Maðurinn

Þú treystir ekki ófríðu fólki

Sönn fegurð kemur að innan. Heila þínum stendur hins vegar alveg á sama um það. Nýjustu rannsóknir hafa leitt í ljós að framþróunin hefur kennt okkur að hafa óbeit á ljótum andlitum og að óraunhæfar fegurðarímyndir eru ekki einungis uppspuni samfélagsins.

BIRT: 13/06/2023

Andlit hans var afskræmt. Djúp örin lágu um þvera og endilanga, glansandi, brennda húð andlitsins. Undir skökku nefinu opnaðist munnurinn í stóru brosi og skakkar, gular tennurnar komu í ljós.

 

Hann hét Freddy Krueger en um var að ræða aðalpersónuna í hryllingsmyndinni „Martröð á Álmstræti“.

 

Okkur nægir að horfa einu sinni á hann til að átta okkur á að þetta er ekki góður maður. Við dæmum hann á útlitinu einu saman.

Hugmyndasmiðirnir að baki kvikmyndinni Martröð á Álmstræti, frá árinu 1984, gerðu sitt besta til að láta áhorfendum ekki einungis finnast Freddy illur, heldur jafnframt ljótur.

Skýringin er sú að heilinn styttir sér leið. Hann blandar saman líkamlegri og andlegri fegurð og vinnur úr upplýsingunum í einni og sömu heilastöðinni. Sé útlitið ljótt, hlýtur hið innra einnig að vera það.

 

Þetta á ekki einvörðungu við um skáldskaparpersónur á hvíta tjaldinu. Heili okkar leikur sama leikinn alla daga gagnvart fólki sem við sjáum í umhverfi okkar. Afleiðingarnar verða þær að við álítum laglegt fólk vera greint og hæfileikaríkt á meðan þeir ófríðu teljast vera óáreiðanlegir.

 

Nú fýsir vísindamenn að komast að raun um hvort heilinn geri þetta aðeins til að spara tíma eða hvort framþróunin hafi knúið okkur til að hafa óbeit á ljótleika.

 

Í leit að svari við þessari spurningu hefur teymi bandarískra vísindamanna fundið uppskriftina að hinu fullkomna andliti og starfsbræður þeirra í Ástralíu hafa komist að raun um hvaða skilaboð ófrítt andlit eiginlega sendir umheiminum.

 

Fegurð er hlutlæg

Fegurð er margþætt hugtak. Manneskja getur verið fögur. Sama máli gegnir um blóm, tónverk eða innri mann.

 

Hvað á þetta þrennt sameiginlegt? Tveir vísindamenn á sviði taugafagurfræði, þeir Tomohiro Ishizu og Semir Zeki, hafa alltént fundið eitt svar við spurningunni: Fegurð virkjar ætíð sömu heilastöðvarnar.

 

Vísindamennirnir skimuðu heila 21 þátttakanda í tilraun einni á meðan þeir síðarnefndu virtu fyrir sér ljósmyndir og hlýddu á ólík tónverk. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að bæði fögru myndirnar og fallega tónlistin virkjuðu heilasvæði sem kallast miðlægur tóttarennisbörkur en virknin þar jókst eftir því sem áhrifin voru fegurri.

 

Kínverskir vísindamenn hafa á sama hátt sýnt fram á að ljótleiki tengist sérstöku svæði í heilanum, þar sem unnið er úr ófríðum andlitum og slælegu siðferði.

Fallegt og ljótt berjast í heilanum

Fallegt andlit sem tilheyrir illu innræti. Heilinn lendir í mesta basli þegar fegurð og ljótleiki rekast á og heilaskönnun leiðir í ljós hvar erfiðisvinnan á sér stað.

1. Ljótleiki sest djúpt í heilann

Heilasvæðið eyja sem er innst inni í heilanum, er þekkt fyrir að vinna úr vondri lykt og eins notum við það þegar við verðum vitni að limlestingu, óþrifnaði og mengun.

Svæðið er jafnframt virkjað þegar við sjáum einstakling sem er bæði illur og ljótur.

2. Fegurðar er notið á yfirborðinu

Bæði líkamleg og siðferðisleg fegurð virkar á miðlæga tóttarennisbörkinn, sem og miðlægu hnakkafellinguna en hvort tveggja er að finna á yfirborði heilans.

Virknin í þessum tveimur heilastöðvum er hvað mest þegar einstaklingur sem verður á vegi okkar er bæði útbúinn fögru andliti og vel gerðum innri manni.

