Þrjár villtar dýrategundir sýna okkur hvernig á að snúa á dauðann

Grænlandshákarlinn staðnæmist aldrei, nakta moldvörpurottan er ónæm fyrir krabbameini og marglytta endurfæðir sjálfa sig. Lengst inni í frumum dýranna og genum þeirra vonast vísindamennirnir til að finna svarið við því hvernig mennirnir gætu viðhaldið eilífri æsku.

BIRT: 02/11/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

Þó að við mannfólkið verðum stöðugt eldra eru til dýr sem geta snúið alfarið á dauðann með vörnum gegn krabbameini, öldrun og með því að endurfæðast.

 

1. Grænlandshákarl

Íshafið hægir á efnaskiptum hákarlsins

Þrátt fyrir að grænlandshákarlinn fari sér hægt, sé með lágan líkamshita og í mörgum tilvikum sjónlaus er hann engu að síður eitt fremsta rándýr norðurskautsins.

 

Dýrin geta orðið allt að 272 ára gömul og öllu samkvæmt ættu þau að geta orðið langtum eldri.

 

Þrátt fyrir háan aldur sleppa hákarlar þessir alfarið við krabbamein, svo og hjarta- og æðasjúkdóma sem oft leggja mennina að velli. Langlífi þeirra má rekja til aðlögunarhæfni dýranna að jökulköldu heimskautaumhverfinu sem gerir það að verkum að efnaskiptin eru í algeru lágmarki.

 

Lífið í Norður-Íshafinu hægir enn fremur á annarri líkamsstarfsemi þannig að hjartað slær aðeins tólftu hverja sekúndu og dýrin ná fyrst kynþroska hundrað ára gömul. Grænlandshákarlinn er langlífasta hryggdýr heims.

 

2. Nakin moldvörpurotta

Krabbamein sneiðir hjá harðgerðri rottu

Undir gresjunni í Austur-Afríku lifir nakta moldvörpurottan í ýmsu tilliti afar sérkennilegu lífi.

 

Dýrið er með öllu hárlaust og það prýða einkar framstæðar tennur en þar fyrir utan býr dýrið yfir einstakri getu til að komast af.

 

Rotta þessi finnur ekki fyrir sársauka, hún getur lifað án súrefnis í allt að 25 mínútur og er ónæm fyrir krabbameini. Þetta síðasta atriði hefur vakið áhuga vísindamanna á að leysa ráðgátuna um innri varnir rottunnar.

 

Þegar frumur rottunnar umbreyta næringarefnum í orku, losna, líkt og í öðrum verum, sindurefni sem valda skemmdum í frumunum, m.a. á DNA-erfðaefninu og frumuveggjunum. Þetta getur að lokum orsakað krabbamein.

 

Vísindamennirnir hafa komist að raun um að nagdýr þetta notar m.a. genin BRCA1 og ATM til að gera við DNA-erfðaefnið og verja dýrið gegn sindurefnunum. Fyrir vikið veikjast rotturnar heldur ekki af krabbameini.

 

3. Japönsk marglytta

Marglytta hverfur að fyrra þróunarstigi

Úti fyrir ströndum Japans syndir marglyttan Turritopsis dohrnii og segja má að hún sé ódauðleg.

 

Fullvaxta og kynþroska dýrið getur þvingað sjálft sig til baka að því stigi þegar dýrið var enn botnfast, ef það t.d. sveltur eða meiðist. Dýrið getur breytt sérhæfðum frumum í nýjar frumutegundir og síðan gengið í gegnum alveg nýjan lífsferil.

BIRT: 02/11/2023

HÖFUNDUR: JONAS GROSEN MELDAL

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © Frans Lanting/Getty Images, © Doug Perrine/NaturePL, © Takashi Murai

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is