN

Shutterstock,© Shutterstock/Kang et al.,© Claus Lunau

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

NÝJASTA NÝTT

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Vinsælast

1

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

2

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

3

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

4

Jörðin

Jörðin eftir manninn

5

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

6

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

1

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

2

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

3

Jörðin

Jörðin eftir manninn

4

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

5

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

6

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Læknisfræði

Hvers vegna fáum við ofnæmi?

Maðurinn

Lamaður maður gengur fyrir eigin hugarafli

Lifandi Saga

Dans indíána orsakaði blóðbaðið við Wounded Knee

Heilsa

Rannsókn: Tæp skeiðfylli af þessari fitutegund daglega dregur úr hættu á heilabilun

Maðurinn

Er hollt að gefa blóð?

Tækni

Vandamál sem gat orðið aðkallandi

Maðurinn

Efnaskiptin eru stöðug frá 20 til 60 ára aldurs

Maðurinn

Er siðblindingi á vinnustaðnum þínum?

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Er sólarvörn yfirhöfuð nauðsynleg ef dvalið er í skugga mestallan daginn?

Maðurinn

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.