3. Andstæður reyna á heilabörkinn

Miðlægi framheilabörkurinn fremst í heilaberkinum á þátt í æðri heilastarfsemi á borð við verkefnalausn og ákvarðanatöku.

Mikil starfsemi á sér stað þegar við verðum vitni að einstaklingi með ófrítt andlit og fallegt innræti eða öfugt.

Fallegt og ljótt berjast í heilanum

Fallegt andlit sem tilheyrir illu innræti. Heilinn lendir í mesta basli þegar fegurð og ljótleiki rekast á og heilaskönnun leiðir í ljós hvar erfiðisvinnan á sér stað.

1. Ljótleiki sest djúpt í heilann

Heilasvæðið eyja sem er innst inni í heilanum, er þekkt fyrir að vinna úr vondri lykt og eins notum við það þegar við verðum vitni að limlestingu, óþrifnaði og mengun.

Svæðið er jafnframt virkjað þegar við sjáum einstakling sem er bæði illur og ljótur.

2. Fegurðar er notið á yfirborðinu

Bæði líkamleg og siðferðisleg fegurð virkar á miðlæga tóttarennisbörkinn, sem og miðlægu hnakkafellinguna en hvort tveggja er að finna á yfirborði heilans.

Virknin í þessum tveimur heilastöðvum er hvað mest þegar einstaklingur sem verður á vegi okkar er bæði útbúinn fögru andliti og vel gerðum innri manni.

3. Andstæður reyna á heilabörkinn

Miðlægi framheilabörkurinn fremst í heilaberkinum á þátt í æðri heilastarfsemi á borð við verkefnalausn og ákvarðanatöku.

Mikil starfsemi á sér stað þegar við verðum vitni að einstaklingi með ófrítt andlit og fallegt innræti eða öfugt.

Skilgreininguna á fegurð er þó ekki aðeins að finna í hugum okkar heldur er jafnframt um að ræða fyrirfram ákveðinn fasta. Sú er að minnsta kosti skoðun hins viðurkennda skammtaeðlisfræðings og vísindafræðimanns Davids Deutsch við Oxford háskóla í Englandi.

 

Ef marka má David fyrirfinnst fegurð alveg óháð huglægum hugsunum okkar. Hún er álíka hlutlægur þáttur alheimsins og við á um lögmál eðlisfræðinnar og stærðfræðinnar.

 

Deutsch þessi notaði blóm til að færa sönnur á mál sitt. Þau hafa þróast í þá veru að þau laða að sér skordýr og á sama hátt hafa skordýrin þróast í þá átt að þau laðast að blómunum. Kenning Darwins um náttúruval útskýrir á einfaldan hátt samvinnu blómanna og skordýranna en skýrir hins vegar ekki hvers vegna fólk hrífst af útliti blóma.

 

Skýringuna segir Deutsch vera fólgna í því að blóm séu fögur á hlutlægan hátt. Þau séu falleg, óháð því hver horfir á þau og sömu sögu sé að segja af mörgum öðrum fallegum hlutum.

 

Kenningin vakti athygli og ýmsar tilraunir gefa til kynna að hún eigi jafnvel við rök að styðjast. Tilraunir þessar benda til þess að allt fólk sé í grunninn sammála um hvað sé fallegt og hvað ekki.

 

Vísindamenn finna fullkomna andlitið

Almennt séð höfum við öll sama smekk fyrir því hvað við teljum vera fallegt og þessi einhugur á ekki einungis rætur að rekja til þess að við séum undir áhrifum sameiginlegrar menningar. Ýmsar rannsóknir renna nefnilega stoðum undir þá kenningu að við þróum þetta fegurðarskyn strax við fæðingu.

 

Bandarískar tilraunir sem þróunarsálfræðingurinn Judith Langlois stýrði, leiddu í ljós að börn allt niður í tveggja mánaða aldur hafa sömu skoðun og fullorðnir á því hvaða andlit séu falleg og hver ófríð. Tilraunin sýndi, svo ekki varð um villst, að ungabörnin horfðu lengur á fallegu andlitin en þau ófríðu.

Tilraunir hafa leitt í ljós að tilteknir andlitsdrættir teljast sérlega fagrir og ísraelskum vísindamönnum hefur tekist að útbúa forrit út frá þeirri vitneskju sem gerir andlit á myndum fallegri.

Vísindamenn um víða veröld reyna fyrir vikið að finna þá eiginleika andlits sem öllum virðist þykja fallegir.

