1. Vitjeppi festist á Mars

Vitjeppinn Spirit lenti eftir sex mánaða ferð til Mars í janúar 2004 – þremur vikum á undan tvíburajeppanum Opportunity.
Samkvæmt áætluninni átti tækið að ferðast um í 92 daga og safna jarðfræðilegum og efnafræðilegum upplýsingum. Sú áætlun var framlengd aftur og aftur.
Þessi litli Marsjeppi starfaði á endanum 24 sinnum lengur en ætlað var og lagði að baki 7,73 kílómetra – um 12 sinnum þá 600 metra sem til stóð í upphafi.
En þann 1. maí 2009 festist jeppinn í sandi í Gusevgígnum nálægt miðbaug Mars.
Áfram sendi hann þó gögn til jarðar fram í mars 2010, þegar tækin hættu að virka, trúlega vegna þess að hann hafði lent í of miklum kulda yfir veturinn.
Verkfræðingar hjá NASA og Jet Propulsion Laboratory reyndu í níu mánuði að vekja tækið aftur til lífsins, en 11 maí 2011 neyddust þeir til að lýsa yfir endalokum Spirit-leiðangursins. Opportunity entist enn lengur, eða til 2018.
Síðan hafa tveir vitjeppar verið sendir til Mars, Curiosity 2012 og Perserverance 2020, sem báðir gegna enn störfum fyrir NASA á Mars, en eru reyndar miklu stærri.
2. Brotlending vegna reiknivillu

Þegar Evrópska geimferðamiðstöðin ESA sendir geimfarið Traca Gas í átt til Mars þann 14. mars 2016 býr mikill metnaður að baki.
Með í för er lendingarfarið Schiparelli og saman mynda einingarnar tvær fyrsta hluta leiðangursins ExoMars, sem ætlað er að rannsaka hvort líf sé að finna á rauðu plánetunni.
Allt gengur samkvæmt áætlun þremur dögum fyrir komuna til Mars, þegar geimfarið losar lendingareininguna.
Sjálft á geimfarið að fara á braut um plánetuna og leita í gufuhvolfinu að sameindum sem gætu stafað frá lífverum, en Schiparelli er tilraunatæki sem ætlað er að prófa lendingartækni áður en ExoMars-verkefnið skili þróuðum Marsjeppa niður á yfirborðið 2020.
Eftir þriggja daga dvala er kveikt á Schiparelli þann 19. október og lendingarfarið tekur að hægja á sér í 122,5 km hæð.
Í 11 km hæð er hraðinn kominn úr 21.000 niður 1.650 km/klst og fallhlífin opnast. Hana á svo að losa í 1,3 km hæð og eldflaugar eiga eftir að það að hægja ferðina niður í 7 km hraða.
En öfug hæðarmæling sýnir móðurtölvunni að Schiparelli sé undir yfirborði plánetunnar og fallhlífinni er því sleppt of snemma. Schiparelli hrapar svo stjórnlaust niður á yfirborðið.
3. Sjálfsmorðsferð upplýsir aldur hringanna

Cassinigeimfarið dregur að sér athygli fjölmiðla um allan heim 15. september 2017, þegar það lýkur 13 ára könnunarferð sinni kringum Satúrnus og stærstu tungl hans.
Í áranna rás hefur Cassini gert fjölmargar stórmerkar uppgötvanir, fundið 500 metra háa ísgosstróka upp frá Enceladusi, gríðarlega storma í gufuhvolfi Satúrnusa og metanhöf á Títan.
Með í för var lendingarfarið Huygens, sem lenti á Títan 2005 og varð hið fyrsta – og hingað til hið eina – sem lent hefur á hnetti í ytri hluta sólkerfisins.
Á mikilfenglegum endaspretti tekur Cassini dýfu inn fyrir innstu hringi Satúrnusar í apríl 2017.
Næstu fimm mánuði fer geimfarið svo 22 hættuferðir inn á milli hringanna og plánetunnar, áður en það að síðustu tekur stefnu beint á Satúrnus sjálfan og brennur upp í gufuhvolfinu.
Hið vísindalega markmið þessarar sjálfsmorðsferðar var að gera endanlega út um áratuga deilur um aldur hringa Satúrnusar.
Og vísindamenn eru enn að vinna úr gögnunum frá þessum makalausu endalokum Cassinigeimfarsins.