Þrjú geimför eru grafin á framandi reikistjörnum.

Fönguð í sandi eftir ýmsa óheppni. Hingað til hafa 42 geimskip farist á öðrum reikistjörnum. En þessum dýra búnaði hefur ekki verið fórnað til einskis. Í miðju dauðastríðinu hafa geimskipin aflað ómetanlegrar nýrrar þekkingar og skilað mikilvægum prófunum.

BIRT: 20/11/2023

LESTÍMI:

3 mínútur

1. Vitjeppi festist á Mars

Vitjeppinn Spirit lenti eftir sex mánaða ferð til Mars í janúar 2004 – þremur vikum á undan tvíburajeppanum Opportunity.

 

Samkvæmt áætluninni átti tækið að ferðast um í 92 daga og safna jarðfræðilegum og efnafræðilegum upplýsingum. Sú áætlun var framlengd aftur og aftur.

 

Þessi litli Marsjeppi starfaði á endanum 24 sinnum lengur en ætlað var og lagði að baki 7,73 kílómetra – um 12 sinnum þá 600 metra sem til stóð í upphafi.

 

En þann 1. maí 2009 festist jeppinn í sandi í Gusevgígnum nálægt miðbaug Mars.

 

Áfram sendi hann þó gögn til jarðar fram í mars 2010, þegar tækin hættu að virka, trúlega vegna þess að hann hafði lent í of miklum kulda yfir veturinn.

 

Verkfræðingar hjá NASA og Jet Propulsion Laboratory reyndu í níu mánuði að vekja tækið aftur til lífsins, en 11 maí 2011 neyddust þeir til að lýsa yfir endalokum Spirit-leiðangursins. Opportunity entist enn lengur, eða til 2018.

 

Síðan hafa tveir vitjeppar verið sendir til Mars, Curiosity 2012 og Perserverance 2020, sem báðir gegna enn störfum fyrir NASA á Mars, en eru reyndar miklu stærri.

 

2. Brotlending vegna reiknivillu

Þegar Evrópska geimferðamiðstöðin ESA sendir geimfarið Traca Gas í átt til Mars þann 14. mars 2016 býr mikill metnaður að baki.

 

Með í för er lendingarfarið Schiparelli og saman mynda einingarnar tvær fyrsta hluta leiðangursins ExoMars, sem ætlað er að rannsaka hvort líf sé að finna á rauðu plánetunni.

 

Allt gengur samkvæmt áætlun þremur dögum fyrir komuna til Mars, þegar geimfarið losar lendingareininguna.

 

Sjálft á geimfarið að fara á braut um plánetuna og leita í gufuhvolfinu að sameindum sem gætu stafað frá lífverum, en Schiparelli er tilraunatæki sem ætlað er að prófa lendingartækni áður en ExoMars-verkefnið skili þróuðum Marsjeppa niður á yfirborðið 2020.

 

Eftir þriggja daga dvala er kveikt á Schiparelli þann 19. október og lendingarfarið tekur að hægja á sér í 122,5 km hæð.

 

Í 11 km hæð er hraðinn kominn úr 21.000 niður 1.650 km/klst og fallhlífin opnast. Hana á svo að losa í 1,3 km hæð og eldflaugar eiga eftir að það að hægja ferðina niður í 7 km hraða.

 

En öfug hæðarmæling sýnir móðurtölvunni að Schiparelli sé undir yfirborði plánetunnar og fallhlífinni er því sleppt of snemma. Schiparelli hrapar svo stjórnlaust niður á yfirborðið.

 

3. Sjálfsmorðsferð upplýsir aldur hringanna

Cassinigeimfarið dregur að sér athygli fjölmiðla um allan heim 15. september 2017, þegar það lýkur 13 ára könnunarferð sinni kringum Satúrnus og stærstu tungl hans.

 

Í áranna rás hefur Cassini gert fjölmargar stórmerkar uppgötvanir, fundið 500 metra háa ísgosstróka upp frá Enceladusi, gríðarlega storma í gufuhvolfi Satúrnusa og metanhöf á Títan.

 

Með í för var lendingarfarið Huygens, sem lenti á Títan 2005 og varð hið fyrsta – og hingað til hið eina – sem lent hefur á hnetti í ytri hluta sólkerfisins.

 

Á mikilfenglegum endaspretti tekur Cassini dýfu inn fyrir innstu hringi Satúrnusar í apríl 2017.

 

Næstu fimm mánuði fer geimfarið svo 22 hættuferðir inn á milli hringanna og plánetunnar, áður en það að síðustu tekur stefnu beint á Satúrnus sjálfan og brennur upp í gufuhvolfinu.

 

Hið vísindalega markmið þessarar sjálfsmorðsferðar var að gera endanlega út um áratuga deilur um aldur hringa Satúrnusar.

 

Og vísindamenn eru enn að vinna úr gögnunum frá þessum makalausu endalokum Cassinigeimfarsins.

BIRT: 20/11/2023

HÖFUNDUR: MIKKEL MEISTER

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © Claus Lunau,© NASA,

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is