 

Þeir fundu það sem lagt var upp með að leita eftir. Einn mikilvægasti eiginleikinn er fólginn í samhverfu. Ítrekaðar tilraunir hafa leitt í ljós, með óyggjandi hætti, að við löðumst almennt að andlitum sem eru eins hægra og vinstra megin. Þetta er þó engan veginn algilt.

 

Andlit sem er fullkomlega samhverft getur þótt ófrítt og öfugt. Tilraun ein sem fól í sér þátttöku fullorðinna sem og 4-15 mánaða gamalla ungabarna, gaf til kynna að við getum komið auga á þessar undantekningar, á hvaða aldri sem við erum.

LESTU EINNIG

Skýringin er ugglaust sú að hlutföll í andlitum skipta máli.

 

Vísindamenn við Kaliforníuháskóla í Bandaríkjunum báðu þátttakendur í tilraun einni að leggja mat á tölvubreytt konuandlit með ýmiss konar hlutföllum. Tilraunin leiddi í ljós að það andlit sem þótti mest aðlaðandi var andlit þar sem lóðrétt fjarlægð frá miðju augans niður að munni nam um 36% af hæð andlitsins og lárétt fjarlægð frá miðju annars augans yfir að miðju hins nam um 46% af breidd andlitsins.

 

Vísindamennirnir telja að þessar niðurstöður geti jafnframt skýrt hvers vegna ný hágreiðsla getur breytt því hversu fagurt andlit virðist vera. Hágreiðslan hefur áhrif á það hvernig við skynjum hæð og breidd andlita og fyrir vikið einnig hlutföllin.

 

Fullkomið andlit

Við löðumst að samhverfum andlitum með tiltekin hlutföll og nú þykjast vísindamenn við Kaliforníuháskóla vita hvað veldur.

 

Fullkomnar fjarlægðir sem vísindamenn greindu milli augna og munns og svo einnig frá öðru auganu til hins, samsvara nánast fullkomlega þeim fjarlægðum sem vísindamennirnir greindu þegar þeir reiknuðu út meðaltal alls 40 ólíkra andlita.

 

Þeir andlitsdrættir sem fegurstir þóttu voru jafnframt þeir sem komust næst meðaltalinu.

Meðalmennskan er lykillinn að því að skilja smekk okkar á andlitum.

Þessar niðurstöður eru jafnframt studdar af tilraunum sem þróunarsálfræðingurinn Judith Langlois stóð fyrir. Hún notaði tölvuforrit til að bræða nokkur andlit saman í svokallað meðaltalsandlit. Þátttakendur í tilraun hennar hrifust mjög svo af þessu tiltekna andliti.

 

Sumir vísindamenn eru þeirrar skoðunar að meðalhófið ráði því einmitt hvaða augum við lítum andlit. Þeir álíta mikil frávik frá meðaltalinu geta verið til marks um skaðlegar stökkbreytingar eða slælega heilsu og fyrir vikið hafi framþróunin hvatt okkur til að taka meðaltalið fram yfir annað.

 

Rökfærsla þessi er m.a. studd af rannsóknum sem gefa til kynna að vannæring eða sjúkdómur snemma á ævinni kunni að hafa áhrif á þróun andlitsins, með þeim afleiðingum að það verði ekki samhverft.

 

Ólögulegt andlit kann jafnframt að vera til marks um lélega erfðavísa. Þetta samhengi hefur grafið djúpt um sig í heilum okkar, þó svo að við séum þess ekki meðvituð.

 

Óbeit ver okkur gegn sjúkdómum

Heilaskannanir hafa sýnt fram á að miðlægur tóttarennisbörkur okkar er virkjaður þegar við virðum fyrir okkur eitthvað fallegt og áður hefur komið í ljós að heilasvæði þetta er hluti af nautna- og umbunarstöðvum heilans.

 

Fagurt andlit leysir með öðrum orðum úr læðingi nautn í heilanum.

 

Ljótleiki veldur á hinn bóginn allt annarri tilfinningu.

LESTU EINNIG

Í tilraun einni sem gerð var árið 2020 fengu ástralskir vísindamenn þátttakendurna til að virða fyrir sér myndir af fólki, dýrum og byggingum. Sumar myndanna voru metnar á þann veg að þær væru ljótar og þessar sömu myndir kölluðu fram óbeit hjá þátttakendunum.

 

Vísindamennirnir tóku jafnframt hlutlausar myndir og bættu inn á þær atriðum sem báru vott um sjúkdóm. Þær myndir voru taldar vera ljótar og kölluðu fram óbeit.

