Þann 4. október 1957 tókst Sovétmönnum, fyrstum þjóða, að koma gervihnettinum Spútnik á braut um jörðu. Síðan hefur gervihnöttum á braut um jörðu farið sífjölgandi.
Þróunin hefur verið hröð og afleiðingin er sú að geimrusl er fyrir löngu orðið alvarlegt vandamál.
Ekki hefur verið um lausnir en ESA hefur náð markverðum árangri með frumgerð nýs tæknibúnaðar sem ætlað er stórt hlutverk við að fjarlægja geimrusl.
Tæknibúnaðurinn er nánar tiltekið stórt togsegl sem getur dregið gamla gervihnetti og annað geimrusl út af braut sinni og beint þeim niður í gufuhvolfið – aðferð sem nefnd hefur verið „deorbiting“ eða afbrautun.
Fullu nafni kallast tæknin „Drag Augmentation Deorbiting System“, skammstafað ADEO og frumgerðin er álhúðað nælonsegl, 3,6 fermetrar að stærð.
Prufuseglið var brotið saman í pakka sem var 10 x 10 x 10 sentimetrar að stærð. Pakkinn var síðan settur á lítinn gervihnött af gerðinni CubeSat.
CubeSat var settur á braut í desember 2022 frá gervihnattafarinu ION Satellite Carrier.
Skömmu síðar var ADEO-seglið fellt út og með því tókst að draga þennan litla gervihnött niður að gufuhvolfinu á 1 ári og 3 mánuðum. Sú lækkun hefði tekið gervihnöttinn sjálfan 4-5 ár.
Geimrusl er að verða vandamál og samkvæmt ESA eru tugþúsundir geimrusla á braut um plánetuna okkar.
Seglið eykur á yfirborðsmótstöðuáhrif gufuhvolfsins og dregur gervihnöttinn þannig hraðar niður af sinni föstu braut. Þegar gervihnötturinn nær inn í gufuhvolfið brennur hann upp og þetta er því ágæt aðferð til að losna við fremur smágerða hluti sem annars héldu áfram ferð sinni sem geimrusl.
ADEO-prufuseglið er sérhannað til að toga smáa gervihnetti, á bilinu 1-100 kg að þyngd, niður af brautum sínum.
Greind kolkrabbans er lík okkar: Einstein hafsins
Við fyrstu sýn virðast þeir vera óttalega vitlausir en kolkrabbar eru reyndar svo greindir að stundum leiðist þeim hreinlega. Rannsóknir á gagnsæjum afkvæmum kolkrabba hafa nú fært vísindamenn nær grunnuppskrift náttúrunnar á greind.
Þetta prufuverkefni var kallað „Show me your wings“ og að því loknu telst ekkert því til fyrirstöðu að hefja framleiðslu ADEO-segla. Til lengri tíma litið er markmiðið að ADEO-segl fjarlægi alla evrópska gervihnetti þegar þeir hafa lokið hlutverki sínu.
Prufuseglið er af minnstu gerð en fyrirhugað er að framleiða stærri gerðir, allt upp í 100 fermetra að stærð sem þá verða notuð á stærstu gervihnettina. Það tekur minnstu gerðina 0,8 sekúndur að fella sig út en áætlað er að stærsta gerðin þurfi 45 mínútur til þess.
Aðrar geimferðastofnanir eru líka að prófa togsegl og nefna má að 2022 notuðu Kínverjar 25 fermetra segl til að snúa geimtæki rétt.