Alheimurinn

Tifandi tímasprengja Óríons sést vel í vetrarmyrkrinu

Stjörnuskoðun: Risastjarnan Betelgás er tifandi tímasprengja. Eftir að hún springur verður hún annað hvort að svartholi eða nifteindastjörnu en þangað til mun þessi tröllaukna stjarna, með um 20 sólmassa, áfram verða vel sýnileg á næturhimni frá því um miðjan september og allt fram í lok apríl. Hæst á lofti er Betelgás í janúar.

BIRT: 17/11/2021

Um Betelgás – Hvernig finnum við Betelgás?

LESTÍMI: 3 MÍNÚTUR

UM BETELGÁS

Betelgás er næstskærasta stjarnan í stjörnumerkinu Óríon (Veiðimanninum) og birtist á næturhimni í lok september en verður þó ekki mjög auðfundin fyrr en í október þegar stjörnumerkið þokast í heild sinni upp fyrir sjóndeildarhringinn. Auðveldast er að finna stjörnumerkið frá nóvember og fram í mars.

 

Stjarnan flokkast sem rauður risi en slíkar stjörnur hafa brennt upp vetnisbirgðir í kjarnanum og eru því komnar að lokum ævidaga sinna. Þegar þar að kemur springur Betelgás sem sprengistjarna og verður þá sýnileg að degi til.

 

Betelgás er reyndar þegar tekin að dragast nokkuð hratt saman. Á aðeins 15 árum, frá 1993 til 2008 minnkaði þvermálið um 15% og samdrátturinn heldur áfram alveg fram að sprengingunni sem annað hvort breytir Betelgás í svarthol eða nifteindastjörnu.

 

Litlar eldsneytisbirgðir leiða líka af sér að Betelgás er orðin svalari en aðrar stjörnur og liturinn er ekki lengur hvítglóandi heldur rauðleitur.

 

Betelgás mun falla saman

Þessi rauði risi brennir hratt þeirri orku sem eftir er og eftir sprenginguna fellur hún saman og úr verður annað hvort svarthol eða nifteindastjarna.

Fyrir 8 milljón árum

Betelgás (rauðgul) varð til þegar ryk og gas í geimþoku pressaðist saman af eigin þyngdarafli.

Á okkar dögum

Betelgás er nú um 750 sinnum stærri en sólin og springur sem sprengistjarna innan milljón ára.

Eftir 7,5 milljarða ára

Eftir sprenginguna fellur Betelgás saman í nifteindastjörnu eða svarthol. Enn er ekki vitað hvort verður.

 

Stjörnufræðingar eiga erfitt með að átta sig nákvæmlega á stærð Betelgásar, annars vegar vegna þess að hún blæs út og dregst saman til skiptis, hins vegar vegna þess að engir hnettir eru á ferli kringum hana.

 

Nýjustu tilgáturnar eru að massi stjörnunnar sé á bilinu 16,5 og 19 sinnum massi Sólarinnar.

 

VISSIR ÞÚ AÐ:

 • Þegar Betelgás er endanlega útbrunnin mun kjarninn að líkindum falla saman í nifteindastjörnu.

 

 • Ytri hlutinn feykist burtu í sprengingunni sem verður mörgum milljörðum sinnum bjartari en sólin.

 

 • Til allrar hamingju fyrir okkur er Betelgás í meira en 600 ljósára fjarlægð.

 

HVERNIG FINNUM VIÐ BETELGÁS

Betelgás myndar öxl veiðimannsins, Óríons og er auðfundin út frá fjósakonunum, þremur stjörnum í beinni röð sem mynda belti Óríons.

Hvar og hvenær?

Ef þig langar að skoða þessa rauðu risastjörnu er ekkert auðveldara. Seinni partinn í nóvember er Óríon nálægt því að vera alveg í austri um tíuleytið á kvöldin. Um miðjan desember er Óríon í suðaustri klukkan tíu á kvöldin og í lok janúar nálægt hásuðri.

 

Finndu fjósakonurnar þrjár í belti Óríons og dálítið hærra á austurhimni er Betelgás sem myndar aðra öxlina. Hafðu myndina í huga til leiðbeiningar. Hafðu líka í huga að Óríon rís aldrei mjög hátt yfir sjóndeildarhringinn og er t.d. nokkuð langt frá pólstjörnunni sem alltaf er næstum beint yfir okkur.

 

Sýnileiki?

Betelgás sést ágætlega með berum augum en rauði liturinn verður mun skýrari í venjulegum handsjónauka og sést auðvitað best í stjörnusjónauka.

 

 

Rígel

Stjarnan Rígel er sjöunda skærasta stjarna himins og enn skærari en Betelgás.

 

Rígel myndar annað neðra hornið í hugsaðri skykkju Óríons, hægra megin frá okkur séð. Ef við hugsum okkur línu frá Betelgás, niður í gegnum miðstjörnuna í beltinu, blasir Rígel við sjónum örlitlu styttra frá fjósakonunum en Betelgás.