 

Ef marka má áströlsku vísindamennina leiddu niðurstöðurnar í ljós að óbeit okkar gagnvart ljótleika er í raun vörn gegn sjúkdómum. Við tengjum ljótleika við sjúkdóm og forðumst ófrítt fólk og ljót dýr í því skyni að verja okkur.

 

Mismunun heilans á fríðum og ófríðum andlitum getur haft miklar afleiðingar. Tilraunir hafa m.a. leitt í ljós að ófrítt fólk á erfiðara með að ávinna sér traust barna en þeir sem teljast laglegir.

 

Rannsóknir hafa að sama skapi sýnt fram á að laglegt fólk fær hærri laun en ófrítt, auk þess sem það telst vera greindara, hæfileikaríkara og trúverðugra.

 

Við færum fjölmiðlunum völd

Kvikmyndir, sjónvarp og auglýsingar fá oft skömm í hattinn fyrir að sýna óraunhæfar fegurðarímyndir sem gera það að verkum að mörgum okkar finnst við vera ófullnægjandi hvað útlitið snertir.

 

Ef hins vegar margar fegurðarímyndir eru okkur nánast í blóð bornar, verður hlutverk fjölmiðlanna skyndilega óljóst.

 

Hvað sem við höldum um þetta þá benda margar rannsóknir til þess að fjölmiðlar geti haft áhrif á sjálfsvirðingu okkar en mismikil þó.

 

Í bandarískri rannsókn tókst vísindamönnum að sýna fram á að stúlkur á aldrinum 8-11 ára verði fyrir langtum meiri áhrifum frá fjölmiðlum en drengir á sama aldri og að þetta geti haft þau áhrif að þær verði oftar óánægðar með líkama sinn.

Þeir sem telja að fjölmiðlar hafi áhrif á það hverjum augum þeir líta líkama sinn, verða fyrir áhrifum af hálfu þessara sömu miðla.

Í annarri bandarískri rannsókn voru gagnkynhneigðir bandarískir karlmenn bornir saman við samkynhneigða karla. Báðir hópar lögðu jafnmikla áherslu á útlitið en þeir samkynhneigðu voru almennt ósáttari við líkama sinn en hinir.

 

Skýringin virðist vera sú að samkynhneigðir karlar teldu fjölmiðla vera áhrifameiri en við átti um þá gagnkynhneigðu, þrátt fyrir að hvorugur hópurinn horfði meira á sjónvarp og kvikmyndir en hinn.

 

Þeir sem telja að fjölmiðlar hafi áhrif á það hverjum augum þeir líta líkama sinn, verða fyrir áhrifum af hálfu þessara sömu miðla.

 

Óánægja með eigin líkama getur í sumum tilvikum farið út í öfgar. Þetta gerist hjá fólki sem þjáist af líkamsskynjunarröskun, geðrænum sjúkdómi sem fær sjúklinginn til að einblína á smáatriði í útlitinu í svo miklum mæli, að sjálfsvirðingin bíður hnekki.

Margir sálfræðingar álíta að söngvarinn Michael Jackson hafi þjáðst af líkamsskynjunarröskun sem hafi knúið hann til að láta gera á sér ótalmargar lýtaaðgerðir.

Lýtalækningar gætu virst hin fullkomna lausn fyrir þá sem þjást af þessari röskun en sú er þó ekki raunin. Viðkomandi verður fljótlega eftir aðgerðina aftur ósáttur við útlitið.

 

Þess í stað er besta meðhöndlunin fólgin í atferlismeðferð, e.t.v. ásamt lyfjagjöf sem eykur magn boðefnisins serótóníns milli heilafrumnanna.

 

Hundar gera þig fagra(n)

Heilar okkar gera ófríðu fólki ekki hátt undir höfði – óháð því hvort um er að ræða hinn afskræmda Freddy Krueger úr kvikmyndinni Martröð á Álmstræti eða fólk sem verður á vegi okkar á venjulegum degi.

 

Til allrar hamingju metum við fólk þó ekki eingöngu af útlitinu. Innri maður og gerðir fólks gera okkur ekki aðeins jákvæðari í garð þess, heldur geta þessir þættir breytt áliti okkar á útliti annarra og talið okkur trú um að umræddir einstaklingar séu fríðir.

Ást blindar heilann

Hugsanlega uppfyllum við ekki allar kröfur um fallegt andlit en þurfum þó engan veginn að örvænta. Svolítil ást getur gabbað heila annarra þannig að þeir telji okkur vera það fallegasta í heimi.

