Náttúran

Þrjár villtar dýrategundir sýna okkur hvernig á að snúa á dauðann

Grænlandshákarlinn staðnæmist aldrei, nakta moldvörpurottan er ónæm fyrir krabbameini og marglytta endurfæðir sjálfa sig. Lengst inni í frumum dýranna og genum þeirra vonast vísindamennirnir til að finna svarið við því hvernig mennirnir gætu viðhaldið eilífri æsku.

BIRT: 02/11/2023

Þó að við mannfólkið verðum stöðugt eldra eru til dýr sem geta snúið alfarið á dauðann með vörnum gegn krabbameini, öldrun og með því að endurfæðast.

 

1. Grænlandshákarl

Íshafið hægir á efnaskiptum hákarlsins

Þrátt fyrir að grænlandshákarlinn fari sér hægt, sé með lágan líkamshita og í mörgum tilvikum sjónlaus er hann engu að síður eitt fremsta rándýr norðurskautsins.

 

Dýrin geta orðið allt að 272 ára gömul og öllu samkvæmt ættu þau að geta orðið langtum eldri.

 

Þrátt fyrir háan aldur sleppa hákarlar þessir alfarið við krabbamein, svo og hjarta- og æðasjúkdóma sem oft leggja mennina að velli. Langlífi þeirra má rekja til aðlögunarhæfni dýranna að jökulköldu heimskautaumhverfinu sem gerir það að verkum að efnaskiptin eru í algeru lágmarki.

 

Lífið í Norður-Íshafinu hægir enn fremur á annarri líkamsstarfsemi þannig að hjartað slær aðeins tólftu hverja sekúndu og dýrin ná fyrst kynþroska hundrað ára gömul. Grænlandshákarlinn er langlífasta hryggdýr heims.

 

2. Nakin moldvörpurotta

Krabbamein sneiðir hjá harðgerðri rottu

Undir gresjunni í Austur-Afríku lifir nakta moldvörpurottan í ýmsu tilliti afar sérkennilegu lífi.

 

Dýrið er með öllu hárlaust og það prýða einkar framstæðar tennur en þar fyrir utan býr dýrið yfir einstakri getu til að komast af.

 

Rotta þessi finnur ekki fyrir sársauka, hún getur lifað án súrefnis í allt að 25 mínútur og er ónæm fyrir krabbameini. Þetta síðasta atriði hefur vakið áhuga vísindamanna á að leysa ráðgátuna um innri varnir rottunnar.

 

Þegar frumur rottunnar umbreyta næringarefnum í orku, losna, líkt og í öðrum verum, sindurefni sem valda skemmdum í frumunum, m.a. á DNA-erfðaefninu og frumuveggjunum. Þetta getur að lokum orsakað krabbamein.

 

Vísindamennirnir hafa komist að raun um að nagdýr þetta notar m.a. genin BRCA1 og ATM til að gera við DNA-erfðaefnið og verja dýrið gegn sindurefnunum. Fyrir vikið veikjast rotturnar heldur ekki af krabbameini.

 

3. Japönsk marglytta

Marglytta hverfur að fyrra þróunarstigi

Úti fyrir ströndum Japans syndir marglyttan Turritopsis dohrnii og segja má að hún sé ódauðleg.

 

Fullvaxta og kynþroska dýrið getur þvingað sjálft sig til baka að því stigi þegar dýrið var enn botnfast, ef það t.d. sveltur eða meiðist. Dýrið getur breytt sérhæfðum frumum í nýjar frumutegundir og síðan gengið í gegnum alveg nýjan lífsferil.

HÖFUNDUR: JONAS GROSEN MELDAL

© Frans Lanting/Getty Images, © Doug Perrine/NaturePL, © Takashi Murai

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Alheimurinn

Tvíburi Vetrarbrautarinnar finnst í útjaðri alheimsins

Alheimurinn

Tvíburi Vetrarbrautarinnar finnst í útjaðri alheimsins

Lifandi Saga

Hvers vegna klæddust fangar röndóttum búningum í gamla daga?

Lifandi Saga

Hvers vegna klæddust fangar röndóttum búningum í gamla daga?

Náttúran

Topp 5: Hvaða dýr stunda lengsta mökun?

Lifandi Saga

Sósíaldarwinistarnir lýstu yfir stríði gegn fátækum

Lifandi Saga

BNA á barmi borgarastyrjaldar: Nasista-prestur vildi bylta lýðræðinu

NÝJASTA NÝTT

Náttúran

Af hverju eru lauf trjáa með mismunandi lögun?

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Náttúran

Jörðin eftir manninn: Svona munu leifar siðmenningar okkar hverfa

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Náttúran

Af hverju eru lauf trjáa með mismunandi lögun?

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Náttúran

Jörðin eftir manninn: Svona munu leifar siðmenningar okkar hverfa

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Lifandi Saga

Nasistaveiðar meðal óvina 

Lifandi Saga

Nasistaveiðar meðal óvina 

Lifandi Saga

Nasistar leituðu arísks menningarheims í Tíbet

Lifandi Saga

Nasistar leituðu arísks menningarheims í Tíbet

Glæpir

Newton upprætti peningafölsun í Englandi

Lifandi Saga

5 ástæður þess að BNA er einungis með tvo flokka 

Lifandi Saga

Hvers vegna hættu karlar að ganga með hatt?

Lifandi Saga

Versti óvinur skógareldanna

Vinsælast

1

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

2

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

3

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

4

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

5

Náttúran

Jörðin eftir manninn: Svona munu leifar siðmenningar okkar hverfa

6

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

1

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

2

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

3

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

4

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

5

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

6

Náttúran

Af hverju eru lauf trjáa með mismunandi lögun?

Maðurinn

Göngutúr heldur heilanum heilbrigðum

Menning og saga

5 fornleifafundir sem raskað hafa sögu mannsins

Tækni

Allir vildu eiga pýramída

Maðurinn

Svo hættuleg er loftmengun fyrir lungun

Lifandi Saga

Af hvaða kynstofni var Kleópatra?

Lifandi Saga

Kitty var Kim Kardashian 18. aldar

Heilsa

Bakteríurnar þrífast vel í handklæðinu þínu

Lifandi Saga

Voru víkingarnir húðflúraðir?

Menning

Þess vegna verða konur þreyttar á (sumum) körlum

Náttúran

Í frysti frá dánarstund

Heilsa

Hinn týndi hlekkur milli krabbameins og mataræðis ef til vill fundinn

Heilsa

Vísindamenn: Miklir kostir þess að nota stigann frekar en lyftuna.

Af hverju eru lauf trjáa með mismunandi lögun?

Þegar ég skoða laufblöð trjáa tek ég eftir því hversu ólík þau eru í raun og veru. Er það tilviljun eða hefur lögun blaðsins hlutverk?

Náttúran

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is