 

 

Birt: 17.11.2021

 

 

 

JESPER GRØNNE

 

 

Maðurinn

Leiðbeiningar: Þannig „hökkum“ við eigin líkama

Náttúran

Hulinn kraftur verndar langlífasta spendýrið

Náttúran

Hulinn kraftur verndar langlífasta spendýrið

Maðurinn

Steinaldarfólk var kannski kynsegin

Maðurinn

Steinaldarfólk var kannski kynsegin

Maðurinn

7 áhrifaríkar aðferðir: Þannig sofnar þú fyrr

Jörðin

Vísindamenn ýta á hnappinn: Róttækar hugmyndir um að slökkva á sólinni

Maðurinn

Hvers vegna eru vöðvarnir aumir tveimur dögum eftir æfingu?

NÝJASTA NÝTT

Náttúran

Glæpir borga sig

Náttúran

Af hverju límist lím ekki við innra byrði túbunnar?

Maðurinn

Vísindamenn hafa komist að rót mannvonskunnar: Fræðist um verstu hliðar ykkar

Lifandi Saga

Refsiföngum í síðari heimsstyrjöldinni fórnað 

Maðurinn

Af hverju eiga karlmenn auðveldara með að fá fullnægingu en konur?

Maðurinn

Leiðbeiningar um uppeldi: Reiðilestur veldur niðurbroti í heila

Maðurinn

Hvernig er best að fara á klósettið?

Maðurinn

Auðmaður vill drekka úr æskubrunninum

Maðurinn

Þess vegna þyngist þú með aldrinum

Maðurinn

Íhugun getur breytt heila þínum

Náttúran

Glæpir borga sig

Náttúran

Af hverju límist lím ekki við innra byrði túbunnar?

Maðurinn

Vísindamenn hafa komist að rót mannvonskunnar: Fræðist um verstu hliðar ykkar

Lifandi Saga

Refsiföngum í síðari heimsstyrjöldinni fórnað 

Maðurinn

Af hverju eiga karlmenn auðveldara með að fá fullnægingu en konur?

Maðurinn

Leiðbeiningar um uppeldi: Reiðilestur veldur niðurbroti í heila

Maðurinn

Hvernig er best að fara á klósettið?

Maðurinn

Auðmaður vill drekka úr æskubrunninum

Maðurinn

Þess vegna þyngist þú með aldrinum

Maðurinn

Íhugun getur breytt heila þínum

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Náttúran

Hvaða dýr er hættulegast allra?

Náttúran

Hvaða dýr er hættulegast allra?

Lifandi Saga

Miðaldir voru ekki myrkar

Lifandi Saga

Miðaldir voru ekki myrkar

Lifandi Saga

Humar var hundafæða

Heilsa

Vísindamenn finna óvænt samband milli tannholdsbólgu og tiltekins sjúkdóms

Náttúran

Hvernig er móteitur gert?

Læknisfræði

Pasteur bjargaði heiminum frá hundaæði

Vinsælast

1

Maðurinn

7 áhrifaríkar aðferðir: Þannig sofnar þú fyrr

2

Maðurinn

Þess vegna þyngist þú með aldrinum

3

Maðurinn

Af hverju eiga karlmenn auðveldara með að fá fullnægingu en konur?

4

Lifandi Saga

Fílamaðurinn vakti undrun og ótta allra 

5

Maðurinn

Hvernig er best að fara á klósettið?

6

Maðurinn

Vísindamenn hafa komist að rót mannvonskunnar: Fræðist um verstu hliðar ykkar

1

Maðurinn

Þess vegna þyngist þú með aldrinum

2

Maðurinn

Af hverju eiga karlmenn auðveldara með að fá fullnægingu en konur?

3

Lifandi Saga

Fílamaðurinn vakti undrun og ótta allra 

4

Maðurinn

Hvernig er best að fara á klósettið?

5

Maðurinn

Vísindamenn hafa komist að rót mannvonskunnar: Fræðist um verstu hliðar ykkar

6

Náttúran

Af hverju límist lím ekki við innra byrði túbunnar?

Lifandi Saga

Hver lagði eld að Róm?

Maðurinn

Af hverju var Elísabet drottning grafin í blýkistu?

Alheimurinn

Er jörðin kúla?

Maðurinn

Táningar eru forritaðir til að hætta að hlusta á það sem mamma segir

Alheimurinn

Leifar af hulduefni finnast í Vetrarbrautinni.

Náttúran

Hve mikið súrefni framleiðir tré?

Maðurinn

Við hugsum ekki rökrétt

Lifandi Saga

„Hvað ætlarðu að vera þegar þú verður stór?“

Náttúran

5 fyrirbæri sem þróunin gleymdi

Maðurinn

Hvað er gyllinæð?

Náttúran

Kæfingarefni hrekur hákarlana á flótta

Alheimurinn

Það rignir í geimnum

Glæpir borga sig

Maurar ræna öðrum maurum, fuglar hræða og kræklingar gabba. Alls staðar leynast uppátækjasöm dýr sem beita einstökum ráðum til að tryggja sér sess í fæðukeðjunni.

Náttúran

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is