1. Heilinn myndar kærleikshormón

Ástarskot verður þegar samspil ýmissa þátta á borð við útlit, kímni og vinsemd virkjarheiladingulinn á neðanverðum heilanum.

Taugafrumur heiladingulsins losa síðan hormónið oxýtósín (gult) út í blóðrásina.

2. Hormón kemst gegnum æðavegginn

Oxýtósín kemst með blóðinu út um allan líkama en hefur að sama skapi áhrif á heilann.

Hormónið er of stór sameind til þess að geta seytlað úr æðunum til heilans en sérleg prótein (rauð) aðstoða það við að komast leiðar sinnar.

3. Boðefni breyta dómgreindinni

Ýmsir hlutar af umbunarkerfi heilans verða fyrir áhrifum oxýtósíns.

Hormónið (gult) aðstoðar taugafrumurnar við að senda boðefni áfram og gerir það m.a. að verkum að fólki finnst makinn fegurri en ella.

Ást blindar heilann

Hugsanlega uppfyllum við ekki allar kröfur um fallegt andlit en þurfum þó engan veginn að örvænta. Svolítil ást getur gabbað heila annarra þannig að þeir telji okkur vera það fallegasta í heimi.

1. Heilinn myndar kærleikshormón

Ástarskot verður þegar samspil ýmissa þátta á borð við útlit, kímni og vinsemd virkjar heiladingulinn á neðanverðum heilanum.

Taugafrumur heiladingulsins losa síðan hormónið oxýtósín (gult) út í blóðrásina.

2. Hormón kemst gegnum æðavegginn

Oxýtósín kemst með blóðinu út um allan líkama en hefur að sama skapi áhrif á heilann.

Hormónið er of stór sameind til þess að geta seytlað úr æðunum til heilans en sérleg prótein (rauð) aðstoða það við að komast leiðar sinnar.

3. Boðefni breyta dómgreindinni

Ýmsir hlutar af umbunarkerfi heilans verða fyrir áhrifum oxýtósíns.

Hormónið (gult) aðstoðar taugafrumurnar við að senda boðefni áfram og gerir það m.a. að verkum að fólki finnst makinn fegurri en ella.

Í tilraun sem gerð var í Sviss kom í ljós að þátttakendunum fannst brosandi andlit meira aðlaðandi en andlit þeirra sem ekki brostu og að bros geti vegið upp andlit sem að öðru leyti mætti telja ófrítt.

 

Vinalegar manngerðir lappa einnig upp á útlit fólks. Kanadískum vísindamönnum tókst t.d. að breyta áliti þátttakenda sinna á nokkrum andlitsmyndum með því að upplýsa um að myndefnið hefði annað hvort gert eitthvert góðverk eða brotið af sér. Andlit sem tengja mátti góðverkum þóttu vera með minna nef, fyllri varir og síður föla húð.

 

Vinsemd í garð dýra bar einnig góðan árangur. Ísraelsk tilraun leiddi í ljós að konur hrifust frekar af mönnum ef setningunni „hann á hund“ var bætt við lýsingu á manninum. Samkvæmt bandarískri rannsókn vó ekki jafn þungt að eiga kött.

 

Meira að segja skáldsagnapersónan Freddy Krueger hefði getað orðið hinn álitlegasti, hefði hann bara gert svolitlar breytingar á lífi sínu, sýnt meiri vinsemd og fengið sér hund.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: ULLA EDELBO RAASCHOU

© AF Archive/Alamy/ImageSelect, Shutterstock,© Nir Diamant et al.,© Jim McCrary/Redferns & Carlo Allegri/Getty Images,

Tækni

Einvígi: Hvort krefst minni orku –einfalt uppvask eða uppþvottavél?

Maðurinn

Vísindamenn leggja fram ný gögn: Hversu skaðlegt sjónvarpsgláp getur verið fyrir börn

Maðurinn

Vísindamenn leggja fram ný gögn: Hversu skaðlegt sjónvarpsgláp getur verið fyrir börn

Maðurinn

Valda börn hraðari öldrun foreldranna?

Maðurinn

Valda börn hraðari öldrun foreldranna?

Jörðin

Parísarsamkomulagið dautt: Það sýður upp úr hnettinum

Lifandi Saga

Hafnarborg í Texas lyftist upp um fimm metra 

Lifandi Saga

Grimmsævintýri: Bönnuð börnum

NÝJASTA NÝTT

Náttúran

Hvaða dýr er hættulegast allra?

Lifandi Saga

Miðaldir voru ekki myrkar

Lifandi Saga

Humar var hundafæða

Heilsa

Vísindamenn finna óvænt samband milli tannholdsbólgu og tiltekins sjúkdóms

Náttúran

Hvernig er móteitur gert?

Læknisfræði

Pasteur bjargaði heiminum frá hundaæði

Lifandi Saga

Áður en til fangelsisrefsingar kom hljóðaði dómurinn upp á: Kvalir og niðurlægingu

Lifandi Saga

Hver lagði eld að Róm?

Maðurinn

Af hverju var Elísabet drottning grafin í blýkistu?

Alheimurinn

Er jörðin kúla?

Náttúran

Hvaða dýr er hættulegast allra?

Lifandi Saga

Miðaldir voru ekki myrkar

Lifandi Saga

Humar var hundafæða

Heilsa

Vísindamenn finna óvænt samband milli tannholdsbólgu og tiltekins sjúkdóms

Náttúran

Hvernig er móteitur gert?

Læknisfræði

Pasteur bjargaði heiminum frá hundaæði

Lifandi Saga

Áður en til fangelsisrefsingar kom hljóðaði dómurinn upp á: Kvalir og niðurlægingu

Lifandi Saga

Hver lagði eld að Róm?

Maðurinn

Af hverju var Elísabet drottning grafin í blýkistu?

Alheimurinn

Er jörðin kúla?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Lifandi Saga

Víkingarnir voru kynþokkafullir kvennabósar

Lifandi Saga

Víkingarnir voru kynþokkafullir kvennabósar

Lifandi Saga

Úkraínska og rússneska – hver er munurinn?

Lifandi Saga

Úkraínska og rússneska – hver er munurinn?

Maðurinn

Svona mikið vatn ættir þú að drekka á dag

Náttúran

Fólk fer oft ekki rétt að köttunum sínum

Maðurinn

Af hverju borðum við ekki gras?

Náttúran

Af hverju velta hundar sér í blautu rusli?

Vinsælast

1

Heilsa

Blóðflokkur þinn kann að hafa áhrif á hvort þú færð heilablóðfall snemma á lífsleiðinni

2

Maðurinn

Af hverju var Elísabet drottning grafin í blýkistu?

3

Náttúran

Hvaða dýr er hættulegast allra?

4

Maðurinn

Vísindamenn leggja fram ný gögn: Hversu skaðlegt sjónvarpsgláp getur verið fyrir börn

5

Maðurinn

Rautt ljós getur leitt af sér betri sjón

6

Lifandi Saga

Áður en til fangelsisrefsingar kom hljóðaði dómurinn upp á: Kvalir og niðurlægingu

1

Maðurinn

Af hverju var Elísabet drottning grafin í blýkistu?

2

Náttúran

Hvaða dýr er hættulegast allra?

3

Maðurinn

Vísindamenn leggja fram ný gögn: Hversu skaðlegt sjónvarpsgláp getur verið fyrir börn

4

Maðurinn

Rautt ljós getur leitt af sér betri sjón

5

Lifandi Saga

Áður en til fangelsisrefsingar kom hljóðaði dómurinn upp á: Kvalir og niðurlægingu

6

Maðurinn

Af hverju eru karlar líkamlega sterkari en konur?

Læknisfræði

Hvenær byrjuðu læknar að nota eter?

Náttúran

Risavaxin sjávarskrímsli vakin til lífs slá öll met. 

Lifandi Saga

Frelsisstyttan átti að hrópa til borgaranna

Lifandi Saga

Ótrúlegur dagur í flugstjórnarklefanum: Flugmaðurinn sogaðist út um gluggann

Læknisfræði

Uppréttur eða liggjandi? Hvernig á að fá sem mest út úr pillunum þínum

Náttúran

Hvað er glertæring?

Maðurinn

Þarmabakteríurnar  lækka líkamshitann

Heilsa

Lífsnauðsynlegt næringarefni sem lítið er vitað um

Maðurinn

Krullað hár kælir höfuðið

Tækni

Hvernig virkar C14-greining?

Tækni

Framtíðin séð í baksýnisspegli 

Menning og saga

Ólíkar þjóðir í Evrópu á ísöld

Hvaða dýr er hættulegast allra?

Mörg dýr geta verið hættuleg okkur mönnunum, en hvaða dýr deyðir flesta?

Náttúran

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is